Ok, semsagt Liverpool vann áðan sinn sjöunda áttunda leik í röð í deildinni.
Þetta var frábær leikur hjá Liverpool liðinu og Newcastle átti *aldrei* nokkra glætu í leiknum. En maður er bara orðinn svo vanur svona dóminerandi frammistöðu hjá þessu Liverpool liði að maður er hættur að kippa sér upp við það.
Við unnum 2-0 en hefðum getað unnið 6-0 auðveldlega því að Shay Given var lang, lang, langbesti leikmaður Newcastle í leiknum.
Ekki nóg með það að við hefðum getað skorað fullt í viðbót, heldur komst Newcastle aldrei nokkurn tímann nálægt því að skora framhjá Pepe Reina.
En semsagt, Rafa stillti upp því liði, sem ég tel vera okkar sterkasta byrjunarlið í dag:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise
Garcia – Gerrard – Alonso – Kewell
Crouch – Morientes
Semsagt, með hina örfættu Kewell og Garcia á köntunum og skallamennina Morientes og Crouch frammi.
Og frá fyrstu mínútu var alveg ljóst að Liverpool myndi vinna þennan leik. Ég held að Liverpool hafi verið með boltann 61% í fyrri hálfleik og þeir áttu 11 markskot á móti einu hjá Newcastle.
Liverpool komst svo yfir á 14 mínútu. Há sending kom nálægt vítateig Newcastle, Crouchy tók boltann niður og lék á Gerrard, sem plataði vörn Newcastle og skaut síðan frábæru skoti framhjá Shay Given, sem hafði stuttu áður varið fáránlega frá Harry Kewell.
Rétt fyrir leikhlé gaf Harry Kewell svo frábæra sendingu fyrir markið og þar kom Peter Crouch og skallaði að marki. Given varði, en boltinn snérist *inn fyrir* línuna og markið því gilt. 2-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn.
Rafa skipti svo í seinni hálfleik Pongolle inn fyrir Kewell, Cisse inn fyrir Crouch og Josemi inn fyrir Finnan, en það breytti litlu um yfirburði Liverpool. Geðsjúklingurinn Lee Bowyer fékk svo rautt spjald fyrir brot á Xabi Alonso og uppúr því komu smá slagsmál, þar sem að Crouch hrinti Bowyer og Gerrard lenti svo í einhverju stappi við Shearer og Bowyer. Crouch fékk gula spjaldið.
En þetta var hreinlega aldrei í hættu. Þetta Newcastle lið gat ekki neitt og Michael Owen *sást ekki* allan leikinn. Cisse hefði getað skorað mark, en Given varði og svo varði Solano á marklínu með hendinni frá Morientes, en ekker var dæmt.
**Maður leiksins**: Einsog að undanförnu, þá er þetta lið gríðarlega jafnt. Harry Kewell var frábær á kantinum, vörnin var pottþétt (annaðhvort var vörnin okkar frábær eða Newcastle liðið ömurlegt – sennilega blanda af báðu), Xabi og (sérstakelga) Gerrard áttu miðjuna og Morientes var góður frammi.
En ég ætla að velja **Peter Crouch** sem mann leiksins. Þessi leikmaður er einfaldlega frábær. Svo einfalt er það. Hann er í hverri einustu viku að sanna það hversu góð kaup hann er og hversu mikið rangt við höfðum fyrir okkur þegar við efuðumst um hæfileika hans. Nánast allar sóknir Liverpool áttu viðkomu hjá honum, hann spilaði boltanum frábærlega og skoraði mark. Frábær leikur.
Liverpool hefur þá unnið 7 8 leiki í röð í ensku deildinni án þess að fá á sig mark. Eini gallinn við daginn er að Chelsea, Tottenham og Man U unnu öll sína leiki (John Terry fékk að spila sem markvörður Chelsea í þeirra leik) og því erum við í sömu stöðu og fyrir leikinn í dag, en þó áttum við sennilega erfiðasta leikinn af toppliðunum í dag.
Þannig að við getum ekki annað en verið mjög sátt við þetta allt saman. Við erum enn í þriðja sætinu og erum nú það lið, sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Þetta jólaprógramm byrjar frábærlega og núna er bara að halda því áfram með góðum sigri á Goodison Park á miðvikudaginn.
Þetta Liverpool lið er einfaldlega besta Liverpool lið, sem ég hef séð í mörg, mörg ár. Við erum að spila frábæran sóknarbolta, en það virðist ekkert hafa áhrif á vörnina. Ef við höldum áfram að spila svona vel, þá verður áfram gaman að vera Liverpool aðdáandi.
Gleðileg Jól! 🙂
Hvílík snilld, liðið er að spila rosalega. Owen sást ekki, hvílík vörn sem við höfum…
Aaahhh!!! Yndislegur dagur og frábær sigur, hann hefði að vísu mátt vera töluvert stærri til að niðurlægja Geordiana meira. En þeir geta þakkað Given fyrir það, þvílík markvarsla sem hann sýndi.
Michael Owen hlýtur að vera að hugsa um hvað hann sé að gera í þessu drulluliði, en honum var nær.
Drengurinn gat ekki rassgat í leiknum. 🙂
Enn einu sinni eru ensku netmiðlarnir á móti því að Crouch skori, skrá markið á Given sem sjálfsmark.
Þetta hlýtur að vera einhver brandari í ensku miðlunum með markið hans Crouch, hvernig er hægt að kalla það sjálfsmark hjá markmanni þegar hann ver boltann inn í markið! :rolleyes:
Nákvæmlega eins og í sex síðustu deildarleikjum var þessi sigur aldrei í hættu. Liðið er að spila lygilega vel leik eftir leik. Í okkar liði stóð enginn neitt sérstaklega upp úr og allir voru að leika nokkuð vel. Liðsheild – Það er málið! Þó vil ég minnast á frammistöðu Kewell sem mér fannst eiga besta leik sinn á leiktíðinni.
Shay Given var besti maður Newcastle. Án hans hefði þessi leikur endað 4-0. Owen sást ekki í allan dag en þannig er það bara oft með hann. Sundum sést hann ekki í 80 mínútur en 10 mínútum síðar er hann búinn að skora tvö mörk og vinna leikinn. Spyrjið bara Arsenal menn
Rauða spjaldið á Bowyer var réttur dómur. Höndin á Solano í teignum fannst mér alveg á mörkunum. Höndin var ekki útrétt og það hefði verið mjög strangur dómur að vísa honum af velli. Það að verið sé að skrá seinna mark Liverpool á Given er auðvitað bara lélegur brandari og ekkert meira um það að segja!!!
Nú er erfiður leikur framundan á miðvikudag gegn Everton. Með svona frammistöðu, eins og í dag, eigum við að sigra.
Áfram Liverpool!
Tilkynnig: Tapast hefur eitt stykki knattspyrnulið, átti að mæta á Anfield Road kl 15 og vera til 17. Liðið heitir Newcastle og er auðþekkjanlegt af svart hvítum búningum. Finnandi vinsamlegast láti engan vita! Þarf ekki að segja meira!!! 🙂
crouch hefði nú átt að fá rautt líka fyrir að hrinda crouch, eða eins og þeir segja á ensku “violent conduct”… þetta var ekkert “unsupporting behaviour” eins og þeir segja þar ytra.
deisler fékk t.a.m. rautt spjald og þriggja leikja bann gegn stuttgart á dögunum fyrir minna og reyndi ekki að fá því aflétt.
annars vantaði nú líka kjarnann á miðjuna hjá newcastle, maður var ekki að búast við miklu sóknarlega af Faye og N’Zogbia á miðjunni (hann er bara kantmaður)
Þannig að jú, liverpool vann vissulega vængbrotið lið newcastle.
Og Dóri… þó hann fari þá fer hann varla aftur til liverpool ef það er púað á hann þegar hann mætir á anfield 🙂
Var ekki bara púað á Owen einu sinni, í byrjun leiksins. Ég heyrði ekkert púað eftir það. En ég tek þó fram að það gæti vel verið vegna þess að Owen hafi ekki snert boltann meira í leiknum. 🙂
Ég myndi frekar segja að týnst hafi knattspyrnumaður, en að hann fannst heima hjá mömmu og pabba. Þorði ekki að mæta Carra og Sami. :biggrin:
Ég tel 8 leiki í röð:
West Ham 2-0
Aston Villa 2-0
Portmsoth 3-0
Man City 1-0
Sunderland 2-0
Wigan 3-0
Middlesbough 2-0
Newcastle 2-0
Sverrir, ég held rétt eins og Einar Örn að það hafi bara verið púað á hann í byrjun leiks og það ekki af öllum áhorfendum. Þetta kannski sýnir að þeim stendur ekki á sama um hann.
Tóku fleiri eftir því hvernig Owen hélt sig til hlés í öllum látunum í kringum Bowyer tæklinguna?
Whatta performing side!! Ég er þvílíkt sáttur við Liverpool liðið okkar í dag.
Ncastle áttu aldrei breik og aumingja Heilagur Mikjáll, sá gerði í brókina sína þegar hann ákvað að yfirgefa okkur í fyrra..
2 menn leiksins voru:
a) Kewell, hann var flottur á kantinum en hefði mátt hitta ramman þarna í byrjun leiks. Í fyrsta skipti sem ég er virkilega ánægður með Harry og vonandi að hann stimpli sig ennfrekar inn á næstunni.
b) Gerrard, frábær dagur hjá honum, flott mark og hálstakið á fokkings Bowyer var kærkomið!
p.s. eru menn ekki að GRÍNAST að skrá markið hans Crouche sem sjálfsmark?? Væri ekki nær að taka á þessum fautabrögðum chelskímanna sem fá að vaða uppi með svindli!
Já eru þetta ekki átta leikir frekar en sjö? 🙂
Mér fannst brotið hjá Bowyer tæplega verðskulda rauða spjaldið, eins geðsjúkur og maðurinn er….
Auk þess fannst mér ekki vera til í dæminu að dæma rautt spjald og víti á Solano þegar boltinn fór í hendina á honum, hann var með hendina upp að líkamanum og hefði fengið boltann í mjöðmina ef hann væri handalaus! Hyypia vældi þarna aðeins en það var vegna þess að hann átti að fá horn þarna strax á eftir þegar Solano varði boltann en ekki fékk Hyypia hornið…..
Owen fékk fínar hressandi viðtökur og men bauluðu bara fyrst á hann heyrðist mér og spurðu í kjölfarið: “Hvar varstu í Istanbúl?” :biggrin2:
Sverrir. Átti Crouch að fá rautt spjald fyrir að hrinda sjálfum sér “crouch hefði nú átt að fá rautt líka fyrir að hrinda crouch” 😉 :biggrin: Í Solano atvikinu þá gat ég ekki séð betur en að hann hafði hreyft hendina lítillega, þ.a.l. á að dæma víti og rautt. Annars þá var leikurinn í dag frábær. Er virkilega sáttur með hvað Kewell er að taka miklum framförum 🙂
Crouch = Gult
Bowyer = Gult
Solano = Víti
Jæja, kominn heim úr veislu. Þetta fannst mér:
**Crouch skoraði markið!** Fáránlegt að halda því fram að Given hafi skorað sjálfsmark, þetta rugl með Crouch og markaskorun er farið að ganga allt of langt. Hann skoraði, end of story!
**Bowyer** átti að fá rautt. Hann náði Gerrard ekki með hreinni tæklingu, en ásetningurinn var til staðar, tæklingin var tveggja fóta og dómarinn stóð ofan í þessu. Hann ráðfærði sig að auki við aðstoðardómarann sem virtist vera á sömu skoðun, þannig að það var rautt. **Crouch** átti að fá gult þarna, rétt eins og Viafara hjá Portsmouth fékk gult fyrir að hrinda Crouch á Anfield fyrir nokkrum vikum. **Solano** átti að fá rautt spjald. Þótt þetta sé óviljandi, sem ég efast um því hann beygir sig í átt að boltanum, þá er hann engu að síður að verja bolta á marklínu sem annars fer í markið. Rautt spjald og víti, en dómarinn sá það ekki og því fór sem fór.
Liðið lék vel í heild sinni og við vorum miklu, miklu betri aðilinn í þessum leik. Gerrard og Crouch áttu fantaleiki, sem og mestallt liðið, en ég hefði valið **Morientes** mann leiksins, einfaldlega vegna þess að það virtist allt spil liðsins sóknarlega fara í gegnum hann og Newcastle-menn réðu ekkert við hann. Hvort sem menn velja Morientes eða Crouch eða einhvern annan sem mann leiksins í dag, þá held ég að það geti allir verið sammála um að þessir tveir framherjar, sem voru mikið gagnrýndir í sumar og í haust, hafa afsannað allar hrakspár og ég get ekki ímyndað mér, eftir leikinn í dag, að nokkur maður hefði frekar viljað hafa Owen í liðinu en þá tvo í þessum leik. Alveg sama hversu góður Owen er, þá er ég bara ekki sannfærður um að hann myndi smella inn í þetta lið Rafa Benítez eins og Morientes & Crouch gera.
Og að lokum …
**ASTON VILLA 4 – EVERTON 0** :biggrin:
Oh hvað mig hlakkar til að mæta þeim bláu eftir tvo daga … þeir virðast sérhæfa sig í 4-0 tapleikjum þessa dagana, hverjar ætli líkurnar séu á því að þeir lendi í sams konar tapi á miðvikudag? Hmmm? 🙂
Bowyer fer ekki með báða fætur á undan sér heldur kemur sá vinstri boginn á eftir auk þess sem hægri fóturinn á honum snertir Alonso alls ekki…. ekki rautt en gult.
Solano fékk boltann í hendina sem var upp við líkamann á honum og var ekki á leiðinni “inn” heldur í mjöðmina á honum og því fannst mér þetta ekki vera víti…
Liðið okkar er frábært það er engin spurning.
Það er eitt atvik sem mér finnst standa upp úr í dag og það var þegar Gerrard og félagar lumbruðu á Bowyer og Shearer. Djö svakalega var ég ánægður með það. Tæklingin hjá Bowyer verðskuldaði rautt og ekkert annað. Mér finnst viðbrögðin hjá Púllurinum til marks um það að menn eru reiðubúnir að berjast hver fyrir annan og gefa ekkert eftir. Þetta er oft einkenni á sigurliði en þannig lið finnst mér einmitt Liverpool-liðið vera að breytast í.
Þá fannst mér ekkert skrítið að The Cop hafi púað á Owen. Gleymum ekki að Owen fór til Madrid til að vinna titla. S.s. hann hafði ekki trú á að hann gæti það með Liver. Þvílík ákvörðun. Einnig vildi hann ekki gera nýjan samning sem gerði það að verkum að Liver neyddist til að selja hann fyrir skid og ingenting. Þá hefði hann einfaldlega getað lýst því yfir í haust að hann vildi fara aftur á Anfield og ekkert annað.
Ég bara skil vel að það hafi verið púað á hann í dag.
Ég vona svo bara að Erikson hafi vit á því að hafa Crouch og Rooney fram hjá Enska landsliðinu í sumar.
Hvað er þetta svo með Chelsky og dómarana. Þetta er ekki fyndið. Átti ekki að dæma víti í dag og reka Terry útaf? Fulham hefði jafnað og við færri stigum á eftir þeim. Þetta atvik gæti þess vegna skipt sköpum í vor. Mér finnst einhvern veginn að þetta sé hundraðasta atvikið sem Chealsky sleppur með skrekkinn. Við Púllarar höfum heldur betur orðið var við það.
Áfram Liverpool. Djö erum við að verða komnir með gott lið!
Frábær og öruggur sigur hjá okkar mönnum. Skrýtið að sjá Owen spila gegn okkur, en ég er sammála Gerrard og fleirum: það var fáránlegt af fólki að vera að púa á Owen! Þessi maður er legend hjá félaginu, markaskorari af guðs náð og hans “refsing” í mínum huga var að vera ekki í Evrópumeistaraliði Liverpool. Mér fannst það hreinlega skömm að púa á hann og lesandi viðtöl við hann þá hefur hann aldrei talað illa um Liverpool og fór aldrei í felur með það að Liverpool var hans fyrsti kostur eftir ársdvöl hjá Real. Rush kom til baka eftir ársdvöl hjá Juve og er einhver hérna sem blótar honum fyrir að hafa reynt fyrir sér hjá Juve? Af hverju fór hann yfir höfuð til Juve?
Því miður komst Owen ekki aftur til okkar, en gerir það vonandi í framtíðinni. Mér finnst bara fáránlegt af fólki að vera að verja púið á Owen!
Ef menn ætla að hylla liðið okkar og bera virðingu fyrir mönnum eins og Carra og Gerrard, þá skulu þeir taka mark á þeim þegar þeir sjálfir segja að Owen eigi skilið “standing ovation”!!!
Djö… pirrar þetta “owen-hatur” (ekki alveg rétta orðið, en you get the picture…) mig. Fyrir mér væri það ekki spurning að hann á heima í “mitt Liverpool-lið” ásamt Rush, Dalglish, Hansen og fleirum… Og hann á heima í framlínu enska landsliðsins.
Doddi – við skulum ekki blanda saman því að púað var á Owen og að menn séu Owen hatarar.
Persónulega hefði ég ekkert viljað frekar en að sjá hann aftur í Liverpool búningnum.
En … hann tók ákvörðun um að skrifa ekki undir nýjan samning við Liverpool sem gerði það að verkum að það þurfti að selja hann fyrir lítinn pening.
Hann tók ákvörðun um að fara frá Liverpool af því að hann vildi vinna titla.
Hann tók einnig ákvörðun um að fara til Newcastle.
Ég hef ekkert út á Owen að setja fyrir utan þessar ákvarðanir hans. Allar þessar ákvarðanir sköðuðu félagið mitt.
Ég get vel skilið að menn geri það sem þeir telja að sé þeim fyrir bestu. En gleymum ekki að Owen á Liverpool og aðdáendum þess jafn mikið og þakka og við honum. Það er á þeim stundum sem illa gengur og menn verða að snúa bökum saman sem kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir.
Ég vona að Owen gangi allt í haginn og held með honum þegar hann spilar við annað lið en Liverpool. En … ég púa á hann þegar hann spilar á móti Liverpool. Það er alveg á hreinu.
Ég vona svo að menn gleymi ekki að Liverpool er eitt af sigursælustu fótboltaliðum í veröldinni. Aðeins lið eins og Real Madrid, Juventus og AC Milan eru lið sem hægt er að nefna í sömu andrá og Liverpool. Þetta eru líka þau lið sem við eigum að bera okkur saman við. Sagan af mistökum Owen minnir kannski þá sem efast á þetta.
Vandaður sigur. Ekki saknaði ég þess að hafa ekki Owen í okkar herbbúðum. Vildi hins vegar hafa Fowler! Þvílikur leikmaður sem Gerrard er, snilld. Crouch var að spila frábærlega og Morientes líka. Unun að vinna hið ömurlega lið Newcastle. Souness fer í vor…. Þá er næst að berja á Everton mönnum. Spái 3-0 sigri. Cisse með 2.
🙂
Vinnum everton 0-5! :biggrin:
Terry markvordur? Hvers konar vitleysa er tetta? Af hverju tekurdu ekki fram ad Knight, midvordur Fuluam gerdi tad sama fyrr i leiknum?
Vertu samkvaemur sjalfum ter, pliz.
Knight kemur hendinni við boltann þegar engin hætta er á ferðum og boltinn er á leiðinni í horn.
Terry ver hins vegar skot að marki. Á þessu er talsverður munur.
Annars, ef að Chelsea aðdáandinn á Íslandi ætlar að vera með einhvern derring inná þessari síðu, þá er algjört lágmark að hann/hún geri það undir nafni.
Og tad er semsagt i lagi ad koma vid boltann med hendinni tegar enginn haetta er a ferdinni?
Gott ad vita tad 🙂
Ég geri ráð fyrir að dómarinn hafi metið það sem svo að boltinn hefði farið í horn eða hefði verið farinn í horn þegar að Knight tók hann.
Hitt var hins vegar heimsklassa markvarsla og bjargaði hugsanlega marki.
Spurning um að Terry taki Cech í smá kennslu, enda virðist honum ekki veita af smá hjálp eftir að hafa misst boltann í gegnum klofið fyrr í leiknum.
Annars, **skrifa undir nafni**! Og það á líka við gaurinn, sem skrifar hérna undir nafninu Baros.
Terry, í guðanna bænum hættu þessu væli. Það er ekki hægt að bera þessi tvö atvik saman og almennt er fólk orðið pirrað á þessari forgjöf sem chelskí hefur. Mér finnst þetta ömurlegt sérstaklega í ljósi þess að chelskí er með gott lið og þurfa ekkert á þessari “aðstoð” að halda.
YNWA!
varðandi Owen málið, þá er það ljóst að hann vildi fara til Liverpool, en þeir voru hinsvegar ekki tilbúnir að borga 17 millur fyrir hann (ekki skrýtið þar sem þeir seldu hann fyrir 8!) Peningana þarf einfaldlega að nota í annað, kantmann og miðvörð. Owen þurfti lið þar sem hann væri fastamaður vegna HM, og Þess vegna fór hann til Newcastle, hann gat bara ekki setið á bekknum hjá Real, en þangað fór hann til að prufa eh nýtt en það ævintýri varð að martröð. Hann gerði mistök og lærir af þeim, en menn skulu aldrei gleyma því sem þessi drengur gerði fyrir Liverpool og vonandi kemur hann aftur einhvern daginn!
:laugh:
Ég verð að viðurkenna það að þú kemur mér oft til að brosa Sverrir. Ég býð oft spenntur yfir að sjá ummæli þín um suma hluti tengda Liverpool, þá sérstaklega hvernig þér muni takast að reyna að gera eins lítið úr spilamennsku eða öðrum afrekum liðsins eða einstaka manna.
Þú kemur með dæmi frá Þýskalandi máli þínu til stuðnings varðandi Crouch. Af hverju fórstu bara ekki til Ástralíu til að leita dæma? Nákvæmlega sama atvik kom upp í leik um daginn þegar Middlesbrough kom í heimsókn (minnir að það hafi verið þeir). Þá var Sissoko “hrint” og hvað gerði dómarinn þá? Nákvæmlega það sama, gaf viðkomandi gult spjald. Þér dettur ekkert til hugar að þetta sé bara almennt tóninn í þessu, eða er þetta ennþá bara samsæri?
Jú, jú, Newcastle var með gjörsamlega vængbrotið lið. Leikmaður frá þeim í banni, og tveir aðrir miðjumenn meiddir. Þetta eru svakaleg meiðsli? Aldrei séð það svartara. Það kemur auðvitað ekki til greina að Liverpool hafi bara verið hreint og beint að spila hrikalega vel eins og þeir hafa verið að gera í síðustu leikjum? Neibbs, allt utanaðkomandiaðstæðursemvaldaþessu. :biggrin2: