Jæja, úrslit helgarinnar virðast ætla að vera öll slæm fyrir Liverpool. Öll hin toppliðin virðast vera að vinna sína leiki.
Man U vann, Arsenal vann, Blackburn vann, Bolton vann og Tottenham er að vinna. Staðan er því svona fyrir leik Liverpool og Newcastle (að því gefnu að Tottenham klári sinn leik):
Chelsea 29 – 75 stig
Man U 29 – 63 stig
Liverpool 30 – 58 stig
Tottenham – 30 52 stig
Arsenal 30 – 50 stig
Blackburn 30 – 49 stig
Bolton 28 – 49 stig.
Segjum sem svo að við myndum tapa, þá gæti Bolton *jafnað* okkur að stigum með því að vinna þá leiki, sem þeir eiga inni, Tottenham gætu komist þrem stigum á eftir okkur og Arsenal 5 stigum.
Þannig að krafan er sú að við töpum alls ekki á morgun. Jafntefli er lágmark og vonandi tekst okkur að vinna Newcastle. Við eigum að geta það, sérstaklega þar sem að Michael Owen er ekki með þeim.
Já þetta Bolton-lið virðist ætla að læða sér inn í Meistaradeildina, ef þeir halda áfram að vinna leiki eins og þeir hafa verið að gera. Ég er eiginlega hræddari við þá en Tottenham og Arsenal í dag, í sannleika sagt.