Samkvæmt netmiðlum hafa Liverpool áhuga á Luciano Galletti, hægri kantmanni hjá Atletico Madrid. [Liverpool Echo greina svo frá þessum áhuga í morgun](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16515649%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dpondering%2dgalletti%2dloan%2dswoop-name_page.html).
Echo segja reyndar að Liverpool hafi bara áhuga á að fá hann að láni. Galletti er 25 ára Argentínumaður.
Einnig, þá heldur [Guardian því fram](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1673132,00.html) að Rafa sé enn á eftir Nemanja Vidic, serbneska varnarmanninum hjá Spartak Moskvu, sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. Að sögn blaðsins eru bæði Man U og Liverpool að reyna að semja um verð við Spartak.
Mér finnst ótrúlegt ef að Galletti kemur til okkar, þar sem hann er bara búinn að vera hjá Atletico í fjóra mánuði. Og síðast þegar ég sá leik með þeim, í nóvember, var hann í byrjunarliðinu og átti flottan leik. Þannig að ég stórefa þetta, nema þá að hann standi í einhverju veseni hjá Atletico.
Þessi Vidic hins vegar … maður veit ekkert um hann, en er orðinn frekar forvitinn. Hann hlýtur að geta *eitthvað* fyrst öll stóru liðin hafa áhuga. En samt, þau höfðu líka öll áhuga á Igor Biscan …