Ég veit að það er dálítið hæpið að birta slúður af spjallborðum, en einn reyndir spjallverji á YNWA.tv heldur því fram að [Djibril Cisse hafi ekki farið með hópnum til Sunderland](http://www.ynwa.tv/forum/index.php?showtopic=78659) og að hann sé örugglega ekki meiddur.
Áður en við töpum okkur skulum við þó sjá hvort þetta reynist rétt.
Elisha Scott á ynwa.tv er vinur Gerrard og því nokkuð pottþéttur þegar hann segir eitthvað svona.
Elisha Scott á ynwa.tv er vinur Gerrard og því nokkuð pottþéttur þegar hann segir eitthvað svona.
Er hann það í alvöru? Ég hef aldrei verið viss um hvort hann er vinur hans eða bara einhver bullshittari.
Á þeim tíma sem ég fylgdist reglulega með YNWA var alltaf að marka það sem þessi gæi sagði – næstum alltaf hafði hann t.d. liðsuppstillingu rétta með dagsfyrirvara. Ef hann er bullshittari þá ætti hann a.m.k. að fá einhver verðlaun fyrir að vera snillingur í blekkingum…
hva þó hann sé ekki í sömu rútu þýðir það ekki að hann sé ekki með…
er ekki bara málið að henda cisse fyrir góðan pening. það er e-ð í hans höfði sem ekki virkar rétt. benitez ræður en ég er ekki viss um að cisse átti sig á því.
Elisha Scott var ekkert að plata..
Liverpool Echo staðfestir þetta í dag.
http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16431771%26method=full%26siteid=50061%26headline=ditched-name_page.html
þetta virðist vera rétt fyrst þetta birtist á BBC í liðsuppstillingunni þar. Þarna er loksins komin þessi átylla sem Herra Benitez hefur beðið eftir til að geta selt Cissé. Mér er eiginlega orðið sama hvort hann selji Cissé eða ekki. Cissé er gífurlega fljótur leikmaður og lunkinn en hann nýtir bara 5% færa sinna sem er 15% minna en Michael Owen gerði forðum (og var hann nú rakkaður ofan í skítinn fyrir það). Ef hægt væri að fá fína summu fyrir Cissé sem færi í að styrkja hópinn alhliða, þá yrði ég sáttur. Það er samt deginum ljósara að við þurfum einn mann í hverja stöðu (hið minnsta) fyrir utan markvarðarstöðuna til að geta farið að berjast um 2-4.sætið við Arsenal og United.
Sunderland 0 Liverpool 4 (Crouch 3, Hyypia 1)