Þetta er auglýsing

Við rjúfum venjulega dagskrá til að koma að auglýsingu frá “official” veitingastað Liverpool Bloggsins, Serrano – sem er skyndibitastaður við Stjörnutorg í Kringlunni.

-Einar Örn


Jæja, mánuði á eftir áætlun, þá erum við búin að uppfæra matseðilinn á Serrano. Staðurinn átti nýlega þriggja ára afmæli og ætluðum við að kynna nokkra nýja rétti í tilefni þess. Sú kynning tafðist þó aðeins, en í dag erum við byrjuð að selja fjóra nýja burrito-a.

Þessi burrito-ar eru ólíkir því, sem við seljum í dag, að því leiti að innihaldið er fyrirfram ákveðið. Það er, að í stað þess að kúnninn velji hráefnið í burrito-inn sinn, þá er hráefnið í þessa nýju burrito-a fyrirfram ákveðið. Það er þó auðvitað hægt að biðja um að breyta frá uppskriftinni.

En allavegana, nýju burritoarnir eru þessir:


**BBQ Burrito**
Kjúklingur, Hrísgrjón, Svartar Baunir, Pico de Gallo Salsa, Maís, BBQ Sósa, Muldar Nachos flögur og Sýrður Rjómi

**Fajitas Burrito**
Kjúklingur, Hrísgrjón, Pico de Gallo Salsa, Steikt Grænmeti, Maís, Ostur og Sýrður Rjómi.

**Grískur Burrito**
Hrísgrjón, Kjúklingur, Pico de Gallo Salsa, Steikt Grænmeti, Kál, Maís, Feta Ostur, Tzatziki Jógúrt Sósa

**Thai Burrito**
Hrísgrjón, Kjúklingur, Pico de Gallo Salsa, Steikt Grænmeti, Maís, Salthnetur, Satay Sósa.


Við höfum verið að prófa þetta að undanförnu á vinum og vandamönnum og höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur.

En allavegana, endilega kíkið uppá Serrano í Kringlunni þegar þið klárið jólainnkaupin og prófið nýju réttina. Fyrir ykkur, sem hafið ekki enn prófað, þá hvet ég ykkur auðvitað til að drífa ykkur. Serrano býður uppá ljúffengan og mjög hollan skyndibita. 🙂

19 Comments

  1. >Jaja, kannski að maður prufi þetta.

    Þér ber siðferðisleg skylda til að prófa að borða á Serrano – þessi staður borgaði fyrir hýsingu á þessu Liverpool bloggi lengi vel. :biggrin2:

    En fyrir þá, sem vita ekki þá er það semsagt ég, sem á og rek þennan stað. Félagi minn í rekstrinum er reyndar Man U aðdáandi, en það má víst ekki stríða honum mikið fyrir það.

    Og Gunnar, þú hefðir átt að auglýsa eftir þessu fyrir nokkrum mánuðum, var einmitt að reyna að losa mig við dýnuna mína. 🙂

  2. Það er ljóst að ég mun heimsækja Grísku Burrito-hjónin fyrir jólin … ekkert minna en tveir duga. 🙂

    Og já, ég er svo þokkalega sáttur við að Serrano sé The Official Diner of The Liverpool Blogg (TM) … skárra en að vera styrktur af Dominos. Mér líður eins og töffara að blogga hérna 😉 :laugh:

  3. Hvet alla til að skella sér á Serrano!! Klárlega besti skyndibitinn sem ég hef smakkað á Íslandi, og það er engin lýgi :biggrin2:

  4. Birkir – nei örugglega ekki, en stelpurnar í afgreiðslunni senda þér kannski fingurkoss.

    Já eða Einar, ef hann er þarna. Ímyndaðu þér, þú gætir orðið **eini** lesandi þessarar síðu sem hefur fengið fingurkoss frá Einari 🙂

  5. Ég prófaði loksins þennan stað um daginn og vááá hvað quesadillað þarna er gott (eða allavega það sem er án kjúklings) og guacamole-ið er bara snilld. Dýrðlegt alveg hreint.

  6. Ég býð konunni á deit þarna..ekki spurning! :biggrin2:

    Fullkomið deit ef það væri kannski líka risaskjár á staðnum og horfa á Liverpool rústa Middlesbrough yfir öxlina á henni! :tongue:

  7. Já það er fínt að borða á Serrano. Fór þangað fyrir nokkru í fyrsta skipti, pantaði mér eina feita með nautahakki en stelpan setti kjúkling á milli fyrir mistök. Ég er ekki þessi kvörtunartýpa hvað mat varðar þannig að ég gleypti hana í mig og hún var snarfín bara. Verðið má alltaf vera lægra… 😉

  8. Ég lét verða af því í síðustu viku og fór með alla stórfjölskylduna á Serrano. Veistu bara hvað, ég held að þú sért kominn með framtíðarkúnna í þeim. Ég verð sjálfur kannski ekki stór kúnni, þar sem Kringluferðir mínar eru sem betur fer ekki margar, það sama á ekki við um dóttirina, konuna og systirina. :biggrin:

  9. Snildarstaður. Heirðu Einar, á ekki að setja upp Serrano stað á höfuðstað Norðurlands. Ekki spurning að hér er markaðu fyrir það. Ekkert af þessum skyndibitastöðum hér nema Subway, sem maður er orðinn illa saddur á.

  10. Er ekki heimsendingarþjónusta? Get ég ekki pantað hér 2 búrrítur m/jalepeno og pespimax?? :tongue:

  11. Takk fyrir þetta allt.

    Og nei, Akureyri er ekki á planinu, allavegana ekki þessa stundina. Það er þó aldrei að vita nema það breytist.

    Og nei, Svavar, engin heimsending 🙂

  12. Snilldarstaður, eini staðurinn sem vert er að fara á í Stjörnutorgi, og verð líka að segja að eftir að hafa prófað Culiacan einhvern tímann þegar ég var í skeifunni að Serrano er mun betri 🙂

    Hef samt lengi verið að velta einu fyrir mér. Quesadillas… verður maður nægilega saddur af þessu? Hef alltaf farið á staðinn virkilega svangur og aldrei lagt í það, heldur alltaf sett öryggið á oddinn og keypt stóra kjúklinga burrito.

    Síðan fær staðurinn náttúrulega mörg aukastig fyrir að selja Pepsi Max

    🙂

  13. Takk fyrir þetta, Sverrir. Sko, ég verð oftast þokkalega saddur af quesadillas með kjúklingi, osti, grænmeti og maís.

    En ef það þarf stóran burrito til að gera þig saddan, þá er það spurning. Ég borða vanalega venjulegan burrito og því þarf væntanlega eitthvað minna til að gera mig saddan. En það er svo mikið af osti í quesadillas að ég verð oftast vel saddur. 🙂

  14. Já… maður verður reyndar alveg saddur næstu 4 tímana af stóru burrito… en maður prófar þá Quesadillas-ið næst 🙂

  15. síðan vantar alltaf fleiri staði í Garðabæ. Bara Aktu-Taktu og síðan 2 pizzustaðir, reyndar annar þeirra sá besti á landinu :confused:

Kirkland vill vera áfram hjá W.B.A.

UEFA og Essien