Rafa og Owen

Ef einhver hefur misst af þeim 3.590 blaðagreinum, sem hafa birst um Michael Owen og Liverpool á undanförnum dögum, þá tilkynnist það hér með að Newcastle (með Michael Owen innanborðs) og Liverpool mætast á annan í jólum.

Owen tjáir sig um atburðarásina í [ágúst](http://www.newcastle.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=4512):

>’Looking back on those mad few weeks, the one thing that no one can say about me is that I was not up front and honest. I had narrowed it down to three options and, all the way through, I made it plain exactly where they stood. As I said at the time, Liverpool were my first choice, Newcastle my second. The third was staying at Real.

>..

>’They understood why Liverpool was my first choice. I had spent more than a decade there and I did think I would be going back when I met Rick Parry and Benítez just before the transfer deadline.

>’We had discussed the wages and all the nitty-gritty of a contract, so I have no doubts that their interest was genuine, whatever you may have heard. But it was difficult for them because they had sold me for £8.5m and were being asked to pay considerably more to take me back. They had to make their own financial decisions.’

Rafa er auðvitað líka [spurður útí þetta](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=347794&CPID=8&clid=&lid=2&title=Rafa+coy+on+transfer+front), en blaðamannafundir fyrir leikinn voru haldnir í dag. Hann staðfestir einfaldlega það, sem menn hafa haldið allan tímann:

>”I tried to sign him and he knows I tried to sign him,” said Benitez. “Like he’s said in the past few days. It even went to the last day of the deadline.

>”In the end, it was just impossible for us as another club bid a large amount of money for him.”

Rafa var líka spurður um nýja leikmenn einsog Galletti og Vidic, en einsog ávallt þá svaraði hann engu.

4 Comments

  1. Owen má eiga það að hann hefur verið hreinskilinn við Newcastle-aðdáendur í þessu máli. Þeir vita að Newcastle var hans annar kostur, og þeir skilja það vel held ég.

    Auðvitað getur maður ekki annað en hugsað með sér, *hvað ef?*, en að mínu mati þá er liðið okkar að spila þannig í dag að mér finnst það allavega auðveldari tilhugsun að vita af honum hjá Newcastle. Væri annað mál ef allt væri í fokki hjá okkur og enginn að skora neitt. Owen er kominn með sjö mörk fyrir Newcastle, Crouch er kominn með fjögur, Morientes sex og Cissé ellefu á þessu tímabili. Þannig að okkar menn þurfa ekkert að skammast sín í samanburði.

    Verður hins vegar fljótt að breytast ef hann **skorar** gegn okkur á annan í jólum! 😯 Þá hugsa ég að ég fari bara að gráta …

  2. Ég á rosalega erfitt með að sjá Owen í treyju Newcastle. Hann er alltaf Púllari í mínum huga.

    Vissulega eru okkar sóknarmenn að skora en það er samt spurning hvort Owen hefði ekki gert gott lið enn betra ef samningar hefðu tekist í sumar.

    Það er engum um að kenna hvernig fór. Og mjög skiljanlegt að Liverpool hafi ekki viljað borga 17 milljónir punda fyrir “eigin vöru”.

    Ég held að Owen hefði ekki farið frá Real ef ekki væri fyrir HM næsta sumar.

    En ég held nú samt að hann eigi eftir nokkra leiki í treyju Liverpool 🙂

  3. Segi það sama, ég á mjög erfitt með að sjá Owen sem annað en liverpool mann. Og ég er alveg pottþéttur á að hann á eftir að spila aftur fyrir liverpool og mig grunar að það verði fyrr heldur en seinna.

    Skil samt alveg og virði hvers vegna Rafa gat hreinlega ekki keypt hann á því verði sem sett var upp.

    Crouch og Owen gæti alveg virkað (sjáum það kannski í sumar í þýskalandi).

  4. Sammála ykkur, Owen á eftir að spila aftur á Anfield og þá í réttri treyju. Ég var alveg sannfærður um það þegar hann fór til Real að hann myndi einhverntímann koma aftur. Ég er ennþá sannfærður jafnvel þó hann taki smá hliðarspor með því að fara til Newcasle.

Galletti og Vidic?

Gleðileg Jól!