Liverpool hafa staðfest að liðið sé búið [að semja við Jan Kromkamp](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150988051230-1544.htm). Þetta ætti svo að ganga í gegn í næstu viku. Gott mál!
Liverpool hafa staðfest að liðið sé búið [að semja við Jan Kromkamp](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150988051230-1544.htm). Þetta ætti svo að ganga í gegn í næstu viku. Gott mál!
veit eki af hverju en líst ekki vel á að Kromkamo komi þí veit ekkert um það en Cisse hefur sannað´sig fyrir mig og gott að hafa hann eins og markið á móti Everton. glæsilega gert
?
Spurning að setja aldurstakmörk hérna, ég held ég hafi skilið 1-2 orð í fyrsta skeytinu. 🙂
Annars eru þetta hið ágætasta mál og styrkir líklega liðið = fleiri valkostir. Josemi er fínn leikmaður en hefur bara ekki höndlað menninguna og enska boltann og verið nokkurn veginn ónothæfur. Það er því eins og að fá nýjan leikmann að skipta á þessum leikmönnum.
Spurning hvort Zenden sé í meiðslunum orðinn scout fyrir klúbbinn, laðandi til okkar efnilega Hollendinga 😉
Nei nei, þetta var fínt innlegg hjá Villa. Þarf bara aðeins að vanda sig og þá kemur þetta allt. 🙂
Þótt Bolo sé ekkert orðinn alltof gamall á er hann bara að undirbúa framtíðina.
Mér líst bara vel á þessi skipti. Ég held og ég vona að Kromkamp eigi eftir að gera fína hluti í liðinu.
Ég vil svo bara þakka Josemi fyrir hans innlegg í klúbbinn þetta eina og hálfa ár sem hann var hjá liðinu, vonandi gengur honum vel hjá nýjum klúbbi.
Lýst mjög vel á þetta þó svo ég viti ekkert allof mikið um þennan leikmann þá gef ég mér það samt að hann sé betri en Josemi.
En er eitthvað vitað ennþá hvort þetta séu slétt skipti eða borgað eitthvað á milli?
Já villi, þú þarft nú ekkert að óttast. Kromkamp er ekki að fara að hirða stöðu Cisse frammi. Kropkamp er hægri bakvörður svo þetta eru bara hreyn skypti, og ég er mjög ánægður með þetta, Josemi sannaði sig ekki sem Liverpool leikmann því miður, svo það er fínt að breyta til. Hollenskur landsliðsmaður að koma í skyptum er mjög gott, hollendingar eru sókndjarfir margir hverjir, enda segir Rafa að Jan sé sókndjarfur bakvörður, það er gaman að hafa þannig leikmenn og ég er ekki í vafa að hann muni leggja töluvert meira inn í liðið heldur en Josemi gerði. Sammt sé ég ekki alveg hvar hann á að koma inn því Finnan er búin að vera þvílíkt traustur og góður frammávið á tímabilinu, og þetta er líklega hanns besta tímabil síðan hann byrjaði að sparka í tuðru.
Jonni, þetta eru slétt skipti, engin greiðsla í milli – þó svo að Kromkamp hafi kostað Villareal eitthvað um 7m punda í sumar.
Hannes, voru þetta ekki sjö milljónir *evra*? Ég held að ég hafi lesið töluna 4 milljónir punda.
Nei, ekki samkvæmt Cris Bascombe hjá Liverpool Echo.
“Right-back Kromkamp only moved to La Liga for £7m from AZ Alkmaar last summer, but he has failed to settle in Spain.”
[Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0200sport/tm_objectid=16532858%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dmoves%2din%2dfor%2ddutch%2dstar-name_page.html)
Ok, magnað Hannes. Trúi varla að við séum að skipta á Josemi og manni sem kostaði 7 milljónir punda fyrir nokkrum mánuðum. Hreinlega magnað.
Spurning um að senda forseta Villareal kveðju. Þetta virðist vera ótrúlega góður bissness hjá Liverpool.
Heirðu fletti honum upp í fréttaleit á fótbolti.net, þá kemur í ljós að hann var tilnemdur sem hægri bakvörður í lið ársinns á UEFA.com, ásamt Cafu, Belletti, Sagnol og Salgado. Algjör snilld, þessi leikmaður hlítur því að vera gríðarlega góður.