… og meira af Fowler.

Hann bíður ennþá eftir svari hvort hann fá [nýja samning við Liverpool](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16897314%26method=full%26siteid=50061%26headline=fowler%2dsweats%2dover%2dreds%2dfuture-name_page.html) eður ei. Mín persónulega skoðun hefur ávallt legið ljós fyrir en hins vegar er ég alls ekki hlutlaus þegar Robbie Fowler á í hlut, við eigum að gera 2ja ára samning við kappann og hann getur klárlega nýst okkur líkt og Hamann hefur gert undanfarin ár. Sjálfur segir Fowler þetta:

“It’s a bit of a weird situation really because when most players have six weeks left of a season or contract they want their future sorted out. I’m different because I really don’t mind waiting until the end of the season. I just want to stay here. I just hope I get a positive answer when it comes…”

7 Comments

  1. Auðvitað á þessi hetja og frábæri sóknarmaður að fá nýjan samning og það strax. Þetta er einn af gulldrengjunum sem liverpool hefur alið af sér og hann getur svo sannarlega lagt mikið til liðsins þar sem þessi maður er með markanef dauðans og gífurlega reynslu. Klassakarl hann fowler

  2. Hann fær nýan samning það held ég að sé ljóst, Rafa er aðeins að bíða með það svo að Fowler fari ekki að róa sig aðeins niður í þessu erfiða prógrammi sem hann er í til að koma sér í form… Bíðum í 1-2 vikur og þá fær hann samning.

  3. Hann fær vonandi samning. Kæmi mér samt ekki á óvart að þetta myndi á endanum snúast um pening. Hann mun ekki fá samning upp á þau 60 þús pund sem hann er með núna. En hvað sættir hann sig við til að vera heima og hvað eru menn til í að borga?

  4. Þetta mun nú ekki snúast um pening held ég, hann á svoleiðis gjörsamlega nóg af honum, hann yrði til í að spila nánast kauplaust til að vera hjá liðinu sem hann elskar! Svo hann mun ekki fara eitthvað að biðja um meiri laun þegar hann mun sjá samninginn sem honum verður boðin.

  5. Fowler er vissulega gulldrengur hjá Liverpool en ég held að það sé klárt það hann er ekkert sami Fowler og sá sem brilleraði með LP áður fyrr. Á hann að fá samning af því hann á frábæra sögu með klúbbnum eða á eigin verðleikum í dag? Held að það sé alveg ljóst að hann verður aldrei toppsenter hjá jafnstórum klúbbi og LP. Hann gæti hugsanlega nýst sem 4.-5. senter að mínu mati.

  6. LP..Fowler hefur fulla burði til að veita þessum (toppcenterum) okkar samkeppni. Því þessir svokölluðu centerar okkar eru bara ekki að skila því sem þeir eiga að gera. að undanskildum síðustu 5 leikjum!!! Hvað er langt frá því að fowler kom??? Hvað hefur hann skorað mikið miðað við spilaðar mín. Berðu það saman við þessa (toppcentera) og sjáðu hver ætti að leiða framlínuna hjá LFC……………….

  7. Við erum klárlega ekki með toppsentera í dag – held að flestir séu sammála um það. Crouch hefur komið best út af sóknarmönnunum en það er alveg ljóst að það þarf að endurnýja framlínuna að mestu. Ég er sammála því að Fowler er ekki að gera verri hluti en Morientes en er ekki líklegt að Nando verði seldur? Mér finnst klúbburinn bara þurfa topp sóknarmenn og ég held að það sé erfitt að rökstyðja það i dag að Fowler sé í þeim flokki.

Fowler hefur skorað meira en Dalglish.

Lið helgarinnar.