Langt [viðtal við Fernando Morientes](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152080060418-0905.htm) á Official heimasíðunni í dag. Þar talar hann m.a. um hversu ósáttur hann sé við frammistöðu sína hjá Liverpool:
>During the fifteen months I’ve been here I expected to deliver more than I have done so far. I expected far more from myself. It’s not a case of what people expect from me, I have my own expectations and it’s not enjoyable when I don’t live up to them. I’m my own hardest taskmaster and I know that from fourteen years in the game the only way to come out of a situation like this is to work very, very hard. In that respect I am happy because I know how hard I am working and how hard I will continue to work. I am very positive about the situation and I remain confident that I can be a success at Liverpool.
og…
>Do you ever regret coming to Liverpool?
>No, not at all. I’m very happy because when I left Madrid I wanted to go to a big club and I know I have made the right choice. I didn’t just come to a big club, I came to a club which has a huge hunger for winning titles and winning trophies. Through its illustrious history and through the form its showing now, Liverpool is still a huge club on a European scale and I’m really pleased to be a part of it.
og varðandi framtíðina hjá Liverpool:
>I signed a contract for four years and I want to see that contract out. I want to stay here because over the next few years I am confident we are going to enjoy a lot of success on the field. The future is very bright here. At the same time you never know what the future is going to bring, especially in football. Four years is a long time. But, speaking today, I am happy at Liverpool and I want to stay here.
Morientes er náttúrulega stórt spurningarmerki fyrir næsta tímabil. Við vitum ekki hvort að þetta form hans sé bara “smá vesen” eða hvort hann verði aldrei aftur sá Fernando Morientes, sem við þekktum hjá Real Madrid og Monaco. Hver veit? Miðað við þau fáu tækifæri, sem hann hefur fengið að undanförnu, þá er samt augljóst að Rafa er búinn að tapa einhverju af því trausti, sem hann hafði í upphafi.
Spurningin er bara hvort Rafa ætlar að gefa honum sjens á næsta tímabili. Ég hef verið á þeirri skoðun að það væri hægt að fara inní næsta tímabil með þessa fimm framherja: Crouch, Morientes, Fowler, Pongolle og NÝJAN TOPPFRAMHERJA. Semsagt, selja Cisse og fá stórt nafn í staðinn. Það væri að mínu mati verulega góð framlína.
Já.. selja Crouch lika og fá betri topp framherja? spurning! :blush:
Ég held að Morientes sé bara kominn yfir sitt besta og það megi bara skipta honum út. Ég vil fá tvo heimsklassa framherja í sumar, ekki bara einn!
Því miður. Það hefði nefnilega verið mjög gaman að sjá Nando blómstra hjá okkur..
Sælir. Mín tillaga Morientes og Pongolle út halda Cissé, Crouch?, Fowler og einn Adriano takk, ekki útbrunna Real frammherja heldur einnhvern með markanef sem skorar reglulega einsog rvn hjá mu, eða Thierry Henry sem er náttúrulega Heimsklassi.
Að mínu mati hefur Cissé verið að taka sig saman í andlitinu að undanförnu og farinn að þakka fyrir stungubolta þ.e. klappa fyrir þeim sem sendir hann innfyrir þó að hann nái ekki sendingunni, ég hef bara svo mikla trú á honum, mun ekki þola það að hann verði látinn fara og hann brilleri svo annarsstaðar. Höndla það bara engan veginn :rolleyes:
Jay, það eru margir sem myndu vilja halda Cissé en við verðum bara að vera raunsæ, Benítez vill ekki halda honum. Ég myndi segja það vera 99% líkur að Cissé fari.
Svona af því að þú minnist á Adriano, þá er álíka líklegt að hann komi til Liverpool og að Cissé fari ekki.
Ef við ætlum að reyna að ná í skottið á Chelsea og united á næsta ári þá gerum við það ekki með Morientes og Cisse, það er ljóst. Held að Crouch eigi heima í hópnum sem svona utility gaur eða einhver sem er notaður þegar við erum undir og það á að dæla háum. Var ekkert svo hrifinn af hugmyndinni að fá Fowler en sýnist að hann sé að komast í fínt form og mér þætti það furðuleg skilaboð að láta hann fara en halda t.d. Morientes sem virðist ekki hafa það sem þarf í enska boltann.
Varðandi Cisse hef ég verið að reyna að verja hann með því að honum sé ávalt spilað útúr stöðu etc, en eftir að hafa séð hann klúðra þessum deadurum um síðustu helgi þá sé ég að hann er ekki þessi toppklassa striker sem við þurfum.
Lið eiga í rauninni ekkert að vera með 4 framherja, hvað þá 5.
Ef maður lítur bara á Arsenal, Chelsea, Man Utd, Tottenham þá eru þessi lið með max 3 framherja og kannski 1 leikmann sem er notaður til að hvíla hina. Fowler gæti verið sá leikmaður á næsta ári, en samt hafa þeir þó Crouch (sem er fínn target-maður en lélegur framherji sættum okkur bara við það), Morientes sem á að vera betri og svo Cissé. Pongolle má nú bara sætta sig við það ef hann kemur aftur til Liverpool að vera á hægri kantinum, þar sem hann á aldrei eftir að vera nein rosalega markaskoraratýpa, auk þess sem hann á aldrei eftir að verða einn af tvemiur bestu framherjum Liverpool.