Everton á morgun!

hibbert_wildlunge.jpgMikið hefur verið rætt undanfarið um Michael Essien og tæklingu hans á Didi Hamann hjá Liverpool. Svona í tilefni af því hvaða lið við erum að fara að spila við á morgun fannst mér við hæfi að rifja upp það sem ég myndi kalla hrottalegustu tæklingu síðasta tímabils. Tony Hibbert hefði getað brotið Luis García á svipaðan hátt og Djibril Cissé leggbrotnaði gegn Blackburn, en slapp engu að síður með skrekkinn. Milan Baros var síðan rekinn útaf fyrir tæklingu á Alan Stubbs, sem var töluvert saklausari en þessi tækling hér að ofan. Rautt spjald á Baros var réttur dómur, jájá, en Hibbert átti að fá sekt og þriggja leikja bann eins og Essien núna – ef ekki meiri refsingu en það.

En hvað um það, Luis García drýgði hetjudáð í þessum leik með því að skora fyrsta markið og haltra svo um völlinn í rúman klukkutíma, þar sem Rafa Benítez var búinn með skiptingar sínar. Eftir að Baros var rekinn útaf hefðum við þurft að spila tveimur færri ef García hefði farið útaf, þannig að hann haltraði um allt og var fyrir Everton-mönnum hvar sem hann gat. Hetja, í mínum kokkabókum.

Sá leikur tilheyrir hins vegar tímabili sem gefur mér ennþá bæði martraðir og hálf-erótíska drauma. Stundum vakna ég eftir góðan nætursvefn með ímyndir af Dudek dansandi og Gerrard að lyfta Evrópubikarnum, en stundum vakna ég líka upp um miðjar nætur í svitakófi, öskrandi, “Neeeiii! Ekki leyfa Carsley að skora! Neeeeiii!”

Everton enduðu *fyrir ofan* okkur á síðasta tímabili. Í fjórða sæti, við í fimmta. Nú, rétt rúmum sjö mánuðum eftir að sú hryllilega martröð varð að veruleika í fyrsta skipti á þessari öld, sitjum við í þriðja sæti og það *sautján stigum* ofar en Everton. Og þeir hafa leikið tveimur leikjum fleira. Í síðustu tveimur leikjum sínum hafa þeir tapað með markatölunni 4-0, á meðan við höfum unnið átta leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum.

Sem sagt: Liverpool eru frábærir í sókn, óstöðvandi á miðjunni og ósigrandi í vörn, og með einn besta markvörð Evrópu. Everton geta ekki skorað, vantar allan kraft á miðjuna og eru með hripleka vörn og markvörð. Þannig að þetta hlýtur að vera nokkuð ljóst: Liverpool *hlýtur* að sigra auðveldlega á Goodison Park á morgun, ekki satt?

Ekki endilega. Þegar nágrannaslagir eru annars vegar vill nefnilega oft bregða svo við að staða í deild og/eða frammistaða í undangengnum leikjum skiptir nánast engu máli. Í það minnsta afar litlu máli. Það sem skiptir hins vegar máli er það að þeir telja sig ennþá hafa eitthvað andlegt forskot á okkur, vegna lokaniðurstöðu deildarinnar í fyrra, og það að þessi leikur er á þeirra heimavelli.

Mig dreymdi í nótt að Rafa myndi stilla upp eftirfarandi liði á morgun:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

García – Alonso – Gerrard – Kewell

Crouch – Morientes

Sem sagt, óbreytt lið. Já ég veit að ég spáði róteringu fyrir leikinn gegn Newcastle en það er eitthvað sem segir mér að sú rótering muni ekki eiga sér stað fyrr en *eftir* nágrannaslaginn. Ef einhver breyting verður á morgun þá verður það sennilega Harry Kewell sem fær að víkja fyrir Momo Sissoko, og Gerrard fer þá aftur út á hægri vænginn. Að öðru leyti finnst mér bara líklegt að Rafa stilli upp óbreyttu liði.

**MÍN SPÁ:** Sko, skynsemin segir mér að við munum vinna 2-0 sigur á morgun, af því að það er í takt við það sem hefur verið að gerast hjá báðum liðum undanfarið. Hjartað segir mér hins vegar að við munum vinna svona 6-0 sigur á morgun, af því að ég hata Everton *svo ógeðslega mikið*! Þannig að ég ætla að hlusta á bæði hjartað og skynsemina, og spá **4-0 sigri okkar manna** á morgun. 🙂

18 Comments

  1. Já, ef það ætti einhvern tímann að vera góður tími til að mæta Everton á Goodison Park, þá ætti það að vera núna. Trúi ekki öðru en að við vinnum, en er samt með nettan fiðring í maganum. 🙂

    Spái einhverjum breytingum á liðinu, veit ekki hverjar. Fyrir Newcasle leikinn hefði ég átt von á róteringu á framherjum, en Crouch og Morietnes léku bara það vel að það getur vel verið að Rafa gefi þeim meiri tíma.

    Annars spái ég því að í einhverjum leikjanna í jóla prógramminu muni Cisse og Pongolle byrja saman.

  2. Samkvæmt getumun þessara liða þá ætti þetta að fara svona með sigri Liverpool með 5-8 marka mun, en þar sem þetta er Derby leikur getur allt gerst. Við erum að tala um Everton sem er álíka lélegt og Birmingham og vona ég svo sannarlega að þessi tvö lið fari niður ásamt Sunderland. Ekkert þessara lið á heima í þessari deild vegna leiðinlegs fótbolta og getuleysis.

    En það er eins og ávallt að þegar maður segir eitthvað neikvætt eða spáir einhverju þá fer það á hinn veginn. En ég bara spái því sem mér finnst og í þessu tilviki finnst mér ekki bara getan heldur líka sjálfstraustið vera Liverpool megin og það nægi til 3-0 sigurs á morgun.

    Með von um að Duncan Ferguson meiðist á morgun,

    Jólasveinninn

  3. Ég held að þetta verði harður leikur, þar sem fótboltinn verður í öðru sæti á eftir baráttunni.

    Held að Benitez skipti yfir í einn framherja (Crouch) með Gerrard fyrir aftan hann og Sissoko komi inn í liðið. Hann gæti hugsanlega kippt Kewell út úr liðinu og ýtt Riise fram á kantinn og sett Warnock/Traore í bakvörð.

    Þetta er mín spá, en ég vona samt hjartanlega að hann haldi áfram að spila 4-4-2, það hefur virkað uppá síðkastið.

    Mín spá: 0-0, eða 0-1 ef ég er bjartsýnn.

  4. Væri gaman fyrir Cissé og Pongolle að byrja á gamlársdag á móti WBA en talandi um Birmingham þá rak mig í rogastans um daginn þegar Steve Bruce fullyrti að Heskey væri betri en Crouch, undarleg fullyrðing því ef Heskey væri svona góður þá hefði Liverpool aldrei selt hann en varðandi Everton leikinn þá er eitthvað sem segir mér að þetta verði hörku leikur og við munun fá á okkur mark en vinna sigur 3-1 með með mörkum frá Gerrard, Garcia og Morientes 🙂

  5. Það væri gaman að sjá tölfræðina úr þessum derby-leikjum við Everton síðustu árin. Þrátt fyrir að getumunurinn ætti að vera töluverður, okkar mönnum í hag, þá var fáum sem datt í hug að liðið sem hafði fengið fæst mörk á sig fyrir 18. umferðina (Chelsea) myndi fá á sig tvö mörk á móti Heiðari (mest kúl vítaspyrna!) og félögum í Fulham á Stamford Bridge.

    Ég ætla því að vera varkár í spá og tippa á 0:1 sigur okkar manna, en yrði ekkert hissa að sjá tölur eins og 0:3, 1:4, 1:2, 2:3 … bara svona til að nefna eitthvað 🙂

  6. Þetta komment frá Bruce var stórkostlegt! Hann má alveg reyna að peppa upp sjálfstraustið í Emile Heskey, en munurinn á Heskey og Crouch er einfaldlega gríðarlega mikill. Já, Heskey einsog hann gerðist allra, allra bestur með Liverpool kemst kannski nálægt Crouch, en í dag er þetta enginn samkeppni.

  7. Ég vona bara að við vinnum þennan leik á morgun. Það má aldrei afskrifa þá bláu og hver veit hvernig tapið gegn Villa fer í liðsmenn Everton? Kannski verða þeir eins og grenjandi ljón og kannski verða þeir bara grenjandi :laugh:

    Ég segi 1-0 fyrir Liverpool, Móri skorar.

  8. Ef bæði lið spila af eðlilegri getu á morgun gjörsigrum við þetta vesalings Everton lið.

    Það að við skyldum lenda í fimmta sæti en þeir fjórða var samt eiginlega það besta sem gat komið fyrir. Við vinnum svo Meistaradeildina og komumst þannig aftur inn í hana og þeir bláu gera í brækur í undankeppninni og allt að fara til fjandans. Það hefði ekki verið hægt að skrifa söguna betur.

    Vitiði annars hvenær leikurinn byrjar og hvort hann verði sýndur á EB 2-5?

    Áfram Liverpool!

  9. smá stress hjá mér fyrir þennan leik, ættum að vinna hann auðveldlega. en síðustu ár hafa það verið svona leikir sem við töpum, ekki einn maður sem spáir okkur tapi, allir MJÖG sigurvissir.

    en vonanadi erum við bara með það gott lið að everton verður engin fyrirstaða.

  10. Smá spurning hérna, og þá kannski til Hannesar.

    Hvar finnast upplýsingar um dagskrá á hliðarstöðvum enska boltans, þ.e.a.s. hvaða leikir eru sýndir á EB2-5?

  11. Sammála Hólmar, það bendir bara *allt* fyrir þennan leik til þess að við vinnum hann létt … *EN* … þetta helvítis Everton-lið hefur **aldrei** verið auðsigrað. Aldrei.

    Sigurviss … en stressaður. 😉

  12. Skál Hannes!

    Varðandi leikinn er ég frekar stressaður eins og er. Sigurganga Liverpool hlýtur að enda einhvern tímann og ég er frerkar hræddur fyrir þennan leik. Þrátt fyrir að Everton sé hræðilega lélegt lið þá virðist það oft skipta litlu máli í þessum leikjum.

  13. Úfff,

    Þá er komið að því. Fæ alltaf óbragð í munninn þegar við spilum á þessum ruslahaugum Liverpoolborgar. Mikið yrði ég glaður ef Ever*** færi niður um deild og þessir bansettu leikir væru ekki lengur á dagskrá. Þoli þá hreinlega ekki. Það er yfirleitt alveg sama hversu skítlélegir Ever*** eru, þá ná þeir alltaf að gera þessa leiki þannig að enginn fótbolti er spilaður og þeir ná oftar en ekki góðum úrslitum í þeim, alveg sama hvað staðan í deildinni sýnir.

    Mikið er ég sammála þér Kristján. Það er nefninlega þannig að það er ekkert lið í heiminum sem ég hata meira en Ever***. Hreinlega þoli ekkert við þetta lið. Ég væri til í að skila öllum jólagjöfunum mínum ef það gæti tryggt Liverpool 6-0 sigri í leiknum. Veit bara að það gerist ekki. Er voðalega hræddur um að þeir nái að hanga á jafntefli, eða stórslys gerist eins og á síðasta tímabili. Here’s for hoping, 0-2.

  14. Þetta eru ávallt skemmtilega leiðinlegir leikir… ef við vinnum Fráæbrt… ef við töpum Ömurlegt. Jafntefli er líklega það sem er mest óþolandi. Mig langar að sjá okkur vinna Everton einu sinni stórt… basicly rústa þeim og snúa þeim yfirburðum sem við höfum sýnt undanfarið í leikjum okkar í mörk. Loka þessu ári með 7-1 sigri gegn Everton væri unaðslegt.

    Hvað varðar byrjunarliðið þá er ómögulegt að segja til um hvort Rafa haldi áfram með 4-4-2 eða spili með einn senter. Sigur er lykilatriðið!

    Gleðilega hátíð 🙂

  15. Ég er ekki að sjá að Everton skori móti einni bestu vörn deildarinnar í dag, meina þeir hafa einungis skorða 9 mörk … 9 mörk í 18 leikjum. :laugh:
    Þetta er 0-3 leikur og yfirburðir Liverpool verða slíkir að Moyes lýsir því yfir að Liverpool sé eina liðið sem geti náð Chelski.

Tölfræði

Góð grein um Sissoko