Cisse og Marseille

djibVííííííí – breska pressan er komin á flug.

Næsta mál á dagskrá: Cisse til Marseille að láni í 6 mánuði. Látum það liggja á milli hluta hvað [það væri heimskulegt](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=331597&CPID=24&clid=&lid=2&title=Diouf:+Cisse+contact+made), en látum hinum símalandi Pape Diouf um að tala:

>”Djibril is not satisfied with his game-time in Liverpool. And he has Marseille in his heart.

>“He has pushed clearly to express his will to join us.

Ef þetta er rétt, þá má Cisse drulla sér aftur til Frakklands sem fyrst. Það er greinilegt að stuðningur okkar Liverpool manna gagnvart Cisse í meiðlsunum, gleymist fljótt þegar menn eru orðnir heilir og þurfa að sitja á bekknum nokkra leiki. Þá skiptir landsliðið meira máli. Mikið er ég orðinn pirraður á þessum geðsveiflum í Cisse.

Cisse og Michael Owen mega taka sín landslið og troða þeim uppí rassgatið á hvor öðrum.

14 Comments

  1. Það er ljóst að Einar er pirraður hehehehe

    Úff já Cisse er greinilega langt frá því að vera skarpasti hnífurinn í skúffunni… og ef þetta heldur svona áfram endalaust þá er kannski bara best að selja Cisse…

  2. Hvernig væri nú að bíða eftir því að Cisse segði eitthvað sjálfur, í staðinn fyrir að éta upp orðróm kominn frá liði sem vantar nýtt blóð?

  3. Hvað er þetta með franska sóknarleikmenn og hroka?! Virðist vera algjört happa glappa hvort maður lendir á atvinnumönnum eins og Trezeguet, Wiltord o.fl. eða gaurum eins og Anelka og Cisse sem eru með sífelldan derring í fjölmiðlum við allt og alla 🙁

    Reyndar skiljanlegt að menn vilji spila fullt núna þegar nálgast HM 2006 en fyrr má nú andsk…. vera! Svona væl í fjölmiðlum skemmir ofboðslega útfrá sér og sama hversu hæfileikaríkur Cisse er er ekki hægt að þola svona til lengdar og Rafa gerir það grenilega ekki heldur.

    Látum vera ef Cisse legði mikið á sig í leikjum(þá bara til aða sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum!) en það gerir hann samt alls ekki fyrir Liverpool. Þegar Cisse er slappur eins og gegn City þá er hann virkilega hörmulegur! Ég sé ekki þessa hæfileika sem eiga að réttlæta leti hans og eigingirni með Liverpool og er alveg tilbúinn að selja hann. Hann á t.d. mjög erfitt með að nýta færin sem hann fær(virðist t.d. ekki hafa skottækni til að skora 1 á 1 móti markmönnum), hann er öskufljótur en virðist ekki kunna að nýta hraðann né ná neinum contact við aðra sóknarmenn liðsins. Ofmetinn að mínu mati og má alveg missa sín.

  4. Ég verð nú að skilja gremju Cisse dálítið (ef hún er einhver þ.e.a.s.). Hann er á bekknum, vitandi að hann er svona átta klössum betri en Peter Crouch, og loksins þegar hann fær að spila þá er hann oft settur á kantinn.

  5. Sko.. í fyrsta lagi Einar þá hefði ég ekki getað orðað þetta betur og Sverrir ég er mjög ósammála þér. Hverskonar atvinnumaður er þetta ef hann getur ekki unnið úr þessari stöðu sem hann er í núna?
    Allir vita að Cissé er drullugóður striker ef hann nennir því en því miður er þetta alltof algengt að menn væli, gefast upp og vilja annað þegar mótlæti verður. Ef satt reynist þá hefur hann bæst í hópi með Marcus Babbel og félögum sem eru ótrúlega fljótir að gleyma.
    Vona samt innilega að lopahúfutöffarinn haldi áfram hjá okkur!

  6. Addi: ,,Hann á t.d. mjög erfitt með að nýta færin sem hann fær”. hallóhalló. Peter Crouch búinn að skora 2 mörk úr hvað, 250 færum eða svo? Finnst mönnum hann þá strax orðinn betri kostur en Cissé? Þetta eru náttúrulega bara barnalegar umræður og staðhæfingar, Cissé er einfaldlega besti framherjinn sem við eigum í dag. Ég skil að hann er ósáttur við að fá ekki að spila, og einnig ef hann myndi kvarta yfir því að þurfa að spila úti á kantinum, vilja ekki allir framherjar spila frammi? Ég man reyndar ekki eftir því að hafa séð hann nokkurn tímann kvarta undan því. (endilega bendið mér á það ef til eru viðtöl eða eitthvað álíka…) Af hverju hefst engin umræða um það að Steven Gerrard sé á leið til Chelsea þegar fréttir berast af því að hann sé óánægður með að spila á kantinum? Er það af því að hann er með hjarta úr Liverpool-gulli en ekki Cissé? Mitt mat: Cissé er mörgum klössum betri en Crouch og á heima frammi, Gerrard á heima á miðjunni, kaupa Simao í janúar og málið dautt.

  7. Addi: ,,Hann á t.d. mjög erfitt með að nýta færin sem hann fær”. hallóhalló. Peter Crouch búinn að skora 2 mörk úr hvað, 250 færum eða svo? Finnst mönnum hann þá strax orðinn betri kostur en Cissé? Þetta eru náttúrulega bara barnalegar umræður og staðhæfingar, Cissé er einfaldlega besti framherjinn sem við eigum í dag. Ég skil að hann er ósáttur við að fá ekki að spila, og einnig ef hann myndi kvarta yfir því að þurfa að spila úti á kantinum, vilja ekki allir framherjar spila frammi? Ég man reyndar ekki eftir því að hafa séð hann nokkurn tímann kvarta undan því. (endilega bendið mér á það ef til eru viðtöl eða eitthvað álíka…) Af hverju hefst engin umræða um það að Steven Gerrard sé á leið til Chelsea þegar fréttir berast af því að hann sé óánægður með að spila á kantinum? Er það af því að hann er með hjarta úr Liverpool-gulli en ekki Cissé? Mitt mat: Cissé er mörgum klössum betri en Crouch og á heima frammi, Gerrard á heima á miðjunni, kaupa Simao í janúar og málið dautt.

  8. Steffan ,ég er alveg sammála því að Cisse sé betri en Crouch. Ég var heldur ekkert að bera þá saman enda eru þeir rosalega ólíkir leikmenn. Okkur vantar ólíkar týpur frammi (til þess var Crouch keyptur) og mér finnst bara Cisse vanta töluvert af skottækni (hann dúndrar alltaf bara þegar hann kemst í öll færi í stað þess að reyna snúa bolta framhjá markmönnum) til að geta talist afburða framherji.
    Cisse er mörgum góðum kostum búinn og alltaf líklegur til að skora, hinsvegar er einhver óeirð í honum vegna HM og mér finnst hann ekki sýna Benitez eða aðdáendum Liverpool nægilega virðingu með þessa blaðri í fjölmiðlum.
    Ef þetta væri einhver Shevchenko þá myndi ég þola þetta en staðreyndin er sú að hann hefur aðeins skorað 3 mörk í ensku deildinni (þar af 1 heppnismark utan af kanti og 1 aukaspyrna(dúndraði af 25 metrum notabene 🙂 ef mig minnir rétt). Mér finnst eins og hans spilastíll henti Liverpool og ensku deildinni alls ekki og hvað þá leikkerfi Benitez þar sem engir smákóngar leyfast.

    Ég væri sáttur við að hafa hann áfram ef hann héldi sig á mottunni enda skapar hann skemmtilegt mótvægi við Crouch og Morientes. Þessi yfirlýsingagleði hans er hinsvegar með öllu óþolandi, sérstaklega eftir allan þann stuðning sem hann fékk frá Púlurum eftir fótbrotið. Mér finnst því að Liverpool eigi að selja hann.
    Benitez hefur aldrei lýst yfir fullum stuðningi við Cisse, sennilega vegna þess að hann sér hann á öllum æfingum og finnst hann ekki standa undir getu. Held að hann hljóti að vita eitthvað sem aðrir vita ekki.

  9. Ef Cissé er gramur vegna þess hversu lítið hann fær að spila, þá verður hann að eiga það við sjálfan sig og Rafa. Ef hann ákveður að viðra það **SJÁLFUR** opinberlega, þá er væntanlega Rafa að mæta.

    En Einar, hefur Cissé látið hafa eitthvað neikvætt eftir sér undanfarna tvo mánuði? Voru það ekki bara þessi einu ummæli, snemma í september, sem voru svo víst mistúlkuð eftir allt saman? Hefur hann eitthvað verið að kvarta opinberlega?

    Ekki fara í fýlu út í Cissé vegna einhvers sem *forseti félagsins sem girnist hann* segir. Ef það væri allt marktækt sem forsetar annarra félaga segðu, þá veit ég ekki hvar við værum staddir í dag.

    Ég tek nákvæmlega **ekkert** mark á þessum Pape Diouf-vitleysingi. Hann er blaðurskjóða sem þarf að læra að sýna smá háttvísi og þegja um þessi mál – hvort sem þau eru sönn eða login.

    Ekki sjáum við David Moores eða Rick Parry í fjölmiðlum aðra hverja viku að tala um það hversu mikið Simao Sabrosa langi til að spila fyrir Liverpool, eða um það hversu mikill Liverpool-maður Dirk Kuijt sé inn við beinið …

    Þannig að endilega skeyttu skapi þínu á einhverju öðru en Cissé. Hann á það ekki skilið í þessu tilfelli, því hann hefur ekkert gert af sér (ennþá). Ég skal dæma hann alveg jafnt og þú ef hann fer að væla (sem væri að mínu mati rugl, því hann hefur fengið að spila helling undanfarið og ekki verið að nýta sína sénsa í síðustu leikjum) en þangað til það gerist verðum við að leyfa honum að njóta vafans.

  10. Algjörlega 101% sammála þér Kristján! Menn ættu ekki að hengja menn án dóms og laga og ALLS EKKI af einhverjum ummælum vitleysings eins og Pape Diouf er. Rullan sem sá maður lék í Essien-farsanum gerði þann mann ótrúverðugan í meira lagi að mínum dómi.

  11. Ég hef meira álit á Owen heldur en Cisse, þannig er ég bara. Ég spyr því Einar: af hverju að bölva Owen?

  12. Reikna nú fastlega með því að Einar sé að meina einmitt það sem ég þoli ekki Owen fyrir (hefur ekkert með það að gera hversu góður hann er, því það er óumdeilt í mínum huga) og það er sú staðreynd að landsliðið er í 1-8 sæti hjá honum, og svo kemur félagsliðið sem borgar honum launin í sætum 9-10.

  13. Ég efast um að landsliðið sé í sæti 1-8 hjá honum. Málið er nú samt það, að það vilja allir spila á HM. Það eru mjööög margir að tala um það hvað það sé mikilvægt að fá að spila með sínu liði svo þeir séu í hóp á HM.

    Pires ákvað t.d. um daginn núna að láta undan og baðst afsökunar á framkomu sinni í garð Domenech þarna, þar sem að hann vill vera með á HM.

    Hérna má t.d. sjá nokkrar fréttir þar sem menn eru að leggja áherslu á að geta náð HM:

    SkySports: AJ out to impress
    Skysports: World Cup Hopes for Koller
    SkySports: Guily’s World Cup aim
    SkySports: Defoe’s World Cup worry
    SkySports: Cesc’s World Cup dream
    SkySports: Hammer eyes World Cup spot

  14. Ég held að það sem vanti klárlega hjá Liverpool sé að vera með senter sem skorar reglulega. Sjáið MU með Nistelroy, Arsenal með Henry og Chelsea með reyndar nóg af mönnum sem skora. Liverpool skorar ekki mikið af mörkum, það er bara staðreynd. En eru gífurlega sterkir varnarlega. Ef við værum með senter sem skoraði 20+ mörk á tímabili þá væri þetta að vera skothelt. Spurningin er bara hvort Cisse sé sá maður. Að mínu mati tel ég það vera og er nokkuð sannfærður að hann eigi að geta skilað þessu. Held að það verði að gefa honum eitt heilt season.

Chelsea á morgun, Pongolle vill vera lánaður og Crouch glaður.

Chelsea á morgun!