Hólí … ég sat yfir boltanum í kvöld og var að horfa á Doncaster rúlla Aston Villa upp, 3-0 í Deildarbikarnum, þegar ég mundi allt í einu að okkar menn eiga leik annað kvöld gegn Sunderland. Það gerist bara svo ótrúlega sjaldan að Liverpool spili deildarleiki á miðvikudegi – sennilega svona einu sinni á hverjum tveimur tímabilum, ekki mikið meira – að ég var búinn að *gleyma* að skrifa upphitun. Biðst forláts, en betra er seint en aldrei.
Sem sagt, okkar menn smella sér norður í land á morgun og mæta neðsta liði deildarinnar, Sunderland, á The Stadium of Light í Sunderland. Sunderland-liðið er langneðst í deildinni, með aðeins fimm stig í fjórtán leikjum. Síðast þegar þetta Sunderland-lið spilaði í Úrvalsdeildinni, fyrir þremur árum, féll það með aðeins 19 stig í 38 leikjum, lélegasta árangur í sögu efstu deildar á Englandi, að ég held. Ef þeir halda áfram eins og þeir hafa byrjað þetta tímabil, og taka áfram fimm stig per hverja fjórtán leiki, þá enda þeir með eitthvað um 12-14 stig í lok leiktíðar, sem yrði þá nýtt met.
Þar ofan á bætist sú staðreynd að þeir eru með sextán mörk í mínus. Og, þeir eru alvarlega vængbrotnir – vantar einhverja fimm-sex lykilmenn á morgun vegna meiðsla auk þess sem Tony Le Tallec má ekki spila gegn okkur. Þannig að á pappírnum ætti þetta að vera formsatriði fyrir Rauða herinn okkar.
*NEMA HVAÐ* … síðast þegar Sunderland voru í Úrvalsdeildinni, þegar þeir settu met í að vera lélegir, þá unnu þeir okkur samt á sínum heimavelli. Þannig að ég ætla ekki að ganga að neinu vísu annað kvöld.
Hvað okkar menn varðar, þá sé ég Rafa ekki fyrir mér breyta mjög miklu frá því á laugardaginn. Ég myndi reyndar vilja færa Riise aftur í bakvörðinn, en hann var að leika vel þar, og setja Harry Kewell fyrir vikið á vinstri kantinn. Hann er reiðubúinn í að byrja inná, held ég. Þá myndi ég setja Cissé á bekkinn fyrir Morientes (já, þið lásuð rétt!) og taka Didi Hamann út fyrir Luis García, og færa Steven Gerrard niður á miðjuna. Þetta myndi þá líta einhvern veginn svona út:
Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise
García – Gerrard – Sissoko – Kewell
Crouch – Morientes
En svo veit maður aldrei nema Xabi Alonso sé orðinn heill, og komi þessu plani mínu í uppnám með nærveru sinni. Myndi samt ekkert gráta það. 😉
MÍN SPÁ: Þetta verður mikill baráttuleikur og alls ekki einhver flenging af hálfu okkar manna, eins og sumir virðast halda. En ég er samt á því að við vinnum öruggan 3-0 sigur á morgun, sýnum hversu mikið betri en þeir við erum og tökum þetta örugglega. Og já fjandinn hafi það, Peter Crouch skorar á morgun. Ég bara trúi ekki að jólin gangi í garð og nýja árið með án þess að hann skori … (svo skora Jamie Carragher og Josemi líka, úr því við erum að tala um ólíklega markaskorara, en það telst ekki til frétta við hliðina á Crouch-marki) …
Áfram Liverpool!!!
Hverzu mikil scnilld er það að sjá 4 leiki með sínu ástkæra liði á einni og hálfri viku !
Ég ætla að spá svona 4-0 jafnvel 5-0 þó svo að 3-0 sé alveg í lagi, það er bara að í svona leikjum er gullið tækifæri á að redda markatölunni.
Gleymum svo því ekki að okkur dugar að vinna þennan leik 1-0 þá förum við upp fyrir Wigan í 4 sætið á markamun !
Koma svo !!!
Le Tallec hefur einungis byrjað 4 sinnum inn á hjá Sunderland í deildinni í ár, þannig að hann er ekki kannski mikill missir. Hins vegar skil ég ekki að McCarthy skuli ekki nota hann meira miðað við hvað hann átti að geta. Jonathan Stead er a.m.k. einn lélegasti framherji sem ég hef séð meika það í efstu deild á Englandi.
Ætti samt sem áður að vera skyldusigur fyrir liverpool.
Le Tallec eru líka mestu vonbrigði mín síðustu misseri, ótrúlega sorglegt hvað gaurinn er slappur. Ég treysti t.d. Neil Mellor 10sinnum betur.
Þetta verður örugglega mjög erfiður leikur fyrir Liverpool og sigur væru frábær úrslit.
0-1, Garcia 43mín.
nei Hafliði… við erum með 5 mörk í plús og Wigam 6… og þeir eru búnnir að skora mun fleirri mörk en við, þannig að við þurfum (held ég örugglega allavegna) að vinna 2 – 0 til að komast upp fyrir Wigam…
svo er það náttúrulega önnur saga að við eigum að keppa við Wigham á laugardaginn… það verður erfiður en vonandi skemmtlilegur leikur… 🙂
Leikurinn í kvöld er prófsteinn á getu liðsins. Við höfum alltaf gengið úr brókunum gegn liðum sem við “eigum” að vinna. Ef liðið klárar þetta sannfærandi í kvöld þá erum við að tala um alvöru lið hjá Liverpool
Ég vona að Riise og Crouch verði á bekknum.
Svo skil ég ekki af hverju menn vilja færa SG inn á miðjuna. Liðinu hefur gengið fanta vel með hann á kanntinum. Hann hefur verið ógnandi, lagt upp mörg og skorað sjálfur. Við eigum 3 aðra meiriháttar miðjumenn sem hafa verið að spila óaðfinnanlega að mínu mati.
Áfram Liverpool!
Það er reyndar ekki rétt að hann hafi verið að skora af hægri kantinum. Síðan hann byrjaði á hægri kantinum (eftir tapleikinn gegn C.Palace í d.bikarnum) hefur hann skorað eitt mark, og það var úr vítaspyrnu.
Annars er ég sammála þér að SG er mjög ógnandi í þessarri stöðu. Hann er í raun með frjálsa stöðu á vellinum og skiptir oft um kanta eða kemur inn á miðjuna. Mér finnst SG oft ekki virka á miðjunni nema þá þegar Xabi er með honum á miðjunni. En það er nú reyndar svo að ég held að allir leiki vel með Alonso við hliðina á sér, hann er náttúrulega snillingur. 😉
Ég vil ekki endilega hvíla Crouch eða Riise, en ég vil helst ekki hafa Riise á kantinum. Frekar að hafa hann í bakkinum. Crouch hefur spilað vel að undanförnu og á ef e-ð er meira skilið að vera í liðinu en Cisse, þrátt fyrir markaleysið.
Mikið er gott að geta hlammað sér niður með öl í kvöld að horft á sína menn í deildinni í miðri viku. Þetta verður öruggur sigur og víst tel ég að Crouch muni skora mark.
Ég er sammála þessu liði, nema þá að setja Moro inn, vil ég frekar sjá Hamann á miðjunni með Sissoko og Gerrard á hægri kannt. Garcia vil ég á vinstri. Kewell sem var mjög hress í síðasta leik skal vera fyrir aftan Crouch. Þá gæti Garcia einnig verið fyrir aftan Crouch og Kewell á vinstri.
Cisse verður helst að vera á bekknum, ef hann nær því þó. Hann var dapur síðast. Skrítið að hann hafi ekki lagt sig meira í þetta, þar sem endalausar vangaveltur eru um hans framtíð hjá LFC. Maður hefði ætlað að maður í þessari stöðu væri hlaupandi um allan völl og bjóða sig. Ég er mikill aðdáandi Cisse, en svona frammistaða vekur upp spurningar.
Tökum þetta í kvöld 2-0