Birmingham – Liverpool 0-7

Váááá!!!!!! þetta var nú meira burstið. Ég man ekki í fljótu bragði hvenær við unnum síðast stærra en þetta, var það um árið gegn Stoke í Karmellubikarnum eða gegn Crystal Palace 1989 þegar við unnum 9-0? Það hlýtur einver að koma með það í kommentunum hins vegar ætla ég að byrja á basic-inu.
Byrjunarliðið í dag:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traore

Gerrard – Alonso – Sissoko – Riise
Garcia
Crouch

Varamenn: Dudek, Morientes, Kewell, Cisse og Kromkamp.

Ég var rétt að átta mig á byrjunarliðinu þegar það kom sending fyrir markið, Sissoko skallaði boltann einhvern veginn aftur fyrir sig (klafs) og þar var Hyppia mættur og skallaði í gegnum klofið á Taylor 1-0 eftir 1. mínútu.
Fínt mark og gaman að sjá Finnan skora loksins. Síðan var ég að gleðja mig yfir því að sjá Sissoko inná og einnig Riise þegar Gerrard átti góða sendingu fyrir markið, boltinn skoppaði einu sinni á markteigshorninu og þar var Crouch mættur og skollaði í Taylor og inní markið. Greyið Taylor og hann átti eftir að eiga vondan dag! 2-0 eftir 5 mínútur.

Ótrúleg byrjun og í raun var leikurinn búinn eftir þessar fimm fyrstu mínútur. Það skein ekki bjartsýnin út úr andliti Steve Bruce! Leikurinn datt aðeins niður og lítið var um færi næstu tuttugu mínúturnar eftir þessa byrjun. Í kringum 20 mínútu lenti Traore í samstuði og virtist meiðast á hnénu. Hann reyndi að spila áfram en varð að fara út af á 22. mín. og kom þá Kewell inná. Riise færði sig í bakvörðin og Kewell á kantinn. Síðan 7 mínútum fyrir leikhlé kom fallegt mark þegar Garcia tók 2 varnarmenn Birmingham á æddi að markinu, stakk boltanum fallega inná Crouch sem kláraði færið innanfótar smekklega í netið, 3-0 eftir 38 mínútur.
Þegar þetta mark kom var alveg ljóst að við myndum fara áfram í undanúrslitinn og bara spurning hvort við myndum halda áfram að sækja að krafti og skora fleiri mörk… og það gerðist svo sannarlega!
Í hálfleik var staðan 3-0!

Engar skiptingar voru gerða í hálfleiknum hjá okkur og byrjaði seinni hálfleikurinn eins og sá fyrri endaði, við góðir og Birmingham slakir. Reyndar spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir…
Ég átti von á því að Rafa myndi taka Gerrard fljótlega út af þar sem leikurinn var gott sem unnin en þess í stað fór Crouch útaf og Morientes kom inná á 56. mínútu og stuttu síðar kom ótrúlega falleg samspil sem endaði með marki (eins og Bjarni Fel. sagði ávallt um Liverpool liðið fyrir 1990 búmm búmm búmm og mark!). Það kom sending á Garcia sem hleypti honum í gegnum klofið á sér og varnarmanninum. Gerrard var þá á auðum sjó fyrir framan markið en lagði boltann fallega og óeigingjarnt á Morientes sem lagði knöttinn auðveldlega í markið, 4-0 eftir 59 mínútur.

Stórglæsilegt mark! Ekki löngu síðar unnum við boltann, Gerrard tók hann niður og leggur hann fyrir Riise sem smell hitti knöttinn af 30 metra færi og Taylor sá aldrei boltann, 5-0 eftir 70 mínútur.
Á þessum tímapunkti tók Rafa Gerrard útaf og kom Cisse inná. Mörkin komu á látlaust og þar sem vörnin var út á þekju hjá andstæðingunum hlaut að koma eitt sjálfsmark. Kewell tók varnarmannin á hjá vítateignum og gaf fasta sendingu fyrir markið og varamaðurinn Tebily setti vinstri tánna í boltann og endaði hann örugglega í markinu, 6-0 eftir 77 mínútur.

Þarna var ég farinn að hálfvorkenna Steve Bruce (eiga Chelsea og Man U framundan í deildinni) þar sem enginn gat nákvæmlega neitt hjá þeim nema kannski Forssell sem átit líka eina færið þeirra í leiknum. En til að kóróna þennan leik og þá markaþurrð sem hefur hrjáð okkur á árinu hlaut Cisse að skora og enn og aftur skoruðu allir framherjarnir okkar í leiknum. Cisse gerði áhlaup að varnarmanni Birmingham frá hægri kantinum og lét skotið vaða, jarðarbolti fór beint á Taylor sem missti hann undir sig og inní netið. ÚFF hann sefur ekki vel í nótt! 7-0 eftir 89 mínútur.

Þegar ég sá boltann fara í netið fagnaði ég ekki einu sinni, ég vorkenndi Birmingham og Maik Taylor! Stuttu síðar var flautað til leiksloka og töluðu dönsku þulirnir um að vel gæti farið svo að Steve Bruce segi af sér bráðlega (eða verði rekinn).

Fyrir mér vorum við að spila 4-2-3-1 eða með þá fjóra aftast (sömu og vanalega) og síðan með Sissoko og Alonso fyrir framan þá. Síðan voru þeir Gerrard, Garcia og Kewell fljótandi fyrir aftan Crouch og skiptu oft um stöður. Við sköpuðum okkur ekkert miklu fleiri færi í leiknum en kannski 11 stk. en við loksins nýttum þau vel (enda mörg hver algjör dauðafæri) og ótrúlegt að sjá framherjana skora svona auðveldlega eftir harðlífið fyrr skömmu síðan. Það áttu allir þátt í þessum sigri og spiluðu allir vel. Það reyndi svo sem ekki mikið á vörnina og Reina en þeir voru ávallt vakandi og töpuðu aldrei einbeitingunni. Alonso og Sissoko unnu boltann ótrúlega oft auðveldlega af miðjumönnum Birmingham og voru ótrúlega duglegir og skynsamir. Gerrard, Garcia og Kewell voru duglegir að skapa færinn og Crouch kláraði sín færi vel. Þeir Cisse og Morientes skoruðu báðir og það er jú þeirra starf hjá Liverpool. Gott mál.

Við höfum núna skorað 15 mörk í síðustu 3 leikjum. Áður höfðum við skorað 6 mörk í 11 leikjum!

Maður leiksins: Úff hvernig er hægt að taka einn leikmann út eftir svona leik? Liðið allt var mjög gott og auðveldara að taka einhver út sem mér fannst ekki nógu góður en ég vel Peter Crouch þar sem hann skoraði 2 góð mörk og stóð sig vel í leiknum. Hann hefur nú skorað í 3 leikjum í röð og vonandi heldur þetta áfram svona.

30 Comments

  1. Allt liðið maður leiksins og frábært að sjá Momo aftur í liðinu ( þrátt fyrir gleraugun…)

  2. Stærsti sigurinn síðan Stoke 0-8 Liverpool árið 2000. Fyndið að allir stærstu sigrar síðustu ára eru á útivelli. Ipswich 0-6 árið 2002, W.B.A 0-6 vorið 2004 (Owen 4, Baros 2), W.B.A 0-5 desember 2004 og núna Birmingham 0-7

  3. Það var líka Hlegið Mikið þegar Morientes og þeir voru allir að máta gleraugun hans sissoko á Varamannavekknum … fallegur leikur … var samt bara að bíða(án alls djóks),eftir e-rum birmingham leikmanni að byrja að gráta … Keep it up ! :biggrin:

  4. Þess má geta að samkvæmt Soccernet þá áttum við 13 skot að marki, 9 á markið. Semsagt tvö skot sem fóru ekki inn! 🙂 Magnað…

    Ég get ekki beðið eftir Everton leiknum, það verður spennandi að sjá byrjunarliðið þar. Fowler hefur alltaf gengið vel gegn Everton, Crouch er í þrusustuði og Morientes og Cisse báðir að skora…

    Sissoko er kominn aftur, Hamann er búinn að vera að spila vel, Riise var góður en Kewell líka.

    4-4-2 eða 3-5-2?

    Það er ekki tekið með sældinni að vera Rafa þessa dagana 😉

  5. Heyrði einhver í Valtý Birni og Bödda Bergs þegar þeir voru að spá fyrir leikinn í dag? Ég ætla að hlusta á morgun þegar þeir þurfa að éta orðin sín! :biggrin2:

  6. Hvernig er hægt að velja Peter Crouch sem mann leiksins framyfir Steven Gerrard? Drengurnn átti stórann þátt í amk 4-5 mörkum í leiknum!

  7. Allt liðið í dag var frábært en ef það var einhver sem stóð uppúr þá var það þó ekki crouch. Hann kláraði vissulega færin sín, það fyrra þó með skelfilega lélegum skalla, fyrirgjöfin frá Gerrard þar var algjört gull og almennilegur sóknarmaður á að geta skallað þennan bolta eitthvert annað en beint í markmanninn. Boltinn fór þó inn sem er það sem máli skiptir og seinna markið hans var svo auðveld afgreiðsla hjá sóknarmanni með blússandi sjálfstraust.Crouch á allt hrós skilið fyrir leik sinn en hann var bara ekki í sama gæðaflokki og Gerrard í dag.

    Þið hafið verið voða duglegir við að velja aðra menn en Gerrard menn leiksins þrátt fyrir að hann hafi oft á tíðum klárlega verið besti maður vallarins bara útaf því að hann var að spila á sínum venjulega standard en einhver annar að spila betur en hann er vanur. Í dag spilaði Gerrard hins frábærlega, meira að segja miðað við hans eigin standard. 3 stoðsendingar (ef sendingin á Riise getur talist stoðsending) og átti þátt í hinum 2 mörkunum áður en hann var tekinn útaf. Þar fyrir utan var hann svo sívinnandi út um allan völl, hirðandi bolta, dreifandi spili og skapandi færi fyrir aðra. Það er alveg ljóst að án hans hefði þessi leikur aldrei endað 7-0, við hefðum unnið en ekki 7-0.

    Gerrard var klárlega maður þessa leiks með fulli virðingu þó fyrir framlagi peter crouch og allra annarra liverpool leikmanna.

  8. Eh, var ekki sigur okkar gegn palace 6-1 í opnunarleik ensku deildarinnar ekki 9-1, og þá 1994 en ekki 1989?? Annars var þetta grátlegt fyrir Birmingham og maður sárvorkenndi Pennant fyrir að rembast í svona arfaslöku liði…

  9. Alveg magnað…. :blush:

    :confused:

    Ég var bara farinn að vorkenna Birmingham….en loksins þegar við lögðum þá …….þá krömdum við þá….

    Stórkostlegt að sjá Sissoko spila aftur…vonandi þýðir þetta að hann hafi ekki hlotið varanlegan skaða af þessum augnmeiðslum sínum…strákurinn er þvílíkt góður og telst ennþá vera efni…. 🙂

    Steven Gerrard var stórkostlegur….hann er bara svo góður að maður hættir að taka eftir því…en þvílíkur snillingur sem hann er með knöttinn..

    Gerrard er maður leiksins að mínu mati…en það er svo sem auðvelt að velja Crouch mann leiksins þar sem hann átti stórleik og var klára færin… :biggrin2:

    Heyra svo í 4000 félögum okkar yfirgnæfa 26000 Birmingham aðdáendur var svo rjóminn á fullkominn sigur……

    YNWA

  10. Hvílík gargandi snild, þetta var rosalegt.

    Það heirðust söngvar í Liverpool stuðningsmönnunum allan leikinn, ég heirði nánast sungið söngva um alla leikmennina sem voru inná og Rafa, stuðningsmenn okkar eru frábærir.

    Svo verð ég bara að sega að Garcia átti algjörlega snildarleik, einn sá besti ef ekki besti leikur hanns fyrir Liverpool. Gerrard er náttúrulega bara snillingur. Þvílíkt sjálfstraust komið í liðið og það virkar ótrúlega vel að hafa breitt um leikaðferð.

  11. FDM: Leikurinn sem ég er að vitna í fór fram 12. sept. 1989 og endaði reyndar 9-0 en ekki 9-1 eins og ég hélt fram.(ég er búinn að laga það)

    Byrjunarliðið í þeim var svona:
    1 Bruce Grobbelaar
    2 Glenn Hysen (1)
    3 David Burrows
    4 Steve Nicol (2)
    5 Ronnie Whelan
    6 Alan Hansen
    7 Peter Beardsley (1)
    8 Gary Gillespie (1)

    9 Ian Rush (1)
    10 John Barnes (1)
    11 Steve McMahon (1)
    og varamaðurinn John Aldridge setti eitt úr víti.

    Það hefur enginn af okkur eitt né neitt gegn Gerrard, hann er frábær leikmaður en hann var ekkert miklu betri en aðrir eins og t.d. Crouch, Alonso, Sissoko o.s.frv Mér fannst raunar Kewell aldrei komast í takt við leikinn og síðasta korterið áður en Gerrard fór út af skilaði hann ekki mikilli varnarskyldu. Hann er örugglega mjög þreyttur enda búinn að spila 50 leiki í öllum keppnum fyrir þennan leik. Í raun má segja að LIÐSHEILDIN sé maður leiksins en ég ákvað að velja Crouch þar sem hann var duglegur einn frammi og skoraði 2 góð mörk. Ég er fullviss að hann hefði sett fleiri ef hann hefði klárað leikinn.

  12. Hvernig væri að hafa könnun á vefnum við hverja leikskýrslu hver maður leiksins var? Þá getur hver dæmt fyrir sig sem sá leikinn og fólk sem að sá ekki leikinn fengið góða hugmynd hvaða leikmaður var bestur á vellinum (ef tekið er mið af meirihluta).

  13. Frábær leikur!

    Ójá hvað við áttum svona rassskellingu inni. Það var bara spurning hverjir yrðu fyrir barðinu … en mann grunaði ekki að það yrðu Fulham, Newcastle og Birmingham í sömu vikunni! Næst: Everton! :laugh:

    Að mínu mati er ómögulegt að velja mann leiksins. Það léku einfaldlega allir frábærlega og of margir stóðu uppúr til að vera nefndir umfram aðra. Hyypiä kom okkur á bragðið með frábæru marki, Riise markaði endurkomu sína með marki og Momo sína með stoðsendingu og stórleik á miðjunni. Alonso var allt í öllu í spilinu, García átti stórleik sem “2nd striker” fyrir aftan Crouchie sem átti sjálfur stórleik og skoraði tvennu. Gerrard held ég að hafi átt stoðsendinguna í þremur af sjö mörkum kvöldsins og fær plús fyrir, á meðan Kewell tók Mario Melchiot nokkrum sinnum í bakaríið (þá sérstaklega í sjálfsmarkinu). Þá voru innáskiptingar Rafa nánast fullkomnar; Kewell inn fyrir Traoré og átti stoðsendingu, og hinir tveir varamennirnir Nando og Cissé skoruðu báðir.

    Ætli maður leiksins sé ekki bara **Rafael Benítez** ? :biggrin:

    Ég hlakka jafnan mikil til að sjá mína menn kljást við Everton … en ég hef sjaldan hlakkað jafn ógurlega mikið til og nú. Beattie betri en Morientes? **Sjáum til!!!** 😉

  14. Frábært frábært frábært – liðið allt í topp formi og að sjá hvað ljóminn skein úr augunum á þeim (líka Sisoco), hlakka til að hlusta á Valtýr í dag hehehe. En ekki gleyma okkur í látunum, við höfum oft ekki skorað mörg mörk eftri svona stóra sigra! Þannig að við förum í næsta leik með bros á vör og berjumst til loka mínótu leiksins og vonandi uppskerum við sigur.

    … og koma’so ÁFRAM LIVERPOOL

  15. ég held að það sé ómögulegt að velja mann leiksins…
    Gerrard var með 3 stoðsendingar, Garcia með 2 (og lét boltann fara skemmtilega fram hjá sér þegar Gerrard átti stoðsendinguna á Nando), Crouch skoraði 2 og vörnin og miðjan gáfu Birmingham mönnum aldrei möguleika til að byggja upp spil…
    frábært lið sem Rafa er búinn að setja saman.

  16. Glæsilegt !
    Það mætti segja mér að Everton menn og konur sem hafa verið í stuði undanfarið séu farin að kvíða helginni ! 🙂

  17. Er ég s.s. sá eini sem er á því að Rafa hafi verið að spila sama kerfi og í síðasta leik. MEð Carragher, Hyypia og Traore í vörninni
    Finnan og Riise á vængjunum
    Alonso og Sissoko á miðjunni
    Gerrard hægra megin uppi, garcia vinstra megin
    Crouch einn frammi.

  18. Ég ætla að benda ykkur sem voruð komnir í þá slæmu stöðu að vera farnir að vorkenna Birmingham einfalt ráð. Þegar þið farið að finna fyrir samúðinni þá einfaldlega segið þið orðin “Steve Bruce” nokkrum sinnum í hljóði við sjálfa ykkur. Þetta dugar alla vega alltaf til þess að halda mér á þeirri línu að vera illa við Birmingham.

    Með smávægilega breyttri útfærslu dugar þetta ráð einnig varðandi ýmis önnur lið, svo sem Blackburn.

  19. Ég myndi velja Reina mann leiksins, ekkert að gera hjá honum að ráði en þegar að eitthvað kom í áttina að markinu að þá tók hann það, en einu sinni hreint mark.

    Það er kannski fullmikið einblínt á hinn endann þegar að kemur að liðnum velja mann leiksins.

  20. Gerrard var maður leiksins.

    Þar sem ég horfði á leikinn tókum við eftir því að í öllum mörkunum, sem voru skoruð meðan Gerrard var ennþá inná, þá átti hann annaðhvort stoðsendinguna eða þá næstu sendingu á undan í mörkunum.

    Hann var einfaldlega frábær í þessum leik.

    En annars, þá nennir maður ekki að vera að deila um þetta, því liðið allt var að leika frábærlega. Við bara gleymum oft Gerrard, þar sem hann er svo ótrúlega stöðugur. Þetta er einn af fylgifiskum þess að vera með besta miðjumann í heimi í liðinu.

  21. Er einhverstaðar hægt að sjá mörkin?

    Heyrði að Riise hafi hleypt af einu fallbyssuskoti af 30 metra færi …. langar að sjá það :tongue:

  22. Allavegana á Official vefnum ættirðu að geta séð mörkin.

    Og já, markið hans Riise var frábært og einnig markið hans Morientes (eða undirbúningurinn það er).

  23. Það er ekki hægt að sjá mörkin á official vefnum þar sem þetta er FA Cup og þeir eru ekki með réttinn á þeirri keppni. Allar aðrar keppnir eru á official vefnum.

  24. Official Liverpool síðan er nýbúin að setja á vefinn video með helsta action-inu úr leiknum. Þetta er reyndar öðruvísi en vanalega hjá þeim. Þetta er svona markasyrpu-Montage, mjög kúl. Þeir gera líka svolítið af því að sýna svipbrigði Bruce við nánst hverju marki … thihi. :laugh:

  25. Sammála Haukur. Þótt Riise-markið sé algjör negla og flott þá finnst mér markið hjá Morientes flottast. Það er eitthvað svo yfirþyrmandi við það hversu illa okkar menn fara með vörn B’ham í því marki, svona flæðandi sóknarbolti sem hefur hingað til helst verið kenndur við Arsenal. En þetta mark sýnir að við getum þetta alveg, bara tvær snertingar og þá erum við búnir að spæna vörnina þeirra í okkur. Frábært mark.

Liðið gegn Birmingham

Líklegt að Fabio Aurelio komi í sumar á Bosman (uppfært)