Jæja, þá höfum við fengið skýringu á því af hverju Josemi var í liðinu á móti Anderlecht, Steve Finnan [er lítillega meiddur](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150327051021-1357.htm) og missir af leiknum gegn Fullham á morgun.
Hann á þó aðeins að vera frá í viku í viðbót.
[Stevie G er hins vegar heill](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16277189%26method=full%26siteid=50061%26headline=gerrard%2dfit%2denough%2dfor%2dfulham%2dtrip-name_page.html).
Verður forvitnilegt að sjá hvort Yosserinn haldi stöðu sinni í bakverðinum á morgun. Hann var ágætur gegn Anderlecht, hefur verið betri, en hann var hins vegar mjög slappur í síðasta deildarleik, gegn Blackburn.
Hvaða aðra kosti hefur Rafa svo sem í hægri bakvörðinn?
Eitt reyndar sem er ekki i samhengi hérna.
Er Mark Gonzales vinstri kantur? Ég var að lesa á liverpool.is að hann væri leftari, ég bara búinn að halda í þá trú að hann væri hægri cunt í marga mánuði!
Ég held að hann sé alveg örugglega náttúrulegur leftari. Hef allavega séð hann hlaupa upp vinstri kantinn, framhjá 3-4 varnarmönnum og bomba boltanum svo í skeytin með vinstri.
Minnir að ég hafi heyrt aftur á móti að hann sé vel hæfur með þeim hægri líka, ekki ósvipað Garcia.
Gonzalez er vinstri kantur. Ég hélt að hann væri hægrimaður, hafði einhvers staðar lesið það, en Rafa tók af allan vafa í dag:
>”He’s a left winger with pace and skill who is capable of getting to the by-line and providing crosses that the likes of Peter Crouch and Fernando Morientes should thrive on.”
Þar með er það komið á hreint. Ennþá erum við að leita að einhverjum sem kann að hlaupa upp hægri hliðarlínuna.