Ég ætlaði mér að skrifa íhugulan og góðan pistil í dag, daginn eftir að við duttum úr úr Evrópukeppni Meistaraliða. Ég ætlaði að vanda vel til orða, reyna að koma hugsunum mínum frá mér á sem skýrastan hátt og tala alveg tæpitungulaust, en á ígrunduðum grundvelli.
Ég ætlaði að segja að það væri augljóst að Rafa treysti Djibril Cissé ekki til að spila sem framherji, þar sem hann hefur spilað nær eingöngu sem kantmaður sl. 3-4 mánuði. Ég ætlaði að segja að Fernando Morientes væri að mínu mati búinn að vera og ekki klúbbnum okkar samboðinn. Ég ætlaði að segja að Peter Crouch, þótt hann leggði ýmislegt gott til spilsins hjá liðinu, verði að bæta sig í að klára færin og að vera grimmari inní teig, og svo ætlaði ég að klykkja út með því að segja að við þurfum nauðsynlega að fá nýjan framherja, ef ekki tvo, til að mynda sóknarhóp okkar á næsta tímabili með Peter Crouch og (væntanlega) Robbie Fowler … og vonandi Florent Sinama-Pongolle líka.
Svo þegar ég kem heim úr vinnu í dag og lít yfir fréttamiðlana er eins og Rafa sé, ef rétt reynist, nánast búinn að segja fyrir mig það sem ég ætlaði að segja. Skv. BBC og öllum öðrum helstu miðlum hefur Rafa gert þá kröfu að hann fái meiri pening, allt að 30 milljónum punda, til leikmannakaupa í sumar. Rafa sagði víst eftirfarandi um málið:
>”We need to work harder in terms of looking for players.
>It is important to strengthen… and buy new players.
>We will start working now. The scouting department is working for improving the team.”
Hann hefur líklega sagt þetta eftir leikinn, í viðtali við blaðamann eða á fréttamannafundi, en það er alveg ljóst að Rafa er að hugsa það sama og við: sóknarlega séð erum við ekki nógu beittir. Hvort hann er að hugsa um að styrkja vörnina líka er spurning, en fyrir næsta tímabil fáum við þá Jan Kromkamp, Daniel Agger og Gabriel Palletta þar inn. Á miðjunni ættu þeir Bolo Zenden, Momo Sissoko og Mark Gonzalez að vera komnir í hópinn fyrir næsta tímabil, þannig að það er langlíklegast að hann sé að tala um það sama og við: **sóknarmenn**.
Ég hef íhugað leikinn í gær – og fyrri leikinn gegn Benfica, og undanfarna leiki hjá okkur almennt – og ég kemst eiginlega ekki að neinni annarri niðurstöðu en þeirri að við þurfum að bæta hjá okkur sóknarlínuna. Auðvitað má ekki afsaka aðra menn frá ábyrgð – Gerrard, García, Kewell, Alonso, Hamann og allir hinir eru líka sekir um að klúðra færum og verða að bæta sig. En það breytir því ekki að ef Carragher og Gerrard fá þrjú skotfæri hvor, en Crouch fær fjögur, að þá hlýtur krafan að vera sú að Crouch skori markið. Hann er jú *framherjinn* … ekki þeir.
Mér finnst við í svipaðri stöðu og í fyrra, fyrir utan það að þá var hápunktur tímabilsins óvænt í lok maí. Við eigum enn möguleika á að eiga hápunkt í maí, en við getum farið alla leið í FA bikarkeppninni, en þess utan eigum við eftir tíu deildarleiki sem skipta miklu máli, en samt ekki svo miklu. Við erum á góðri leið með að tryggja okkur örugglega í hópi fjögurra efstu, sennilega þriðja sætið, en erum líka að berjast við erkifjendur okkar um annað sætið.
Á meðan þessar næstu vikur líða, á meðan við spilum þetta tímabil til enda og náum vonandi að enda með bros á vör (annað sætið, úrslitaleikur í bikarkeppni, eða jafnvel bæði) þá sé ég lítið annað framundan en að demba sér af fullum krafti út í slúðrið sem hlýtur að bíða okkar handan við hornið. Nú þegar Rafa hefur gert mönnum það ljóst að hann þurfi að eyða peningum til að styrkja hópinn fer tvenns konar slúður í gang:
1. Rafa fær ekki peninginn og fer til Real Madríd.
2. Hverjir fara? Og … hverjir koma?
Þannig að á endanum held ég að pistilinn sem ég *ætlaði* að skrifa sé óþarfur. Við erum meira og minna öll á sömu skoðun, ekki satt? Og Rafa líka, greinilega. Þannig að það er lítið annað að gera en búa sig undir þá flóðbylgju slúðurs sem er á leiðinni að landi, og vona að liðið okkar nái að hrista af sér vonbrigðin og halda áfram að pressa á United í baráttunni um annað sætið.
Svona að lokum, þá kemur minn “Stóridómur,” sem átti að vera niðurstaðan í pistli mínum um framherjana. Rafa mun augljóslega losa sig við Djibril Cissé í sumar og því þarf ekkert að ræða það frekar. Þá vona ég að hann selji Fernando Morientes líka og jafnvel Anthony Le Tallec, en haldi Peter Crouch og Florent Sinama-Pongolle. Svo myndi ég vilja sjá hann framlengja samning Robbie Fowler um eitt ár, ekki bara af því að hann hefur komið ágætlega inn í liðið síðan í janúar heldur líka af því að hann er *Guð*! Og svo má hann gerast svo vænn og versla Dirk Kuijt og Michael Owen fyrir okkur. Þá myndi ég brosa í sumar. 🙂
Amen to that!!
Gæti ekki verið meira sammála þér í “Stóradóminum”.
Já og Simao líka…. 🙂 ÞÁ yrði ég virkilega sáttur, já og rúmlega það…
Liðið í dag er orðið það gott að til að bæta gæði þess þurfum við að kaupa heimsklassa leikmenn helst 2. En þeir eru dýrir og því þurfum við að bunga út háum fjárhæðum til að næla í þá. Þetta hlítur að vera hugmyndafræðin á bak við ósk Benitez.
Markvarðarstaðan er dekkuð, vörnin er dekkuð, spurning með vinstri bak?. miðjan er dekkuð, þó spurning með hægri kantinn?. Sóknin, þurfum helst 2 klassa leikmenn. Eins og talað út úr mínu hjarta Kristján með þá Owen og Kuijt.
Cisse fer í sumar það er ljóst, auk Salif Diao, Bruno Cheyrou, og Dudek. Vonandi seljum við líka Morientes. Svo er spurning með Mellor, Potter, Le Tallec, Kirkland, Whitbread, Medjani, Traore og Pongolle. Ég væri til í að selja alla þessa leikmenn nema Pongolle
Liverpool ætti að fá eitthvað af peningum út úr þessum köllum sem gætu farið í að styrkja liðið en frekar.
Í draumaheimi kæmu heimsklassa vinstri bak, hægri kantur (Simao) og tveir sóknarmenn (Owen og Kujit) í sumar. Ég lifi í draumi, eða hvað????
Kveðja
Krizzi
Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði langt sumar. Þau eru það alltaf þegar stórmót eru í gangi. Enginn verður keyptur fyrr en eftir HM og þá sennilega ekki fyrr en vel verður liðið á júlímánuðinn.
Varðandi framherjastöðuna þá er ég hundfúll, og hef alltaf verið, með það að besti framherjinn okkar er aldrei notaður. Pongolle er að mínu mati besti framherjinn okkar og svo er hann bara lánaður í burt. urrrr
Annars geri ég mér vonir að Owen komi um sumarið. vona vona vona vona. koma svo fólk … vona!!!
Liverpool er búið að spila 16 leiki á þessu ári. Skora í þeim 15 mörk (þar af 5 gegn stórliði LUTON TOWN) og fá á sig 15.
16 leikir gerir 1440 mínútur.
Crouch er búinn að spila 862 í mínútur, skora 1 mark sem er 6,67% af heildar mörkum liðsins á árinu.
Morientes er búinn að spila 836 í mínútur, skora NÚLL mörk.
Cissé er búinn að spila í 528 mínútur og skora NÚLL mörk.
Þetta eru einfaldlega ekki nógu góðir leikmenn fyrir LIVERPOOL þannig er það bara og punktur.
Áfram LIVERPOOL!
Geiri… hvað ert þú búinn að skora mörk fyrir LIVERPOOL?
Róbert, hvaða máli skiptir hvort Geiri hefur spilað fyrir Liverpool eða ekki? Ekkert okkar á þessari síðu hefur spilað fyrir Liverpool, eigum við þá bara að loka þessari síðu og steinþegja með skoðanir okkar um liðið?
Geiri kemur með gilda punkta, ræðum þá frekar en að fara í persónulegt sandkassastríð.
Það er ekki Geiri sem fer heim með risalaunatékka í hverri viku? Þess vegna má hann alveg segja sína skoðun fyrir mér. Auk þess er þessi tölfræði farin að líta verulega illa út. Ef þetta heldur svona áfram þá fara framherjarnir okkar að vera svona aukahlutir inni á vellinum. Rafa segir við þá, reynið bara að vera fyrir og trufla andstæðingana eins og þið getið. Svo snýr hann sér að hinum og ræðir taktíkina o.s.frv.
Ja hérna þessi upptalning var fróðleg hér að ofan.
Hafði ekki hugmynd um að Bruno Cheyrou væri enn í Liverpool. Var jafnvel búinn að greyma Le Tallec og Mellor. Greinilegt að sumir eru ekki að standa sig í láni enda hvorugir framtíðarleikmenn Liverpool.
Myndi helst vilja sjá hreinsun í framlínunni. Burt með Cisse, Crouch og Morientes. Menn sem hafa kostað rúm ” milljarði. Í dag efast ég um að við fengjum mikið meira en 1 milljarð fyrir þá samanlagt. Verri fjárfesting en hlutabréf í DeCode.
Myndi vilja fá tvo góða sentera eins og David Villa, Owen, Baiano, Luca Toni, Lucarelli, Klaas-Jan Huntelaar og Dirk Kuijt.
Vandamálið við þessa sentera alla eru að þeir myndu kosta vel yfir einn milljarð.
Jafnvel myndi ég vilja sjá sókndjarfan miðjumann eins og Rodrigues Maxi eða þá Ballack koma til Liverpool þó svo að það sé nokkur fjarlægur draumur.
Hins vegar er vandamálið enn hægri hlið vallarins og þar vantar hægri kantara. Leist mjög vel á Simao í gær. Gæti verið leikmaðurinn sem Liverpool vantar.
Þannig að það sem ég myndi vilja sjá gerast í sumar væru þrír öflugir leikmenn, sem væntanlega myndu kosta sitt. Tveir senterar og hægri kantari.
Það ætti að vera hægt með að leggja fram þær 30 millj punda sem Benitez hefur óskað eftir (Ef heimildir eru réttar) og með sölu á þeim senturum sem nú er til staðar hjá Liverpool og nefndir eru hér að ofan.
Já, ætli það sé ekki nokkuð víst að við munum ekki sjá miklar breytingar á okkar hóp fyrr en eftir HM. Sammála Krizza í öllu þarna á undan. Owen og Kuijt í framlínuna. Væri ég þó til í nokkra aðra menn í stöðu framherja fram yfir Owen, þó að vissulega væri hann topp kaup.
Það er ljóst að Robbie Fowler er alveg jafn gagnslaus og aðrir framherjar í þessu blessaða liði okkar. Við ættum að halda í Crouch og Pongolle af þessum leikmönnum og fá 2 sóknarmenn í viðbót og hleypa Mellor og Le Tallec meira inní liðið. Við getum ekki verið að kaupa 4-5 leikmenn með 10m verðmiða á sér nema við fáum einhverjar krónur eða getum skipt þeim leikmönnum uppí verðmiðann á nýjum. Draumur minn um að fá Fernando Torres er því miður farinn þar sem að Liverpool á varla salt í grautinn lengur!
Ein stutt og einföld spurning:
Af hverju viljiði halda Crouch? :rolleyes:
Carlos Tevez og Quarisma til Liverpool !
Mikið var ég nú feginn að sjá hvað Hannes skrifaði. Ég var orðinn drullhræddur um að ég væri eini maðurinn hérna sem að vill ekki hafa Crouch – ekki einu sinni í mínu félagsliði hérna heima! Sorry – þetta er bara mín skoðun.
En ég er sammála “Stóradómi” að flest öllu leiti.
Nando, Crouch og Cisse fara.
Ég myndi vilja halda Crouch af eftirtöldum ástæðum:
1. Þetta er hans fyrsta tímabil með toppliði. Hann er enn að læra og “aðlagast,” svo að ég noti frasa sem margir eru orðnir þreyttir á. Hann þarf að bæta nýtingu færa en hann getur bætt sig.
2. Hann leggur svo gríðarlega mikið af mörkum til spilamennsku liðsins. Það hvað Gerrard hefur t.d. verið hættulegur er að mörgu leyti Crouch að þakka, og oft þegar Gerrard hefur verið að skora hefur það verið Crouch sem er að leggja upp á hann.
3. Ég trúi því að ef/þegar Crouch fær framherja við hliðina á sér sem hentar honum pottþétt vel að þá muni hann sjálfur ekki aðeins blómstra sem leikmaður, heldur muni hann gera framherjann sem er við hlið honum betri. Þetta er bara spurning um að finna rétta manninn *með* Crouch, að mínu mati.
Þannig að ég er reiðubúinn að gefa honum annað tímabil, sjá hvort hann þroskast ekki og bætir sig á sínu öðru tímabili með stórliði, og hálf hlakka til að sjá hann spreyta sig við hliðina á nýjum framherja sem verður örugglega (vonandi) keyptur í sumar.
Crouch og Kuijt? Crouch og Owen? Crouch og Defoe? Crouch og Torres? Crouch og **Pongolle* ???
Kannski leynist þarna einhvers staðar drauma-partnerinn fyrir Crouch. Kannski kemur það í ljós, vonandi, en kannski aldrei …
Takk fyrir að svara spurningunni minni Kristján Atli.
Ég dáist að því hversu þolinmóður þú ert. Ég er strax búinn að fá nóg af Crouch. Mér finnst hann ekki góður knattspyrnumaður, í það minnsta alls ekki í heimsklassa. Og ég myndi vilja fá tvo heimsklassa framherja inn í stað Cissé, Morientes og Crouch til að vera þarna með Fowler og Pongolle. Ég virði þó þína skoðun.
Þakka skemmtilega umræðu Hannes.
Ég er ekkert þolinmóðari en flestir, mér líkar bara illa að afskrifa leikmenn of snemma. Ég man eftir Steve Finnan á sínu fyrsta tímabili, hann var hvergi nærri nógu góður fyrir Liverpool og þegar Josemi kom til okkar hélt ég að hans framtíð væri búin hjá klúbbnum. Hann er í dag nánast sjálfvalinn í liðið og gjörsamlega ómissandi.
Crouch ætti alveg að geta leikið þetta eftir.
Crouch er þvílíkt vesen fyrir varnarmenn, það sést langar leiðir. Hann þarf “bara” að bæta nýtinguna, þá er hann orðinn af þessum heimsklassa manni sem menn tala um.
Hefur rafa nokkurntímann tjáð sig um dirk kuijt??
Vonandi hrinur ekki mórallinn í liðinu við tapið og vonandi klárum við deildina vel, tökum chelsea í bikarúrslitunum og verslum og seljum VEL í sumar.
Eru menn ekki annars sammála að Benfica voru bara ekki heppilegir mótherjar, viljum gjarnan vera under dogs…..
Ég held að Crouch geri hópinn hjá LFC sterkari. Hann gefur okkur ákveðna vídd og möguleika sem er frábært að geta sótt í. Hann hefur sýnt það að hann hefur marga góða eiginleika fyrir utan að vera hærri en flestir aðrir (allir aðrir kannski).
En.
Mér finnst líka að Crouch eigi ekki endilega að vera í jafn stóru hlutverki (no pun) og hann hefur verið í hingað til. Ég sé hann meira fyrir mér sem varamanninn sem kemur inná þegar illa gengur að brjóta niður varnir og setur allt í rugl hjá mótherjanum.
Hinsvegar.
Ef kallinn næði að bæta úr því sem honum vantar uppá núna, skalla bolta eins og fullorðinn og beisiklí að nýta færin sín betur, þá væri ég til í að endurskoða þetta allt saman og færa hann framar í goggunarröðina.
Síðan
Ef Rafa finnur rétta partnerinn fyrir stóra manninn þá verður hann ennþá mikilvægari fyrir klúbbinn.
Málið er að það eru ákaflega fá lið með eitthvað eins og Crouch innanborðs og ekki nokkur spurning að hann gerir hópinn sterkari. Bara spurning um hvernig sé best að nýta og þroska hans hæfileika.
Ég vil hafa hann áfram hjá klúbbnum.
Ég held að Crouch eigi ekkert eftir að batna. Mér finnst Morientes hafa skilað alveg jafn miklu til liðsins í spilamennsku og jafnvel meira í varnarvinnu, hann er tækklandi aftur að miðlínu. En samt sem áður vill ég losna við þá báða, nema einhver stórkostleg taktísk uppgötvun geri þá nógu góða til að spila með einhverjum frammi. Hefði ég atkvæðisrétt myndi ég byrja á að versla 2 stór nöfn, eitt á kantinn og eitt frammi, þá er ég að tala um menn sem gætu kostað um 40millj punda samanlagt. Það er kannski hægt að búa til 15 milj úr þeim mönnum sem þarf að selja. En þar sem einungis einn væri keyptur fram (mjög stór) þarf að halda smá rusli með sem gæti komið til. Þá vill ég helst halda FSP og Fowler, Luis Garcia sem joker, svo hef ég örlitlar taugar til Morientes ennþá.
ég vil halda Crouch af því að hann er einstakur leikmaður hvað hæðina varðar, snerpu, tækni og að spila upp samherjana svo ekki sé talað um þau 140% sem hann gefur í alla leiki sem hann spilar. Hljómar fyndið en hvað sérðu marga svona framherja sem eru yfir 2 metra sem hafa eitthvað af ofantöldum atriðum og spilandi á þessu level?
Ég vel Crouch frekar af því að Morientes gæti verið góð tálbeita fyrir betri framherja þar sem hann er eftirsóttur og stórt nafn í boltanum ennþá þótt hann hafi ekki gert mikið hjá okkur. Cissé má fara bara af því að hann getur bara hlaupið hratt. Fowler má fara af því að hann er útbrunninn þótt þið kallið hann Guð ennþá. Ég vildi frekar fá Jesú (Owen) en Fowler ef tala á um endurkomu einhvers snillings.
Stórgóður pistill Kristján og þú hittir naglan á höfuðið líkt og endranær.
Ég ætla eingöngu að kommenta á umræðuna varðandi Crouch. Sama hvað okkur finnst um Crouch þá tel ég 100% á hreinu að Rafa heldur honum. Hann lagð mikla áherslu á að fá hann, hann kostaði mikla peninga og hann hefur að mörgu leiti spilað betur en ég átti von á (mínar væntingar voru engar).
Gefum honum annað tímabil og sjáum til hvernig hann stendur sig með öðrum framherja sem kannski hentar hans leikstíl betur. Ennfremur hvernig hann stendur sig á tímabili 2 hjá okkur. Eftir það er raunsætt að dæma drenginn.
Spilaði Finnan ekki nánast eingöngu á kantinum fyrsta tímabilið sitt? Allavega dæmi ég leikmenn aldrei nema þeir spili í sinni stöðu. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurntímann ekki haft trú á Finnan.
Mér finnst ég t.d. ekki ennþá hæfur um að dæma það hversu góður leikmaður Cissé er því maður hefur séð hann svo lítið í sinni stöðu.
Josemi fékk hinsvegar sín tækifæri í sinni stöðu og mér fannst alltaf augljóst að hann gæti ekki neitt og ætti ekki eftir að geta neitt – allavega ekki í ensku deildinni.
Nú er ég því miður kominn með þessa sömu vonleysis tilfinningu með Crouch og ég var með Josemi. Þið eruð að tala um að nota hann á bekknum til að koma inn með eitthvað sérstakt á eftir þessum tveim nýju heimsklassa framherjum sem við viljum öll fá í sumar. Ég sé bara ekki hvaða vit er í því að hafa 7 milljóna punda mann á bekknum – sem mér finnst ekki einu sinni góður – þegar væri hægt að nota þessar 7 millur til auka enn meira gæðin í þeim tveim heimsklassa framherjum sem væru keyptir. Fyrir utan það að hann væri líka að taka pláss á bekknum frá Fowler og ungum mönnum eins og Pongolle og fleiri.
Bottom line-ið hjá mér er að Peter Crouch er alls ekki búinn að sanna sig fyrir mér. Ekki halda að hann er sé efnilegur. Ekki frekar en Warnock. Þeir eru báðir orðnir 25 ára gamlir og ef þeir væru góðir ætti það að vera búið að koma fram núna.
Mér finnst bara að Crouch sé alltof veiklulegur til að geta verið einhver stjarna í enska boltanum. Það er þó alveg óskiljanlegt að ekki skuli vera hægt að buffa hann upp þó ekki væri nema um nokkur kíló.
Hann virðist ekki vera nógu sterkur til að taka menn á í skallaeinvígum og ekki geta haldið mönnum í hæfilegri fjarlægð frá sér til að skapa sér færi.
Það sem hann vantar eru vöðvar á kroppinn og þá er ég að tala um 6-9 kíló af hreinum vöðvum, það bara hlýtur að ver hægt að hlaða einhverju utan á hann með nútíma fræðum í þjálfun.
Svo hefur hann svo til engann hraða miðað við varnarmenn í ensku- og meistaradeildinni.
Fyrir mér verður hann aldrei nema varamaður hjá okkur nema hann geti bætt sig í áðurnefndum atriðum, þ.e. vöðvamagni og hraða.