Eruði ekki að grínast í mér?

250px-Stevieg.jpgBreska pressan í London á í vissum erfiðleikum þessa dagana.

Hvers vegna?

Jú, Liverpool gengur bara fjandi vel í enska boltanum og í Evrópu. Við höfum unnið 6 leiki í röð í deildinni og af síðustu 8 leikjum í deild og Meistaradeild höfum við unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli. Við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim leikjum. Við erum líka komnir í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar án þess að riðlakeppnin sé búin. Ekki slæmt, ha?

Breska pressan gat hins vegar forðast að tala um þetta góða gengi Liverpool með því að skrifa einungis um þá staðreynd að einn framherjinn okkar, Peter Crouch, var ekki að skora mörk. Þeir kusu að líta framhjá góðu gengi allra annarra leikmanna og framhjá því hversu vel Crouch var að spila, en fókusa frekar á að hann skoraði ekki mörk.

Gott og vel, en því miður fyrir pressuna þá skoraði Crouch [tvö mörk](http://www.kop.is/gamalt/2005/12/03/liverpool_3_wigan_0/) í gær. London pressan reyndi þá að gera lítið úr því afreki og segja að fyrra markið hafi ekki verið hans. Öll bresku blöðin eyddu því meira plássi í að gera lítið úr fyrra markinu, heldur en að fjalla um seinna markið sem hann átti algerlega sjálfur.

En hann skoraði allavegana og því varla hægt að skrifa lengur um markaleysi Crouch.

Hvað gerir þú þá þegar þú ert breskur blaðamaður í London, sem þolir ekki Liverpool? Hvað er hugsanlega hægt að skrifa um? Kewell leikur vel. Crouch skorar. Liverpool vinnur. Liverpool spilar vel.

Hvað er hægt að skrifa um? Hvað væri hugsanlega hægt að skrifa neikvætt um Liverpool núna þrem dögum fyrir leik gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

Hmm…. Liverpool… CHelsea…. Hmmmmm…..

**Hey, ég veit!!!**

Byrjum að tala um að [Steven Gerrard sé óánægður hjá Liverpool](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=331337&CPID=8&title=Rafa:+No+rift+with+Gerrard&lid=2&channel=Football_Home&f=rss). Byggjum það ekki á neinum staðreyndum, heldur getgátum okkar um að hann sé óánægður á hægri kantinum, þrátt fyrir að hann hafi farið í 10 viðtöl og sagst vera sáttur við þá stöðu og þrátt fyrir þá staðreynd að hann hafi spilað á miðjunni í síðustu tveim leikjum.

Nei nei, hann hlýtur að vera óánægður. Plús, helvítis melirnir í Liverpool eru að fara að spila við hið yndislega Chelesea lið í vikunni. Ég veit, bætum líka þessari setningu inní [fréttina](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=331337&CPID=8&title=Rafa:+No+rift+with+Gerrard&lid=2&channel=Football_Home&f=rss):

>Chelsea, as ever, continue to monitor Gerrard’s Anfield status

Þarna gefum við í skyn að þetta sé allt saman tengt og því hljóti Gerrard að vera að fara til Chelsea. Gleymum því bara að Liverpool sé í þriðja sæti, og efstir í riðlinum í Meistaradeildinni. Nei, hann hlýtur að vera fúll og þessi ánægja hans með gengi liðsins að undanförnu og tilhlökkunin um að geta hugsanlega gert liðið að heimsmeisturum félagsliða. Þetta er allt tilbúningur, því blaðamenn í London hljóta að vita best. Ekki satt?

10 Comments

  1. hehehe af hverju bjóst ég alveg við þessu… þeir eru alveg að springa úr frumlegheitum þarna í höfuðborginni… :laugh:

  2. Why am I not surpriced ??

    Það er bara partur af prógrammið að heyra slúður og “góðar” fréttir ef maður heldur með Liverpool.

    Það er lítið annað hægt heldur en að brosa út í annað við lesturinn á þessari “frétt” :rolleyes:

  3. :biggrin: :biggrin:

    hehehe ég hló vel og lengi við þetta, þetta er bara typical af þessari pressu. Alveg ótrúlegt.
    Og já Óli Þ. það er víst “s” í surprised hehe :biggrin2: held að það tengist örugglega eitthvað verðlagningu a.m.k ef þú tekur sur af :biggrin2:

  4. Og nú er búið að reka Luxemburgo hjá Real Madrid. Þá má búast við að pressan keppist við að ráða Rafa í starfið næstu daga. 😯

  5. Já, var að sjá þetta um Luxemburgo. Pressunni er allavegana borgið og þeir þurfa ekki að tala á jákvæðum nótum um Liverpool, heldur geta nú einbeitt sér að því að orða Rafa við Real Madrid.

  6. Þetta er bara Lundúnar-pressan í hnotskurn. It’s not paranoia if they’re really after you, og allt það. Við erum ekkert með vænissýki hér, þetta bara er svona: þeir skrifa í þeim tilgangi að reyna að ná höggstað á norður-liðunum, sérstaklega þegar þau eru að fara að mæta Lundúnar-liðunum.

    Hvaða leikur er aftur á þriðjudaginn?

    Já, alveg rétt … :rolleyes:

  7. Sammála ykkur, Kristján og Einar Örn; þetta witch-hunt í London-pressunni á norður-liðunum er með ólíkindum. Reyndar er Manutd undanskilið því þeir hafa verið svo miklir media-darlings.

    Óþolandi.

    Þó lít ég jákvætt á þetta; við hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst að þessi umræða er að komast í gang…

  8. Æi þetta er óþolandi… og maður reynir að ignora þetta en það er ekki hægt… þetta er svo vitlaust.

    Liverpool spilar massívan fótbolta, heldur hreinu í 8 leikjum í röð, vinnur 6 leiki í deildinni í röð, Crouch skorar og það er samt ekki hægt að tala um eitthvað jákvætt… ótrúlegt

    Gerrard hlýtur að vera orðinn pirraður á þessu.

Luton í bikarnum

Luxemburgo rekinn (uppfært)