Jæja, þá er orðið ljóst að brasilíska liðið **Sao Paulo** mun leika til úrslita um Heimsmeistaratitil Félagsliða á sunnudaginn, en þeir báru sigurorð af **Al Jittihad** í morgun, 3-2, í skemmtilegum leik.
Nú er bara að sjá hvoru þessara liða **Liverpool** mætir, en við eigum leik í fyrramálið gegn **Deportivo Saprissa** frá Kosta Ríka. Þetta fer að verða áhugavert …
Já, og Rafa var á vellinum í morgun. Að glósa. 🙂
Vitið þið kl hvað leikurinn byrjar á morgun?
“Nú er bara að sjá hvoru þessara liða Liverpool mætir” – Reyndar er ljóst að Liverpool mætir Sao Paulo 🙂
Leikurinn hefst klukkan 10.20 og er í beinni á Sýn
Ég sá ekki leikinn, er Cicinho ekki góður? (hægri bakvörðurinn) og svo auðvitað Amoroso sem skoraði tvö markanna….
Jú, Cicinho var langbesti maðurinn í þessu liði. Stoðsendingin hans fyrir annað markið þeirra var stórkostleg, ég hélt hann væri örugglega dottinn, var algjörlega úr jafnvægi á endalínunni en hann náði samt að negla boltanum hárnákvæmt yfir á fjærstöngina þar sem Amoroso potaði honum yfir línuna.
Ég myndi segja að þetta Sao Paulo-lið sé gott, en ekkert svo stórgott. Þeir eru góðir sóknarlega en veikir í vörninni, bara svona eins og brasilísk lið eru flest. Peter Crouch og Steven Gerrard eiga eftir að njóta sín vel gegn þessu liði, ef við vinnum á morgun. 😉
Þetta var gjörsamlega allt annar klassi, þ.e.a.s þessi leikur og svo Sydney vs. Deportivo Saprissa.
Kom mér nokkuð á óvart hvað Al Jittihad voru góðir. Ég hélt að Sao Paulo myndi valta yfir þá nokkuð létt. Annas var þetta bara skemtilegur og hraður leikur. Paulo liðið er með fína leikmenn og ég held að ef við komumst í þennan úrslita leik þá munum við nú ekkert valta yfir þetta lið eins og leikurinn á morgun fer bíst ég við. Cicinho var nú sprækur enn hann heillaði mig ekkert upp úr skónum sammt, mér fannst hann ekki vera bestur á vellinum, sprækur sammt sem áður.
Sammála þér sammt Kristján að vörnin er nú ekkert upp á marga fiska, kannski vegna þess að bakverðirnir voru að spila meiri sókn heldur enn vörn, þannig er það líka með Brasílíska bakverði, svo þar held ég að við getum nýtt okkur það pláss sem þeir skilja eftir þar og er viss um að Rafa kallinn hafi glósað það hjá sér hehe… Snild að sjá hann upp í stúku með blaðið og pennann.
Manni er bara farið að hlakka til leikjarinns í fyrramálið, hvernig verður liðið? hvað skorum við mörg mörk á þetta dapra lið? Á Cisse eftir að fá tækifæri í byrjunarliðinu og setja þrennu? Skorar Crouch?
Spennandi. Vona að sóknarmennirnir allir eigi eftir að vera með mikið sjálfstraust þegar við snúum til baka í ensku deildina og fari að raða inn mörkunum. Því við verðum að vinna 3-0 leikinn sem við eigum til góða eftir að Man Utd vann Wigan 4-0 í kvöld. Þurfum kannski ekkert að hafa allt of miklar áhiggjur að því vegna þess að þeir eiga eftir að tapa fleiri stigum enn við það sem eftir er tímabilsinns :laugh: :tongue: :laugh: