Ég ætla ekkert að fara að tapa mér í samsæriskenningum, en það eru greinilega margir, sem vilja ræða þetta (samanber komment við síðustu færslu). Tveir hlutir hafa gerst:
[Lauren Robert](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=350204&CPID=8&clid=&lid=2&title=Robert+seals+Eagles+switch), sem getur spilað á hægri kantinum er búinn að semja við Benfica.
Menn telja þá að það sé vísbending um að Simao sé á leið til okkar og Robert sé ætlað að taka við af honum.
Hitt er svo að nokkrar vefsíður hafa svo orðað Simao [við Manchester United](http://www.clubcall.com/vsite/vcontent/content/transnews/0,10869,5034-169529-19728-33651-221699-12199-5024-layout104-186747-news-item,00.html) og þær halda því fram að þeir séu tilbúnir að bjóða miklu meiri peninga en Liverpool.
Geisp!
Var það ekki einmitt málið með Ronaldo – Thompson var búinn að ræða við hann um að koma til L´pool en næsta sem gerist er að man.utd. kaup hann á ca. 12 mio (Thompson hafði rætt það við Houllier að kaupa hann á 2-3 mio, að mig minnir)…….
Rosalega væri gott að fá Simao til Lifrarborgar en ekki helv….. manch…..
Um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og kaup snáðan áður en einhver annar gerir það…
Það skemmtilega við svona kenningar að þær standast ílla skoðun.
Hvaða þörf hefur Man Utd á enn einum kantmanninum (hvort sem það er hægri eða vinstri)? Þeirra veikleikar liggja á öðrum stöðum.
Miðjumaður anyone?
Hef heyrt að hann eigi að taka við af Giggs á kantinum :rolleyes:
Miðjumaður? Hvað meinarðu, þeir eru með O’Shea, Smith og Fletcher. :biggrin2:
Ég hef nú reyndar afar sjaldan séð Robert spila á hægri kantinum, yfirleitt er hann fastur á þeim vinstri og hreyfir sig varla þaðan.
Öðru máli gegnir með Simao. Hann hefur verið að spila á báðum köntum og ívið meira á þeim vinstri hjá Benfica og landsliðinu, þrátt fyrir að vera réttfættur (þ.e.a.s. að hægri fóturinn sé hans aðall, en er engu að síður nánast jafnfættur – svipað og með Garcia, nema bara akkúrat öfugt.)
Þar sem ég held nú með Newcastle (þar sem Laurent Robert spilaði nú í fáein ár) þá neyðist ég til að leiðrétta þig þarna. Laurent Robert getur ekki spilað neins staðar annars staðar á vellinum nema ofarlega á vinstri kanti. Hann hefur verri hægri fót heldur en Harry Kewell í síðasta leik, og þar sem að hann er nú orðinn dálítið gamall og þ.a.l. búinn að missa nánast allan hraða þá er hann nánast gagnslaus.
En Einar, í miðjumannaupptalningu Man Utd gleymdiru líka S-Afríkumanninum Quinton Fortune sem er nú ekki neinn aukvisi :biggrin2:
Jamm, jammm. Leiðréttist hér með.