Líklegt að Fabio Aurelio komi í sumar á Bosman (uppfært)

fabio aurelio.jpg
SkySports greindi frá því í gærkvöldi að Liverpool væri gott sem búið að [ganga frá samningi við Arelio](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=373254&CPID=8&clid=&lid=2&title=Reds+linked+with+Aurelio+capture) en hann er laus undan samningi hjá Valencia í sumar. Aurelio var bæði UEFA meistari og spánskur undir stjórn Rafa hjá Valencia.

Hann er vinstri bakvörður/wing back og hefur einnig spilað á kantinum hjá Valencia. Kemur frá Brasilíu og verður 27 ára gamall í sept.

Ef af þessu verður (sem ég vona) þá verður hann fyrsti Brassinn til að spila með LFC og næsta ljóst að tími Traore er búinn hjá félaginu.

Hérna á þessar síðu er hægt að sjá tölfræðina hjá honum á ferlinum: [Fabio Aurelio.](http://elmundodeporte.elmundo.es/elmundodeporte/envivos/fichas/1/112/368.html)


**Uppfært (EÖE) 11.05**: Umboðsmaður Aurelio *staðfestir* [við Sky](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=373288&CPID=23&clid=&lid=2&title=Reds’+Aurelio+talks+confirmed) að viðræður séu í gangi. Umboðsmaðurinn segir:

>”The contacts are open with Liverpool and things are going well, but still the operation is not closed,”

7 Comments

  1. Erum við ekki bara ánægðir með þetta?

    Ef að við spilum svo eins og við höfum verið að gera undanfarið að þá verður ekkert auðvelt fyrir Rafa að ákveða hverjir fara í vor og hverjir verða kyrrir, gott vandamál það, svo verðum við bara að fá einn jafnvel tvo á hægri kantinn og tvo framherja og deildin er okkar :biggrin:

  2. Það er alveg ljóst hverjir fara í vor! ´

    Framherjar: Ég trúi ekki öðru en að Cisse fari í sumar og einnig Morientes.

    Varnarmenn: Traore eða Warnock fara með komu Aurelio. Tippa frekar á Traore.

    Ég sá Aurelio spila 30 mín. með Valencia um daginn og leist mjög vel á kappann. Hann er snöggur, góður með knöttinn og sendingar hans rötuðu ávallt í fæturna á samherja. Ennfremur tók hann aukaspyrnu sem fór rétt framhjá, þýðir að hann er með þrusu vinstrifót.

  3. glæsilegt að fá þennan dreng ef þetta gengur í gegn..

    hvernig var annars veðmálið hérna síðasta sumar með framherja Liverpool vs. Baros… mig minnir að Einar hafi lagt pening undir.

    yrði gaman að ryfja þetta upp og sjá hverni staðan er..

  4. Djöfull hafa lesendur gott minni 🙂

    [Veðmálið er hér](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/08/23/13.40.50/).

    Svona lítur þetta út í dag:

    **Baros**: 6 mörk í deild, 3 í FA og 1 í deildarbikar = 10 mörk

    **Cisse**: 5 mörk í deild, 1 í FA og 8 í Evrópu = 14 mörk

    **Morientes**: 4 mörk í deild, 1 í FA og 3 í Evrópu = 8 mörk

    Þannig að ég er enn að vinna.

    (p.s. Crouchy er svona: 6 mörk í deild, 3 í FA og 2 í Evrópu = 11 mörk)

  5. Einar, haltu bara þessum 3,000kalli til haga. Þú munt borga í maí, ég efast ekki um að mínir menn munu sigra þetta veðmál fyrir mig. 🙂

  6. tiss það munar 1 og 2 mörkum. þú tapar þessu Einar, ættum að vinna flesta ef ekki alla leikina sem eru eftir i deildinni, og Nando loks farin að finna markið

  7. Þessar fréttir af kaupum eru mjög góðar ef af verður. Þarna er Rafa sniðugur og fær góðan leikmann frítt !
    Því miður hefur Traore ekki sannað sig sem verðugur varnarmaður hjá LFC og ég hugsa að hann verði seldur. Hann á fína leiki inná milli en líkt og Dudek er hann ekki nógu áreiðanlegur. Maður er aldrei öruggur þegar hann er með boltann í öftustu línu og lendir undir pressu. Hann er fantagóður tæklari og ágætur í loftinu sökum hæðar sinnar en hefur ekki það sem til þarf til að vera fastamaður í vörn LFC.

Birmingham – Liverpool 0-7

Viðtal við Reina (uppfært!)