Everton vann gerði jafntefli við Man U [rétt áðan](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4494844.stm). Það þýðir að við erum í öðru sæti núna þegar að Liverpool liðið heldur til Japan. Staðan er því svona:
Chelsea 43
Liverpool 31
Man U 31
Tottenham 27
Bolton 27
Arsenal 26
Semsagt, við erum jafnir Man U en með betra markahlutfall. Og við erum 5 stigum á undan Arsenal. Chelsea er með 12 stiga forskot á okkur, en við eigum leik til góða. Annað sætið er því í okkar höndum.
Everton vann ekki heldur gerði jafntefli 😉
Hvílík snilld. Það er aldrey að vita hvað gerist á þessu tímabili, við erum þessa stundina að spila mest sannfærandi af öllum í úrvalsdeildinni, þar með talið chelsea. Ég er búin að horfa á báða þessa Chelsea leiki sem Terry er búinn að skora sigurmarkið í og þeir virkuðu ekkert allt of sannfærandi fannst mér. Svo er mikið óöryggi á bæði Man Utd og Arsenal svo þetta lítur virkilega vel út hjá okkur. Hvað þá ef við ætlum að halda áfram að spila jafn vel áfram…..SNILD!!!
Já eins og bent hefur verið á fór leikurinn 1-1… en samt sem áður frábært að United tapi stigum gegn botnliði Everton :biggrin2:
he he, ég var aðeins að tapa mér í ánægjunni með *jafnteflið*. Horfði á leikinn, svo ég hefði nú átt að vita betur. 🙂
Snilld! Það er sama hvernig hinum liðunum gengur á meðan við erum í Japan, okkar menn eru alltaf í þeirri stöðu að ef þeir sigra þá leiki sem þeir eiga inni fara þeir beint upp í 2. sætið aftur. Það er frábær tilfinning, að geta stjórnað eigin örlögum (fyrir þá, ekki mig, hehe).
Flott mál.
Mér fannst doldið magnað að þjálfarar manjú fögnuðu jöfnunarmarkinu gegn Everton eins og þeir hefðu unnið deildina :biggrin:
Segir kannski allt um stöðuna sem þeir eru í.
YNWA!
Reyndar er ekki nóg að sigra okkar leiki til að halda 2. sætinu vegna þess að við erum í 2. sæti á markatölu (munar 1 marki)…
kv/