Árangur Liverpool og Chelsea

Það er athyglisvert að skoða árangur Liverpool að undanförnu og ýmsa tölfræði tengda því. Þrátt fyrir að við höfum nú unnið 9 leiki í röð, þá erum við ennþá 15 stigum á eftir Chelsea í ensku deildinni. Jafnvel þó að við eigum tvo leiki inni, þá er þessi munur með hreinum ólíkindum.

Ef við vinnum þessa tvo leiki, sem við eigum inni, þá erum við komnir með 43 stig, en Chelsea eru með 52 núna þegar þeir eru hálfnaðir með sitt prógramm.

Chelsea hefur leikið 19 leiki. Unnið 17, gert eitt jafntefli og tapað einum. Það, dömur og herrar, er fokking ótrúlegur árangur. Ef þeir halda svona áfram, þá myndu þeir enda með **104 stig** og slá þannig stigametið sitt frá því í fyrra um heil 9 stig. Getur þetta lið haldið svona áfram?

Látum okkur dreyma um að vinna næstu tvo leiki í deildinni. Það þýðir að við myndum vera með 43 stig eftir 19 leiki, það er þegar mótið er hálfnað. Segjum svo að seinni hlutinn yrði eins. Þá myndum við enda með 86 stig í deildinni. Við yrðum þá 18 stigum á eftir Chelsea og myndum sennilega lenda í öðru sæti. En 86 stig er hins vegar frábær árangur.

86 stig hefðu til dæmis dugað til að vinna úrvalsdeildina [árið 2003](http://soccernet.espn.go.com/tables?league=eng.1&season=2002&column=none&order=false&cc=5739) þegar Man U vann og einnig árið [2001](http://www.toffeeweb.com/season/00-01/table.asp) þegar að Man U vann líka. 86 stig hefðu líka dugað [1999](http://www.toffeeweb.com/season/98-99/prem_table.htm), [1998](http://www.toffeeweb.com/season/97-98/prem_table.htm), [1997](http://www.toffeeweb.com/season/96-97/tables.htm) (hefðum rústað þeirri deild), [1996](http://www.toffeeweb.com/season/95-96/final_table.html) og svo framvegis og framvegis.

Semsagt, árangur Liverpool á fyrri hluta þessa tímabils er frábær. Árangur Chelsea er hins vegar stjarnfræðilega góður.

Til að hafa smá samanburð, þá er þetta stigafjöldi Liverpool síðustu 10 árin. Það er ekki furða að við séum ánægð með okkar menn í ár.

1995: 74
1996: 71
1997: 68
1998: 65
1999: 54
2000: 67
2001: 69
2002: 80
2003: 64
2004: 60

*Skrifað í gærkvöldi*

10 Comments

  1. Þetta er nákvæmlega málið. Við getum með réttu verið stoltir af liðinu okkar, því tölfræðin sýnir að þeir eru að spila betur en þeir hafa gert í allavega 10 ár. Þetta lið eins og það er í dag er einfaldlega stórkostlegt.

    Níu sigurleikir eru líka bara það gott form að við flugum alla leið úr þrettánda sætinu upp í þriðja og (líklega) annað sætið á þessari sigurhrinu. Það er líka frábært, og ef liðið heldur áfram að spila af þessari getu (ekki vinna alla leiki endilega, en flesta og tapa mjög sjaldan) þá tökum við annað sætið í þessari deild léttilega.

    Ég er hins vegar einn af þeim sem læt mig ekki dreyma um sigur í deildinni í vetur. Einfaldlega vegna þess að þetta Chelsea-lið er að ná svo fáránlega góðum árangri að það hálfa væri nóg. Peningarnir sem eru til staðar hjá þeim klúbbi eru einfaldlega búnir að skekkja deildina svo mikið, gera hana svo ósanngjarna, að svona 90 stig myndu ekki lengur duga til að vinna deildina. Til að vinna deildina nú orðið þarf maður að vinna alla helvítis leiki, því það er meira og minna það sem Chelsea eru að gera.

    Það þarf einhvern veginn að stoppa þennan klúbb, það er nú bara málið. Enskrar knattspyrnu vegna, og ég segi þetta ekki sem einhver afprýðissamur stuðningsmaður annars liðs heldur bara sem knattspyrnuunnandi almennt, þeir mega ekki fá að *drepa* alla samkeppni í þessari “stærstu deild heims” næstu tíu eða tuttugu árin. Þeir mega það bara ekki, það hlýtur að vera hægt að setja launaþak eða eitthvað sem stoppar þá.

    En allavega, 37 stig í 17 leikjum er frábær árangur fyrir mér, og vonandi dettum við í 40 stigin á laugardag. Við enduðum tímabilið í fyrra í 60 stigunum minnir mig, þannig að 40 stig um áramótin í ár sýnir hversu mikið betra liðið er orðið núna.

  2. Leikir eftir áramót:
    jan:
    bolton – liverpool
    tottenham – liverpool
    man utd – liverpool
    liverpool – birmingham
    feb:
    chelsea – liverpool
    wigan – liverpool
    liverpool – arsenal
    liverpool – man city
    mars:
    charlton – liverpool
    arsenal – liverpool
    Newcastle – liverpool
    liverpool – everton
    apríl
    west brom – liverpool
    liverpool – bolton
    blackburn – liverpool
    liverpool – fulham
    liverpool – aston villa
    maí
    portsmouth – liverpool

    Síðan á eftir að ákveða hvenær charlton – liverpool verður.

    Talsvert erfiðari dagskrá framundan núna eftir áramót, heldur en undanfarna 2 mánuði í deildinni. Eini leikurinn þar sem ég myndi t.d. veðja á öruggan sigur liverpool væri heimaleikurinn gegn birmingham 31.jan.

    Þarna eru t.d. 2 leikir gegn Arsenal, Bolton og Charlton sem þeir sluppu við í fyrri umferð ásamt leikjum á Stamford Bridge, Old Trafford og White Hart Pain svo fátt eitt sé nefnt.

  3. Já, þetta er náttúrulega mikið prógramm og verður gaman að sjá hvernig liðið stendur sig t.d. á móti Arsenal. En við getum ekki átt Tottenham eftir á White Hart Lane, erum búnir með þá þar. Sá leikur hlýtur að vera á Anfield.

  4. Það má vel vera að síðustu leikir hafi verið gegn mörgum “léttum” liðum. Staðreyndin er samt sú að Liverpool hefur oftar en ekki klúðrað slíkum leikjum!

  5. Já, sammála þér Sverrir. Þetta er allt búið að vera helvítis grís vegna þess að við höfum verið að spila á móti handónýtum liðum fram að þessu. Það er alveg morgunljóst að það vinnst bara einn sigur í viðbót á þessu tímabili, heima gegn Birmingham. Ég er lagstur í algjört þunglyndi núna. Við getum gleymt þessu dæmi, endum tímabilið með 49 stig. 😯

  6. Ég held að Sverrir sé Everton blár. Að halda því fram að okkar eini öruggi sigur eftir áramót verði gegn Birmingham er bara tóm steypa og bull. Við erum búnir að vinna 9 í röð og von bráðar 10 í röð.

    Sverrir er á vitlausu spjalliborði, það er ljóst.

  7. Æji, hættið þessu böggi á Sverrir (minnir að hann sé Newcastle maður). Hann kemur þó með umtalsvert málefnalegri umræðu en margir stuðningsmenn annarra liða á spjallsíðum andstæðinganna.

    Skil reyndar ekki hvernig “öruggur sigur” er skilgreindur. Við eigum auðvitað að vinna flesta þessa leiki, en þetta er vissulega erfiðara prógramm en á síðustu vikum.

  8. Miðað við styrk liðanna, spilamennsku á tímabilinu og staðsetningu leiks tel ég að Liverpool eigi að vinna alla þá leiki sem ég hef feitletrað. Við erum einfaldlega sterkari en þessi lið, sérstaklega á heimavelli.

    Jafntefli væri að mínu mati ásættanlegur árangur úr hinum leikjunum. Wigan er þó spurningarmerki, við eigum, miðað við heimaleikinn, að geta unnið þá á útivelli. Arsenal leikurinn á Anfield er spurningarmerki. Við eigum að valta yfir miðjuna hjá Arsenal og þeir eru ekki með góðan árangur á útivöllum, en að sjálfsögðu getur það lið gert stórkostlega hluti. Lið eins og West Brom, Blackburn og Newcastle eiga bara ekki séns á móti þessu Liverpool liði um þessar mundir, ekki einu sinni á heimavelli.

    Ég sé lítið því til fyrirstöðu að við förum með fullt hús í gegnum mars, apríl og maí

    liverpool – tottenham
    man utd – liverpool
    liverpool – birmingham
    feb:
    chelsea – liverpool
    wigan – liverpool
    liverpool – arsenal
    liverpool – man city
    mars:
    charlton – liverpool
    arsenal – liverpool
    Newcastle – liverpool
    liverpool – everton
    apríl
    west brom – liverpool
    liverpool – bolton
    blackburn – liverpool
    liverpool – fulham
    liverpool – aston villa
    maí
    portsmouth – liverpool

    Kannski bjartsýni – en fjandakornið, hvað er að því að vera bjartsýnn akkúrat núna 🙂

  9. Það er ekkert bara Chelsea að kenna að við verðum að ná 100 stigum til að vinna deildina. Bilið á milli 3-4 efstu liðanna og hinna liðanna hefur verið að aukast og af því stafar það að 80 stig duga ekki lengur til að vinna deildina, frekar en einhverjir algerir yfirburðir Chelsea. Við munum t.d. eftir Arsenal fyrir tveimur árum, töpuðu ekki leik. Eins og deildin er í dag og hefur verið seinustu ár (nær undantekningalaust) eru Manutd, Liverpool, Arsenal og Chelsea í algjörum sérflokki og hin liðin annars flokks. Chelsea fer að dala. Þeirra árangur er hvorki einstakur né endalaus.

    Það sem ég er að reyna að segja að þá held ég að við höfum engan rétt á að kvarta né örvænta. Við erum stuðningsmenn 1 af 4 langstærstu klúbbunum á Englandi og það bendir ekkert til þess að það sé að fara að breytast. Okkar tími mun koma. Ef þið væruð stuðningsmenn Leeds, West Ham eða annars annars flokks félags, þá mættuð þið væla mín vegna.

  10. Ef þú hefðir sleppt því að kalla umræðuna á þessari síðu “væl”, þá hefði þetta verið ágætis komment hjá þér, Kartan.

    Já, Arsenal náði einu tímabili án þess að tapa leik, en liðið hrundi svo á næsta tímabili. En Chelsea hefur núna nánast síðan að Mourinho tók við verið á gjörsamlega ótrúlegu skriði og miðað við peningana sem þeir hafa, þá eru ekkert sérstaklega miklar líkur á að það endi, nema að menn haldi verulega illa á spöðunum.

    Þetta er ekki væl, heldur eðlilega áhyggjur af því að spennan í ensku deildinni sé að minnka. Vissulega er þessi umræða miðuð út frá sjónarhorni Liverpool, enda heitir þessi síða jú “Liverpool bloggið”.

Everton 1 – L’pool 3

Hvað fáum við fyrir Josemi? (uppfært: Við fáum Kromkamp)