Byrjunarliðið komið!

Þá er byrjunarliðið komið. Kristján var ekki langt frá því en það er svona skipað:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Warnock

Garcia – Gerrard – Alonso – Kewell

Crouch – Morientes

Á bekknum: Dudek, Hamann, Cisse, Riise og Josemi.

Mér líst vel á þetta byrjunarlið. Er afar ánægður að sjá Kewell starta leikinn og tel ég að þetta sé okkar öflugasta og sókndjarfasta miðjulína. Ég hefði viljað sjá Morientes og Cisse byrja leikinn eftir að hafa Crouch var afar dapur í síðasta leik sem og Cisse hvíldi þann leik. Sjáum til… aðalatriðið er sigur og 3 stig.

8 Comments

  1. Loksins Loksins sögðu skáldin… og ég núna!

    Crouch var að koma okkur í 1-0! Öllum boðið í innflutningspartý hjá mér 🙂

  2. þvílík snilld. Hvaða máli skiptir hver skorar á meðan við vinnum alla leiki og fáum ekki mark á okkur. Núna 6 leikir og 16-0 eða eitthvað álíka. Áfram Crouch.

  3. Enn og aftur skorar minnsti maður liðsins með skalla 😀 Og flott að sjá Crouch ná að setja tvö, mikið rosalega var hann ánægður að hafa náð að brjóta ísinn

  4. Nei vó, ruglaðist smá:blush:, sá bara örstutta endursýningu á markinu, en þegar ég horfi aftur sá ég að það var Moro sem skallaði og Garcia tók hann á bringuna eða eitthvað

Mark, Jerzy og Flo-Po

Liverpool 3 – Wigan 0