Istanbúl

Þreytist þið einhvern tímann á að rifja upp kvöldið í Istanbúl?

Ég veit að ég þreytist aldrei á því. 🙂

Hérna er góð upprifjun í The Guardian: [Miracle of Istanbul provides wellspring of joy for generations to come ](http://football.guardian.co.uk/championsleague200405/story/0,15008,1672485,00.html)

6 Comments

  1. mmmmmmm, Istanbul.

    Það líður ekki sú vika (jafnvel dagur) sem maður hugsar ekki til þessarar ferðar til Istanbul. Ef maður ætti tímavél og gæti skroppið aftur í tímann til að upplifa hluti aftur eins og þeir voru.

    Var síðan að fá símhringingu rétt áðan. Einn af Istanbul förunum var með video cameru allan tímann og er búinn að klippa saman 40 mínútna mynd út úr því, þ.e. hvernig öll þessi stemmning kom okkur úr hópnum fyrir sjónir.

    Hann er til í að sýna það á breiðtjaldi fyrir einhvern leikinn fljótlega. 🙂

    Hvernig litist þér á að rifja svoleiðis upp Einar?

  2. Ég trúi ekki ennþá að ég hafi hætt að horfa í hálfleik. 🙁

  3. HAHAH :laugh: já það er svekkelsi.. Maður var nú frekar niðurbrotinn og hafði engann áhuga á þessu þá en maður reyndi nú að þrauka og það borgaði sig heldur betur :biggrin2:

  4. er það rétt sem ég heyri að aular einsog ég sem ekki hafa enska boltan geta notið hans á skjá einum á boxing day(man ekki hvaða leik) og svo new-liv annan í jólum…? jólagjöf frá landsbanka eða e-ð svoleiðis..

  5. Ja, það má a.m.k sjá að leikur Liverpool og Newcastle verður sýndur beint á Skjá einum á annan í jólum … ef marka má dagskrána á skjarinn.is.

  6. Skjár Einn mun sýna 3 leiki yfir hátíðarnar :
    26 des 14:50 Liverpool – Newcastle (b)
    31 des 14:50 Man. Utd. – Bolton (b)
    2 jan 12:40 West Ham – Chelsea (b)
    Flott hjá þeim 🙂
    Og gleðileg jól !

Hamann framlengir samninginn

Galletti og Vidic?