Nytsamlegar upplýsingar um Liverpool.

sport-JanMolby_article.jpg
Þar sem lítið er um áhugaverðar fréttir af okkar yndisfagra liði þá ákvað ég að skoða nokkrar nytsamlegar og gagnlegar upplýsingar um Liverpool á [LFChistory.net](http://www.lfchistory.net/).

Þrír sigursælustu þálfarar Liverpool út frá tölfræði eru eftirfarandi:
1. Kenny Daglish er með 60,9% vinningshlutfall í 307 leikjum.
2. Bob Paisley er með 57,4% vinningshlutfall í 535 leikjum.
3. Rafael Benítez er með 54,4% vinningshlutfall í 114 leikjum.

Leikjahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi er Ian Callaghan með 857 leiki í öllum keppnum, næstur er Emlyn Hughes með 665 leiki.
Jamie Carragher hefur í dag spilað 409 leiki fyrir félagið og er númer 23 af öllum. Ef hann klára alla leiki sem eftir eru á tímabilinu þá færist hann uppí 21.sætið.
Aðrir núverandi leikmenn sem eru á topp 100 eru:
Nr. 34 Sami Hyypia 364 leikir
Nr. 45 Robbie Fowler 340 –
Nr. 49 Steven Gerrard 331 –
Nr. 62 Dietmar Hamann 280 –
Nr. 76 John Arne Riise 248 –

Jan Mølby hefur skorað flest mörk allra fyrir Liverpool úr vítum eða 42 stk. Næstur núverandi leikmanna
LFC er Robbie Fowler nr. 6 og hefur hann skorað 17 mörk úr vítum.

Benítez hefur keypt 24 leikmenn fyrir 54.280.000 punda sem gerir að meðaltali 2.261.667 punda
hver leikmaður. Hann hefur selt 19 leikmenn fyrir 24.500.000 pund sem gerir að meðaltali 1.289.474
pund hver leikmaður.

Houllier keypti 40 leikmenn fyrir 125.400.000 punda sem gerir að meðaltali 3.135.000 punda hver
leikmaður. Hann seldi 48 leikmenn fyrir 60.675.000 punda sem gerir að meðaltali 1.264.063 pund hver
leikmaður.

Ég hef ekki trú á öðru en að þessar upplýsingar hjálpi ykkur öllum að eiga ánægjulegri helgi 🙂

3 Comments

  1. Hvernig væri að koma með upphitun fyrir W.B.A leikinn á morgun? :biggrin2:

Sergio Aguero (uppfært)

WBA á The Hawthorns á morgun.