Samkvæmt Sky, þá eru miklar líkur á því að [Liverpool kaupi Simao Sabrosa](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=329458&CPID=8&title=Reds+close+on+Sabrosa&lid=2&channel=Football_Home&f=rss) frá Benfica í janúar.
Sky minnist reyndar ekkert á Meistaradeildina, en þar á Benfica enn sjens á að komast áfram. Ef þeir vinna Man U, þá eiga þeir góða möguleika á að komast áfram á kostnað Man U. Eru þá einhverjar líkur á að þeir selji sinn besta mann og fyrirliða? Verðum við þá að halda með Man U í næsta umferð? Ég veit ekki hvort ég get það í annað sinn á nokkrum vikum.
Ég óttast United ekkert í Evrópukeppninni í vetur, þannig að já ég vona að þeir slái Benfica út. Þá eigum við meiri möguleika á að taka United í karphúsið í deildinni í vetur …
Ég get ekki haldið með United – við þurfum bara að kaupa einhvern annan! :biggrin2:
Ef þeir vinna manu þá eru þeir komnir áfram, og manu enda á [i]botni[/i] riðilsins.