Miðvikudagur. Meistaradeildin er í fullum gangi, en okkar menn eru því miður ekki með í henni. Í gær duttu prófessorinn og lærisveinar hans út gegn AC Milan eftir 3-1 tap á Ítalíu. Lyon-liðar voru betri aðilinn í leiknum og nákvæmlega fjórum mínútum frá því að komast áfram á marki skoruðu á útivelli, en Schevchenko kálaði þeim með stoðsendingu og marki í blálokin. Gérard Houllier getur þó huggað sig við að hans menn voru betri en stórlið Milan, og ég bara trúi ekki öðru en að Lyon komist lengra en í 8-liða úrslitin á næsta ári. Þeirra tími hlýtur að koma að lokum.
Nú, í hinum leiknum vann spænska liðið Villareal 1-0 sigur á Internazionale frá Ítalíu og komst áfram á marki skoruðu á útivelli. Þannig að nú er Adriano frjálst að semja við Li… nei, bíddu við. Annars datt mér svolítið annað í hug eftir úrslit gærkvöldsins:
**Í fyrra** fóru Liverpool alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, og unnu. Í fyrra var Josemi í herbúðum Liverpool.
**Í ár** yfirgaf Josemi Liverpool í janúar, en þegar hann fór hafði Liverpool ekki enn tapað leik í Meistaradeildinni. Hann fór, og við töpuðum tvisvar fyrir Benfica, liði sem við hefðum átt að vinna.
**Josemi** gengur til liðs við Villareal, og þeir eru öllum að óvörum komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann er ekki gjaldgengur í keppnina í ár, en svo virðist sem bara nærvera hans geti gert kraftaverk.
Vill ekki einhver hringja í José Mourinho og segja honum hvern hann þarf að kaupa til að vinna Meistaradeildina? 🙂 😉
Annars er lítið um Liverpool-tengdar fréttir þessa dagana. Fernando Morientes er góður félagi og segist vona að Robbie Fowler fái framlengdan samning. Hvort sem þessi ummæli hans eru tilraun til að koma sér í mjúkinn hjá stuðningsmönnum eða ekki veit ég ekki, en Len “Pepe Reina hefur spilað illa í vetur” Capeling hjá Daily Post telur að það muni ekkert bjarga Nando úr þessu. Og ekki Cissé heldur, víst. Og Len Capeling veit sko **ALLT** …
Annars langar mig bara til að óska Arsenal-mönnum góðs gengis í leiknum við gömlu konuna í kvöld. Eins lengi og Juventus koma mér ekki stórkostlega mikið á óvart (þ.e. með því að spila *skemmtilega* knattspyrnu) þá mun ég vona að Nallararnir klári dæmið, og setji upp sannkallaðan *underdog-slag* í undanúrslitunum við spútniklið Villareal. Svo vona ég að sjálfsögðu að mínir menn í Barcelona klári Benfica. Þá fengjum við spútnikslag og risaslag í undanúrslitunum, og því pottþétt eitt spútniklið í úrslitaleiknum gegn stórliði á heimsmælikvarða.
Arsenal gegn Barcelona? Það gæti orðið fróðlegt maíkvöld … 🙂
Arsenal gegn Barcelona? Það gæti orðið fróðlegt maíkvöld :laugh: Milan tekur Barcelona 4:0 í undanúrslitunum eins og í úrslitaleiknum 1994 :biggrin:
Þótt nokkrir leikir séu eftir af tímabilinu eru yfirgnæfandi líkur á því að við endum í 3. sæti og það sem eftir er af deildinni er því ekkert allt of spennandi hvað LFC varðar, þótt bikarinn sé auðvitað spennandi ennþá.
Við þessar aðstæður er ég varla einn í því að vera farinn að hugsa um sumarið og breytingar á leikmannahópnum.
Mér fannst áhugavert að lesa það sem Football365.com hafði í gær eftir breskum blöðum um breytingar hjá LFC í sumar. Blöðin sem um ræðir eru ruslblöðin Sun og Star, þannig að þetta er ekki byggt á neinum heimildum heldur eingöngu spekúlasjónir, en samt ekkert óáhugavert að mínu mati.
Samkvæmt þessu munu Cisse, Traore, Le Tallec og Pongolle verða seldir auk þess sem samningar Diao og Cheyrou renna loksins út.
Ég er ekki svo viss um Cisse en ég myndi ekki verða hissa ef hinir fara allir, auk þess sem Kirkland og Dudek bætast næntanlega á listann, annað hvort annar eða báðir.
Í staðinn fáum við væntanlega þennan brasilíska vinstri bakvörð (sem orsakar það að engin þörf er fyrir Traore lengur), argentínska miðvörðinn, hægri kant, Gonsalez og kannski nýjan markmann (sem er nauðsynlegt ef Kirkland og Dudek eru báðir seldir).
Markaskorun hefur verið helsta vandamál liðsins í vetur og því trúi ég ekki öðru en að Rafa kaupi alla vega einn framherja í sumar. Ef við segjum að Fowler taki við varamanns-hlutverki Pongolle og Le Tallec, þá er spurninginn hvort nýr sóknarmaður í sumar þýði ekki að einn af Crouch, Morientes og Cisse verði seldur. Varla stendur til að hafa fimm aðal-liðs sentera. Crouch og Morientes eru líkar týpur en Cisse er öðruvísi. Þess vegna teldi ég líklegast að Cisse verði ekki seldur nema hann fari sjálfur fram á það en Morientes verði frekar látinn fara. Hvaða nýi sóknarmaður kæmi svo til LFC í sumar veit ég auðvitað ekkert um, en ég tel líklegt að Rafa muni vilja fá nýtt blóð í þessa stöðu.
Ég tel því ekki ólíklegt að átta leikmenn muni yfirgefa LFC í sumar: Morientes/Cisse, Traore, Le Tallec, Pongolle, Kirkland, Dudek, Diao og Cheyrou. Ég er jafnvel að gleyma einhverjum. Meirihlutinn af þessum mönnum hefur auðvitað verið í láni hjá öðrum liðum, en þeir væru samt fyrst í sumar að yfirgefa LFC formlega.
Í stað þessara átta væru alla vega sex að koma í staðinn (auk einhverra unglinga sem ekki kæmust í aðalliðið á næsta tímabili): senter, vinstri bakvörður, miðvörður, hægri kantur, vinstri kantur og markvörður.
Ef þetta gengur eftir er ljóst að Rafa er enn að gera miklar breytingar á leikmannahópnum, sem vonandi skilar sér í því að liðið haldi áfram að batna.
Mér þætti fróðlegt að sjá hvað aðrir hér segja um hverjir séu líklegir til að fara í sumar.
Með frammistöðu eins og á móti WBA þá vill ég fremur halda Cissé en Morientes og svo held ég að Neil Mellor eigi litla framtíð fyrir sér hjá Liverpool en hvernig væri að bjóða Houllier demantana aftur í skiptum fyrir Juninho? :biggrin:
Stebbi, ég er ekki sammála þér að þurfi nýjan markmann ef Dudek og Kirkland yfirgefa liðið í sumar. Reina og Carson eiga alveg að ráða við þetta. Svo ef þeir meiðast báðir mætti gefa einhverjum af þessum fjölmörgu ungu markmönnum tækifæri.
Það er rétt hjá þér að þú gleymdir mönnum eins og t.d. Mellor og Potter sem fara pottþétt í sumar. Því miður virðist Cissé svo alls ekki vera inní plönum Benítez svo hann og Morientes eru báðir líklegir til að yfirgefa liðið í sumar. Ég vona að Pongolle verði ekki seldur, heldur notaður meira næsta vetur.
Ég spái því að um 10 manns eigi eftir að yfirgefa liðið í sumar og a.m.k. 5 komi inn í staðinn (með Gonzalez og Paletta).
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu öllu saman.
Ps. ég held samt enn í vonina að við náum 2. sætinu í deildinni! 😉
Það er nú gaman að sjá allar þessar pælingar en ég held nú að Rafa eigi eftir að koma okkur á óvart í sumar, Cisse, Nando, Le Tallec og Pongolle, tveir af fjórum út, Traore, Warnock og Riise, tveir af þremur út, Diao og Cheyrou fá ekki nýja samninga, Fowler fær nýjann 2 ára samning, Kirkland og Dúddi verða seldir. Persónulega vona ég að Le Tallec, Cisse, Crouch og Traore verði seldir fyrir ca 16 millur punda og það notað í einn topp framherja og þær “auka” 30 verði notaðar í hægri kant, hægri kant, markmann og sókndjarfann miðjumann.
Deildarmeistarahópur kominn í hús, takk fyrir 🙂
Ætla bara að vona að Barcelona – Villareal verði í úrslitum, því ég get ekki með góðu móti óskað mótherjum Villareal í undanúrslitunum góðs gengis. Knattspyrnulega séð er Barcelona besta liðið, og vonandi sigra þeir.
Liverpool verður bikarmeistari!
:blush: Það er orðið ljóst að maður er orðinn of góðu vanur, því að þessi tveggja daga gamla færsla er að gera mig brjálaðan !
Er ekkert að gerast ?
‘Eg veit að það er ekki leikur fyrr en á sunnudag en er hægt að fá upphitunina núna…..eða seinni partinn í dag……eða kannski í kvöld ? :confused: