Crouchy og Cisse byrja

Jæja liðið gegn Man City er komið:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Warnock

Gerrard – Hamann – Sissoko – Riise

Crouch – Cisse

Á bekknum: Dudek, Kewell, Garcia, Morientes, Potter

Þetta þykir mér verulega furðulegt. Af hverju í andskotanum er John-Arne Riise á vinstri kantinum? Af hverju, GUÐ?

Hann á að vera í bakverðinum, eða þá einhver staðar fjarri þessu liði. Af hverju er Kewell ekki inná? En allavegana, vonandi að þetta gangi upp.

6 Comments

  1. Þetta endar ekki vel, 3-1 fyrir Man City og Fowler setur 2.

    Er sammála Einari af hverju er Kewell ekki inná, búinn að spila 2 erfiða leiki með Áströlum í undankeppninni og ætti því að vera kominn í leikform.

  2. Ég held að það sé hárið hjá Kewell. Rafa farinn að þynnast þarna uppi og horfir öfundaraugum á hann… :biggrin2:

    Annars spái ég 0:2 og Crouch setur eitt.

  3. Þetta er skandall…. Riise er ömurlegur kantmaður… og allt í lagi bakvörður.

  4. Er einhver annar en ég til í að sjá Cisse og Kewell saman í sóknarlínunni?

    Kv Stjáni

  5. Hehe….soldið inyourface að Riise hafi verið að skora 🙂 En gaman að þessu, enn bíð e´g eftir marki frá Crouch samt(er ekki að horfa á leikinn, ekki með Enskaboltann stöðina þar sem ég er)

  6. Nei ég vil bara sjá Kewell á vinstri kantinum og ekkert annað! Mér leiðist að sjá að honum sé alltaf skipt inná sem framsæknum miðjumanni / sóknarmanni. Við erum með nokkra góða svoleiðis fyrir – en ekki vinstri kantmenn.

Man City á morgun!

Zenden frá í 3-4 vikur