Chelsea á morgun, Pongolle vill vera lánaður og Crouch glaður.

Rafa [segir að leikurinn á morgun](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4498924.stm) sé án allra pressu þótt vitaskuld hann og Liverpool fari í alla leiki til að vinna þá og sérstaklega eftir tapið í deildinni gegn Chelsea.

“My idea is to win every game we play and we will do our best but for us this is without pressure,”

Crouch er vitaskuld ánægur eftir helgina og mörkin 2 sem hann setti gegn Wigan en [hann sér enga ástæðu af hverju LFC geti ekki sett pressu](http://www.football365.com/news/story_170510.shtml) á Chelsea þrátt fyrir að í dag sé 12 stiga munur á liðinum.

“The gap is 12 points, but the way we have been playing not conceding goals and looking a threat there is no reason at all why we can’t put pressure on them.”

Ég er sammála Crouch en ég spá samt ekkert í Chelsea ennþá, þeir eru of langt fyrir ofan okkur.

Rafa [segir að Alonso verður ekki í hóp gegn Chelsea](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150750051205-1211.htm), hann þarfnist hvíldar og verði með gegn Middlesboro á laugardaginn kemur.

Florent Sinama-Pongolle [segist vilja vera lánaður í janúar](http://www.worldfootballers.com/news.php?id=11296) ef hann fái ekki fleiri leiki með aðalliðinu. Hann segist ætla að ræða við Rafa og skoða stöðuna betur í janúar þ.e. eftir því hvaða leikmenn verða keyptir o.s.frv.

Í lokinn lið vikunnar hjá SkySports og BBC Sports.

[SkySports](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=331226&clid=&channel=football_home&title=Team+of+the+Weekend), þarna eru Gerrard og Finnan.
[BBC Sports](http://news.bbc.co.uk/sport1/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm), þarna er Crouch.

5 Comments

  1. Hvernig í andskotanum kemst Gerrard ekki í lið vikunnar hjá BBC?

    Ég veit að Scholes skoraði fyrsta markið sitt í langan tíma, en var hann virkilega nálægt því jafngóður og Gerrard gegn Wigan?

  2. Nákvæmlega… Gerrard á klárlega að vera þarna… en gaman að sjá Finnan hjá SkySports… á þ að virkilega skilið.

  3. Mér fannst Alonso líka vera ansi ferskur í leiknum … veit samt ekki hvort það hefði átt að duga honum í lið vikunnar.

    Það segir finnst mér ansi mikið um leik Liverpool að Michael Pollitt, markvörður Wigan sem reyndar gerðist sekur um að “missa” bolta Crouch inn í fyrra markinu, er í liði vikunnar á Sky Sports…

  4. Ég hélt að miðvikudagur væri hluti af vikunni, og ef svo er af hverju er Alonso ekki í liði vikunnar í einhverjum miðli????

Luxemburgo rekinn (uppfært)

Cisse og Marseille