Að hafa áhrif á dómara

Alan Stubbs leikmaður Everton á nokkuð til síns máls í því sem fer hér á eftir… Hann segir að erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu stöðugt að reyna að hafa áhrif á dómara með því að reyna að fá þá til að spjalda menn eftir að brotið hefur verið á þeim, bara erlendu leikmennirnir? Það held ég nú ekki…!
Þetta er einmitt einn af hlutum knattspyrnurnnar sem ég þoli gjörsamlega ekki, sama hvort sem það er leikmaður Liverpool eða einhvers annars liðs. Þetta fer næstum því jafn mikið í taugarnar á mér og leikaraskapur….

Maður skilur samt leikmenn að hluta til… það er kannski brotið nokkuð illa á þeim og þeir vilja auðvitað að mönnum sé refsað fyrir brotið á annan hátt en að gefa bara aukaspyrnu. En á móti kemur að það er dómarinn sem dæmir leikinn og það á ekki að vera hægt að hafa áhrif á hann en vissulega gerist það…

Stubbs segir þetta eftir að Luis Garcia heimtaði að David Weir fengi gult spjald í leiknum um helgina:
>Þetta hefur síast inn í knattspyrnuna undanfarið en þetta er komið erlendis frá. Garcia gerði það bara einu sinni, en erlendu leikmennirnir þeirra tala góða ensku, það er ekki eins og þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Erlendu leikmennirnir hafa komið með marga góða hluti inn í úrvalsdeildina en líka nokkra slæma hluti.”

Ég er sammála honum að vissu leiti, erlendu leikmennirnir hafa að sjálfsögðu komið með frábæra hluti inn í úrvalsdeildina, en var til dæmis leikaraskapur til áður en erlendu leikmennirnir komu?

4 Comments

  1. Það fylgir því vissulega gallar sem og kostir að kaupa erlenda leikmenn. Ef enskir leikmenn væru ekki svona ferlega ofmetnir væru liðin ekki að leita út fyrir landsteinana eins oft og nú er gert. En ég er hjartanlega sammála Stubbsey þarna.

  2. Æi, þetta er væl hjá Stubbs. Típískt að reyna að skella þessu öllu yfir á erlenda leikmenn. Af því að enskir leikmenn einsog t.d. Wayne Rooney væla aaaaaldrei í dómurum.

    Ég get ekki séð að þetta sé eitthvað nýtt í fótboltanum. Það er ósköp eðlilegt að menn kvarti yfir því þegar að dómarinn missir af hlutum. Það gera það allir, sem spila fótbolta.

  3. Með leikaraskapinn er fín grein hjá Alan Smith (ex-arsenal, Maðurinn með nefið, ekki neinn af hinum alan smithurum) hérna
    Þetta er ekki neitt nýtt og útlenskt, Franny Lee var frægur (Lee 1 (pen) var lesið Lee Won Pen) og sem United maður ætla ég ekki að kenna útlendingum um þegar mínir menn hafa reynt ýmislegt í gegnum tíðina hvað varðar áhrif á dómara.

    Held þetta hafi almennt aukist hvort tveggja samt og er sammála um að þetta sé þéttleiðinlegt.

  4. Tek ekkert mark á stubbs. Þetta er maðurinn sem velti sér um í grasinu á meðan Baros var rekinn útaf.

Lið vikunnar

Nýr fjárfestir?