Liverpool 3 – Wigan 0

Crouch-skorar-wigan.jpg

**YESSSSSSSSSSS!!!!**

**Frábær** 3-0 sigur gegn liðinu í 5. sæti deildarinnar og **Peter Crouch** skorar **tvö mörk**. Og enn einu sinni höldum við hreinu.

Ég bara hreinlega get ekki annað en verið ofboðslega jákvæður akkúrat núna.

Þetta var með bestu leikjum Liverpool í deildinni og Liverpool liðið sýndi algjöra yfirburði á vellinum og sigurinn var síst of stór, hefði auðveldlega getað verið 4 eða 5-0. Markvörður þeirra Wigan manna var langbesti maðurinn þeirra og markvarslan hans á aukaspyrnu Gerrard í seinni hálfleik var hreint mögnuð.

Rafa byrjaði leikinn svona:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Warnock

Garcia – Gerrard – Alonso – Kewell

Crouch – Morientes

Semsagt, að mínu mati okkar besta miðja með Stevie og Xabi inná miðjunni og Luis Garcia og Kewell á köntunum. Og Liverpool liðið lék **frábærlega**!!! Xabi og Stevie stjórnuðu öllu inná miðjunni og Luis Garcia og Kewell voru mjög ógnandi á köntunum og þá sérstaklega Kewell, sem var nokkrum sinnum óheppnin að skora ekki mark.

Fyrir framan þá voru svo Peter Crouch og Morientes, sem ollu Wigan allskonar vandamálum.

Rafa tók Harry Kewell út eftir um klukkutíma, enda hann að byrja leik í fyrsta skipti og setti Riise á kantinn. Didi kom svo inn fyrir Xabi Alonso og svo kom Cisse inn fyrir Peter Crouch og fékk Crouchy þá hyllinguna, sem honum hefur sennilega dreymt um að undanförnu.

Peter Crouch hefur oft á tíðum verið gríðarlega óheppinn fyrir framan markið og það var svo að loksins þegar hann skoraði, þá var heppnin heldur betur með honum. Crouch fékk boltann rétt hjá miðjunni og keyrði með hann í átt að marki. Hann skaut svo og boltinn fór í Wigan manninn Baines, lyftist uppí loftið og yfir Pollitt, markmann – sem var annars besti maður Wigan í leiknum. Gott mark og **Peter Crouch loksins búinn að skora fyrir Liverpool**.

20 mínútum síðar gaf svo Steve Finnan glæsilega sendingu innfyrir á Peter Crouch, sem lét boltann skoppa nokkrum sinnum áður en hann lyfti boltanum glæsilega yfir markvörðinn og í vinstra hornið. Virkilega gott mark.

Liverpool liðið var miklu, miklu betra en Wigan. Maður gat auðveldlega gleymt því að þetta voru liðin í 4. og 5. sæti í deildinni því Wigan átti aldrei sjens í þessum leik og Liverpool algjörlega yfirspilaði liðið á köflum. Í seinni hálfleik var það sama uppá teningnum. Wigan sótti svo í um 5 mínútur áður en Liverpool náði aftur undirtökunum. 20 mínútum fyrir leikslok fékk Liverpool svo hornspyrnu, sem Gerrard tók. Morientes átti skalla að marki, þar sem Luis Garcia stóð og tók boltann á kassann og inn.

Liverpool átti svo ótal tækifæri í viðbót. Kewell, Morientes og Gerrard gátu allir skorað, en Pollitt markvörður Wigan varði oft hreint ótrúlega. En sigurinn var aldrei í hættu og Pepe Reina átti alla bolta, sem komu á mark Liverpool. Frábær frammistaða.


**Maður leiksins**: Sko, það lék ekki einn Liverpool maður illa í dag. Harry og Luis Garcia voru sprækir á köntunum, Xabi og Stevie gjörsamlega áttu miðjuna og vörnin og Pepe voru örugg. Svo barðist Morientes vel og var klaufi að ná ekki að skora. Í raun ætti Steven Gerrard að vera maður leiksins, því hann var algjörlega frábær.

Hins verð ég *auðvitað* að velja **PETER CROUCH**. Hvað annað get ég gert? Ég hef ekki fagnað Liverpool marki eins mikið síðan í Istanbúl. Crouchy átti svo innilega skilið smá heppni og hana fékk hann loksins í þessum leik. Seinna markið hans var svo virkilega gott og enginn heppnis-stimpill á því. Núna verða fjölmiðlar að finna sér annað umræðuefni, því að Peter Crouch er kominn á blað. Frábært!


Staðan í deildinni klukkan 14:45 laugardaginn 2. desember er svona:

  1. Chelsea 37
  2. Liverpool 28
  3. Man U 27
  4. Arsenal 26

Ég spyr bara: veit einhver hvað það er langt síðan við vorum í öðru sæti í deildinni???

Koma svo, Bolton og Portsmouth – haldið okkur í öðru sætinu!!!


Getur maður verið annað en ánægður??? Getum við í alvöru kvartað yfir einhverju í dag? Crouch skoraði, Kewell lék vel, við unnum 3-0 og erum komnir uppí **annað sætið í deildinni**. Við höfum núna **unnið 6 leiki í röð í ensku deildinni** og Pepe hefur haldið hreinu í **átta leikjum í röð**. Það er auðvitað alltaf gaman að vera Liverpool aðdáandi, en það er sérstaklega gaman í dag.

21 Comments

  1. Sagði það alltaf “Peter Crouch er heimsklassa og topp framherji”……
    :biggrin: :biggrin: :rolleyes: :rolleyes: :biggrin:

  2. geggjaður leikur. og allt liðið að standa sig. Cisse hugsaði mest um að gefa boltann á aðra þegar hann kom inná. og gaf hann svo á morientes þegar hann var sjálfur í mjög góðu færi. aldrei séð það fyrr. þetta var sigur liðsins út í gegn

  3. Þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum, frábært að Crouch skildi skora og einnig gaman að sjá hversu vel, hann og Mori unnu og sköpuðu fyrir liðið. Gerrard var besti maður vallarins og alveg fáranlega góður, sérstaklega í fyrri hálfleik. Annars er ég bara sammála öllu sem Einar skrifaði í skýrslunni.

  4. GEGGJAÐ

    Wigan liðið var gjörsamlega ÉTIÐ í dag, sama hvar á vellinum þeir voru. Frábært að sjá hvernig liðið nálgaðist þennan leik sem maður átti von á að yrði drulluerfiður. Allt frá fyrstu mínútu kom ekkert annað til greina en að vinna alla bolta og gefa ekki tommu.

    Crouch skorar 2 að mínu mati (þó svo að soccernet segi að fyrsta markið hafi verið sjálfsmark, kjaftæði boltinn var á leiðinni í markið ef markmaðurinn hefði ekki komið við hann. ) Og Cisse af öllum mönnum gefandi boltann á samherja hægri og vinstri. Þvílíkt og annað eins.

    Gerrard var hrikalegur í dag.
    Alonso var magnaður
    Kewell var betri en maður hefur séð hann í langan tíma.
    Garcia er að verða mun stöðugri leikmaður en í fyrra.
    Crouch spilaði eins og hann hefur gert hingað til, mjög vel.
    Morientes fannst mér einnig flottur í dag, barðist vel til baka og stoppaði fullt af sóknum Wigan manna framarlega á vellinum.
    Frábær leikur í dag.

    Ég held að Chelsea leikurinn í CL verði mjög fróðlegur. :biggrin:

  5. Gullaldarliðið okkar er mætt á svæðið!!

    Aðrir geta vikið til hliðar því ekkert mun stoppa okkur núna!

  6. Arsenal að tapa 2-0 á móti Bolton, Chelsea að gera jafntefli í hálfleik og svo vinnur Portsmouth Manu á eftir, er það ekki :biggrin2:

  7. Djöfull er gott að vera Púllari í dag!!!

    Frábær sigur og frábær frammistaða hjá liðinu.
    Loksins loksins skorar Peter Crouch og þvílíkt sem ég fagnaði.

  8. Jæja, búinn að horfa á þennan leik á spólu. Þetta er í annað sinn í röð sem ég horfi á leik okkar manna á spólu án þess að vita úrslitin, og ég hef í raun bara sjaldan verið jafn stressaður yfir úrslitunum og í þessum tveimur síðustu leikjum.

    Crouch og Gerrard voru hreinlega ofurmannlegir í fyrri hálfleiknum, ég slefaði bara í hálfleik yfir því hvað Crouch var búinn að vera góður. Þeir dofnuðu báðir aðeins eftir hlé (enda gat Gerrard sennilega ekki hlaupið mikið meira eftir þann fyrri) en þá tóku Morientes, García og Alonso bara við. Kewell var svo frábær í 60 mínútur, og Riise hélt því bara áfram eftir að hann kom inná.

    Tek undir með Einari, í dag er eiginlega ekkert verið að ýkja með því að segja að það hafi allir fjórtán leikmenn liðsins átt stórleik.

    Við erum í öðru sæti deildarinnar, þökk sé Bolton sem voru að leggja Arsenal, og nú er bara að vona að Portsmouth hirði stig af United á eftir. 🙂

    Sáttur við daginn! :biggrin:

  9. Alveg ótrúlegur stöðugleiki leiki eftir leik. Ég man ekki eftir svona frammistöðu í mörg ár þar sem liðið er að spila af sama öryggi og festu.

    Maður leiksins er Crouch fyrir að hafa skorað 2 mörk en allt liðið var frábært. Þetta var sigur liðsheildarinnar.

  10. ekki til að vera neikvæður, því allt annað er á teningunum, en einhver skrifaði

    “frábært að Crouch skildi skora og einnig gaman að sjá hversu vel, hann og Mori unnu og sköpuðu fyrir liðið”

    það getur vel verið að þeir hafi skapað mikið fyrir liðið, sá því miður ekki leikinn. En er það ekki þannig, að liðið á að skapa fyrir framherjana, sem þar af leiðandi eiga að skora mörkin???

    En samt sem áður…Algjör snilld!!! njóta þess meðan maður hefur það…

  11. einar – ég skil hvað þú meinar, og auðvitað segir hefðbundið sjónarhorn okkur það að aðrir eigi að sjá um að skapa fyrir framherjana, ekki öfugt. Hversu oft hefur maður ekki sagt að framherji sé ekki að fá neina þjónustu?

    Hins vegar, þá virðast lið Rafa spila öðruvísi bolta, bæði Valencia og nú Liverpool. Ef þú hefðir séð leikinn í dag hefðirðu til dæmis tekið eftir því að Morientes lagði upp tvö frábær skotfæri fyrir Gerrard, og Kewell var í tvígang í fyrri hálfleik nálægt því að skora eftir að Crouch og Morientes höfðu lagt upp fyrir hann. Þá skoraði Luis García eftir skalla frá Morientes, og Morientes klúðraði svo sjálfur dauða-dauðafæri eftir góðan undirbúning frá Djibril Cissé.

    Auðvitað voru framherjarnir sjálfir að fá helling af færum líka eftir þjónustu frá öðrum, en þeir voru ekki að skapa minna fyrir mennina í kringum sig.

    Þetta er bara svo stór breyting frá því sem maður var vanur að sjá undir stjórn Gérard Houllier – þar sem starf miðjumannanna var að kóvera fyrir framan vörnina og svo að reyna að koma Owen og Heskey í góðar stöður með boltann. Í dag sjáum við liðið sækja miklu meira sem heild – sá t.d. einhver hvort Kewell spilaði hægri eða vinstri kantinn meira í dag? Eða García? Nei, því þeir voru út um allan völl og Gerrard líka, og svo Morientes og Crouch. Hreyfingin, yfirferðin og vinnslan í mönnum var frábær, við vorum að sækja á nánast öllum mönnum í 90 mínútur og Wigan-menn áttu bara aldrei séns í svo fjölbreyttan sóknarleik.

    Svo gæti hæglega farið að í lok leiktíðar verði þeir Steven Gerrard og Luis García markahæstu menn liðsins – Crouch, Morientes og Cissé munu skora sín 10-20 mörkin hver á endanum, en þeir eru bara þrír menn í stórri liðsheild. Gerrard og Cissé eru þegar komnir í tveggja stafa tölu í markaskorun og ég skal hundur heita ef ekki bætast við a.m.k. tveir framherjar og tveir miðjumenn áður en yfir lýkur.

    Aðalatriðið er það að liðið er að skora. Hvort skiptir meira máli, að Crouch skori tvö eða leggji upp tvö, þegar liðið er þegar upp er staðið að skora tvö mörk? Sú tíð þegar einu markaskorararnir voru framherjar er bara liðin – spyrjið bara Frank Lampard og framherjana í Chelsea – og í dag er það markaskorun liðsheildarinnar sem skiptir öllu máli.

    Ég vill allavega miklu frekar eiga lið í öðru sæti í deildinni með engan mann inni á listum yfir markahæstu menn, en að eiga markakóng Úrvalsdeildarinnar og vera í fjórða sæti. 🙂

  12. eða eiga næst markahæsta mann deildarinnar og falla… (eins og crystal palace í fyrra…) 😉

    þetta Liverpool lið er bara frábært LIÐ… þó að Gerrard sé mesta stjarnan, þá er liðið að vinna leikina þessa dagana…
    hvað er annars langt síðan Pepe þurfti að hirða knöttinn úr markinu sínu??? og hvað er liðið búið að skora mörg mörk á þeim tíma???
    frábært LIÐ :biggrin2:

  13. Held reyndar að Pepe sé lúmskt hjátrúarfullur því alltaf þegar boltinn rennur til hans og búið er að dæma aukaspyrnu sér hann alltaf til þess að boltinn fari ekki inn hvort sem það er með flottri markvörslu eða stoppa boltann með fætinum :biggrin:

  14. Valtýr var að tala um það að Liverpool gæti farið að telja það í klukkutímum síðan það kom mark á okkur, ég vil frekar tala um MÁNUÐI!!!

  15. Svakalega er ég ánægður með liðið. Ég sá Wigan liðið á móti Arsenal á dögunum og þeir áttu í fullu tré við senalana. Við vorum svo miklu betri en Wigan menn í dag að það hálfa hefði verið nóg.

    Líka ánægður með Rafa að ætla ekki að losa sig við Dudek og Pongolle. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að við gætum þurft á þeim að halda.

    Vil svo hrósa Finnan sértaklega fyrir sinn leik. Mér hefur aldrei þótt hann sá framúrskarandi leikmaður sem maður þarf að vera til að spila með Liverpool. Hann var frábær á móti Wigan.

    Nú vona ég bara að keyptur verði einn heimsklassa senter í janúar. Einhver sem kostar yfir 20 m. punda. Þá erum við að tala um lið sem gæti orðið það besta í heiminum.

    Áfram Liverpool!

  16. Nú vona ég bara að keyptur verði einn heimsklassa senter í janúar. Einhver sem kostar yfir 20 m. punda. Þá erum við að tala um lið sem gæti orðið það besta í heiminum.

    Til hvers í and****anum eigum við að eyða 20 milljónum í senter? Crouch er að spila fantavel fyrir liðið og er loksins farinn að skora, Cissé hefur sprengikraft og er búinn að skora sæmilega á tímabilinu og svo koma nando og flo-po með aðrar víddir í sóknina – við höfum fjölbreytileika og gæði þar. Má ég þá heldur biðja um að þessum 20 milljónum verði eytt í hægri kant (Simao takk), miðvörð og speedy gonzales.

  17. Það er allt í lagi að eyða 20 milljónum í senter.

    En getur einhver bent mér á senter, sem kostar 20 milljónir, myndi bæta liðið og einhverjar líkur séu á að verði seldur?

    (fyrir utan Michael Owen)

  18. Okkur vantar kantmenn og síðan varnarmann eða menn.

    Senter sem myndi bæta liðið… dettur nokkrir í hug en líklega afar ólíklegt að þeir verði seldir.
    t.d. Adriano hjá Inter eða Fernando Torres hjá Atletico Madrid.

  19. Sko, ef við erum að tala um þennan svokallaða ‘prize trophy forward’, eða krúnudjásnið sem myndi ekki aðeins raða mörkum fyrir okkur heldur einnig bæta leik liðsins í heild sinni.

    Og ef við erum þá væntanlega að tala um mann sem myndi smellpassa í liðið, við hliðina á Crouch, í stað þeirra Morientes og/eða Cissé.

    Og ef við erum að tala um mann sem gæti orðið lykilmaður í þessu liði okkar um ókomna tíð, maður sem myndi smellpassa inn í hugsun og leikskipulag Rafa Benítez.

    Og ef við erum að tala um mann sem síðan á að vera *TIL SÖLU* einhvern tímann í nánustu framtíð.

    Þá kemur að mínu viti bara einn leikmaður til greina, aðeins einn þarna úti sem ég myndi vilja sjá við hliðina á Crouchie framar þeim Morientes og Cissé.

    Sá maður heitir **Fernando Torres**.

    Ein auðvitað eru það draumórar að hann komi til okkar, þegar allir vita sem er að hann er á leiðinni til Arsenal í janúar … :rolleyes: :laugh:

    Ef ég hins vegar gæti valið *hvern sem er*, án tillits til þess hvort þeir séu falir eða ekki, myndi ég vilja einn af eftirtöldum: Adriano, Schevchenko, Eto’o, Henry, Torres. 🙂

Byrjunarliðið komið!

Luton í bikarnum