Jæja, búið að draga. Við lendum á móti liðinu hans Simao, Benfica.
[Sjá dráttinn hér](http://newsimg.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4509282.stm).
Við skrifum meira um þetta seinna í dag. Ég held að við getum ekki annað en talist nokkuð heppnir, því við eigum að klára þetta Benfica lið. Ég sá leikinn þeirra á móti Man U og allan tímann hafði ég á tilfinningunni að Man U væru að tapa útaf eigin aumingjaskap en ekki af því að mótherjarnir væru svo sterkir.
En þetta setur Simao mál í athyglisverða stöðu, því ég hreinlega get ekki séð að Benfica selji okkur sinn besta mann núna þegar þeir eru að fara að mæta okkur í Meistaradeildinni.
Chelsea v Barcelona
Real Madrid v Arsenal
Werder Bremen v Juventus
Bayern Munich v AC Milan
PSV Eindhoven v Lyon
Ajax v Inter Milan
Benfica v Liverpool
Rangers v Villarreal
nokkrir spennandi leikir þarna
Frábært !
Þá verður að teljast líklegt að LFC verði eina enska liðið í 8 liða úrslitum !
Áfram LFC og áfram Barcelona !
LIVERPOOL – Barca sem úrslitaleikur…. Það yrði sko ekki leiðinlegt….
Sérstaklega skemmtilegur dráttur fyrir okkur og það sem gerði dráttinn miklu skemmtilegri var að ekkert Manure var að sjá í hattinum (glerklukkunni). :laugh:
Ég er MJÖG sáttur þar sem að Benfica ættum við að vinna en það eru einmitt svoleiðis leikir sem eru hættulegastir. Eina sem ég kvíð við dráttinn er að það gæti komið mikið af væli og grenji í pressunni næstu daga frá Arsene “Cry baby” Wenger þar sem að hann grenjar yfir öllu! Núna mun hann ekki bara grenja heldur líka gera í sig eftir að Arsenal mætir Real Madrid! Góði Guð…láttu Wenger ekki fara að gráta!! :rolleyes:
Sagði þetta 7. des.
Eigum við þá ekki að segja að við drögumst á móti Benfica 🙂
Ingi sendi inn – 07.12.05 22:12 – (Ummæli #3)
verhttp://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/12/07/united_ut_simao_inn/
góður dráttur en við skulum nú ekki fara fram úr okkur og byrja tala um 8 liða eða jafnvel úrslitaleikinn, byrjum á því að sigra Benfica sem eru með mjög gott lið.
Það gengur vel hjá okkur í dag en við töpuðum líka á móti Cristal Palace í fyrr í vetur….reynum að vera ekki jafn kokkí og man u og chelsea fíflin.
En gott mál….
áfram liverpool…
**BARCELONA** fengu Chelsea!
Ójá! :biggrin: :biggrin: :biggrin: Eto’o og félagar eiga harma að hefna … og í þetta sinn verður Mourinho tekinn í karphúsið. Það skiptir sko *enginn* dráttur hér jafn miklu máli og það að þessi lið hafi lent saman!
Og já, mér líst vel á að taka á móti þessu Benfica-liði. Þeir eru léttleikandi og skemmtilegir, en við eigum að geta klárað þá. Verður gaman að sjá okkar menn takast á við Sabrosa, sem er pottþétt ekki á leiðinni til okkar úr þessu :confused:
Svo var ákveðinn framkvæmdastjóri að halda því fram að sigur í riðlinum skipti ekki máli… :laugh:
Nákvæmlega Ingi! Djöfull er þetta mátulegt á múrínó! Sigurinn í riðlinum skipti öllu máli, bæði varðandi styrkleika mótherjanna og að fá heimaleikinn í seinni leiknum.
Annars kemst ég ekki yfir þessa niðurstöðu að dæma Essien í eingöngu 2ja leikja bann!! Ég hefði viljað sjá 4-5leiki..
Þeir hjá PSV voru eitthvað rosa mikið að vonast eftir því að fá Liverpool!
Guus Hiddink: “We were not really wanting to draw Lyon,” he said. “I would rather have had a team like Liverpool”.
Theo Lucius: “I would have preferred Liverpool or Villarreal [CF],” Lucius said. “This is the worst draw for us”.
Þessir Hollendingar hafa alltaf verið dálítið sérstakir :confused: Farnir að setja Evrópumeistara Liverpool í sama flokk og Villareal!
—
Ronald Koeman þjálfari Benfica hafi þetta að segja;
“Liverpool have a very strong side. They have a powerful defence and they don’t concede many. Liverpool are favourites but we eliminated Manchester United so we can dream of getting through to the quarter-finals.”
Varðandi söluna á Simao segir hann þetta…..
“We are not thinking about selling players in the winter break and we count on Simão despite some clubs having revealed an interest in the player”.
Verst fyrir Koeman að Liverpool er mun betra en Man Utd og því er þessi draumur hans ekki raunhæfur!
(Öll ummæli tekin af http://www.uefa.com)
Ég ætlaði að vera gáfulegur og spá fyrir um hverjir myndu fara áfram eftir þessa leiki…hætti snarlega við það eftir nokkurra sekúndna pælingar. Helst þó að maður myndi þora að spá Juve, AC, Lyon og Villareal. Og svo að sjálfsögðu Liverpool… :blush:
Ég er að hugsa um að vera jafngáfulegur og Gunnar (þar sem ég heiti nú Þorsteinn Gunnar… 🙂 ) og spá þessu svona í dag, þ.e. að þessi lið komist áfram í 8 liða úrslit:
Barcelona
Real Madrid
Juventus
Bayern Munchen
Lyon
Inter Milan
Liverpool
Rangers
Yrði ekki hissa þó svo að þessi spá mín reyndist kolröng, en ég væri til í að leggja smá upphæð undir samt. What’s life without taking some chances, eh?
Ég sér reyndar ekki að þessi dráttur gegn Benfica breyti neinu um Simao. Annað hvort hafa þeir verið búnir að ákveða að selja hann ekki eftir að það varð ljóst að þeir færu áfram í Meistaradeildinni, eða að selja hann. That´s it. Hann mun hvort eð er ekki getað spilað fyrir annað lið í keppninni, þannig að það skipti þá í rauninni engu á móti hverjum þeir drógust með það í huga.
S.s. ég held að þessi dráttur skipti engu máli í sambandi við ákvörðun um sölu eða ekki sölu á Simao.
Alveg sammála SSteinn, auðvitað segir það sig sjálft að drátturinn sem slíkur, þ.e.a.s að Benfica drógust gegn okkur er ekki að fara að hafa nein áhrif á það hvort þeir selja okkur Simao eða ekki.
Annars virkilega atilisverðir leikir þarna, woow hvað maður vonar að Barca vinni Chelsea, bara vegna þess að maður er svo gjörsamlega búin að fá upp í kok af þessu liði.
Real Madrid-Arsenal er líka annar leikur, ég persónulega held að Arsenal taki þessa viðureign. Real Madrid eru einfadlega í tómu tjóni, að vísu Arsenal ekki búnir að vera sannfærandi upp á síðkastið. En sammt held ég að vörn Real muni gera útslagið, hún er búin að vera svo slöpp að það er fáránlegt, svo þess vegna held ég að Arsenal skori meira í þessari viðureign, þrátt fyrir góða sókn Real, þá er munurinn á varnargetu liðana bara of mikill segi ég. Samanber Chelsea-Barca á síðasta tímabili.
BayMun-AC Milan…AC tekur þennann leik, Beyern hefur bara aldrei heillað mig neitt sérstaklega, þrátt fyrir að þeir séu svo sem ágætir þá held ég að Milan sé bara aðeins of stór biti fyrir þá, að vísu hefur Milan verið að spila mun verr heldur enn í fyrra þar sem það lá við að enginn gæti stoppað þá(fyrir utan okkur að sjáfsögðu :wink:) Sammt held ég að Milan taki þennan leik.
Síðan með þessum leikjum kemst Juve, Lyon, Ajax, Villereal upp. Auk okkar. Mikið verður gaman að slá aftur út lið sem sló Man Utd út í fyrra. Vonum að það gerist…