Jæja, Man U var að klára Tottenham í leik, þar sem Tottenham var betra liðið nær allan tímann. Þessi úrslit hafa nokkra hluti í för með sér:
* Þriðja sætið er öruggt, núna getur ekkert lið náð okkur
* Meistaradeildarsætið er tryggt, þegar við eigum 3 leiki eftir. Miðað við undanfarin tímabil, þá er það gríðarleg framför
* Nema að Man U tapi öllum leikjunum, sem eftir eru, þá munu þeir enda í öðru sæti.
En semsagt, þriðja sætið í ensku deildinni, 16 liða úrslit í Meistaradeildinni, SuperCup bikarinn og vonandi enski bikarinn líka. Það væri hreint ekki slæmur árangur á öðru ári Rafa Benitez við stjórn Liverpool.
Hvað er langt síðan við höfum fengið svona mörg stig i deildinni?
Einhvern tíman hefur þessi stigafjöldi dugað fyrir öðru sætinu eða jafnvel fyrsta 🙂
Við skulum orða það svona:
Með 73 stig eftir 35 leiki erum við í þriðja sæti í ensku Úrvalsdeildinni.
Ef við værum með sama stiga- og leikjafjölda í spænsku Úrvalsdeildinni í ár þá værum við …
… **efstir, með jafnmörg stig og Barcelona**. Þeir ættu þó leik til góða á okkur!
Og já, þegar við náðum öðru sætinu vorið 2002 enduðum við með 80 stig. Við gætum náð 82 stigum í ár en samt endað sæti neðar. Ætli þetta sé ekki bara til marks um það hversu ójöfn enska Úrvalsdeildin er orðin? Það eru núna þrjú lið í vetur sem hafa safnað rosalega mörgum stigum (við erum eitt þeirra) og svo kemur langt bil í liðin fyrir neðan. Liðið sem er í öðru sæti á Englandi (ManUtd) væru ofar en liðið sem er í fyrsta sæti í deildinni á Spáni (Barca). Liðið í öðru sæti á Spáni væri í baráttu um fjórða-fimmta sætið á Englandi.
M.ö.o., deildin á Spáni er jafnari en deildin á Englandi.
Annars hefur þetta tímabil verið rosalega gott hjá okkar mönnum. Jafnvel þótt svo að við töpum fyrir Chelsea um næstu helgi og endum uppi bikarslausir, þá sjá allir greinilega þá framför sem liðið hefur tekið undir stjórn Rafa í vetur.
Ég er þegar farinn að hlakka til næsta tímabils. 🙂
Árangur okkar frá því að úrvalsdeildin var stofnuð er þessi:
92-93: 6. sætið – 42 leikir – 59 stig
93-94: 8. sætið – 42 leikir – 60 stig
94-95: 4. sætið – 42 leikir – 74 stig
95-96: 3. sætið – 38 leikir – 71 stig
96-97: 4. sætið – 38 leikir – 68 stig
97-98: 3. sætið – 38 leikir – 65 stig
98-99: 7. sætið – 38 leikir – 54 stig
99-00: 4. sætið – 38 leikir – 67 stig
00-01: 3. sætið – 38 leikir – 68 stig
01-02: 2. sætið – 38 leikir – 80 stig
02-03: 5. sætið – 38 leikir – 64 stig
03-04: 4. sætið – 38 leikir – 60 stig
04-05: 5. sætið – 38 leikir – 58 stig
Í dag erum við búnir að spila 35 leiki og komnir með 73 stig. Við getum mest náð 82 stigum og það hefur aldrei gerst síðan Premier League var stofnuð árið 1992-93.
Ætli ég þurfi ekki að hætta í þessu bjartsýniskasti mínu núna og gefa 2. sætið uppá bátinn! :confused:
Efast stórlega um að Middlesborough og Charlton fari að gera einhverjar rósir á Old Trafford! 🙂