Einsog einhverjir hafa sennilega tekið eftir er Mark Gonzales orðinn eftirsóttur í spænsku deildinni, enda hefur hann skorað grimmt að undanförnu og verið einn heitasti vængmaðurinn í spænska boltanum eftir að hann fór til Real Sociedad að láni.
Síðast var hann m.a. orðaður við Atletico Madrid. En Speedy segir í samtali við [Sky Sports](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=382923&CPID=8&title=Gonzalez+set+on+Reds+move&lid=2&channel=Football_Home&f=rss) að hann hafi engan áhuga á þessu slúðri.
Hann villl bara spila fyrir Evrópumeistarana (þar sem við megum bara kalla okkur Evrópumeistara í nokkrar vikur í viðbót, þá mun ég reyna að gera það sem oftast!):
>”I want to play there (Liverpool), ” said Gonzalez.
>”One must remain calm and I am not going to be affected (by speculation).
>”To me nothing has been proposed and anything would only come to my representative.
>”But everything that is in the newspapers is only rumours.”
Gott mál! Ég hef enga trú á öðru nema að Gonzales fái atvinnuleyfi. Síðast þegar hann sótti um var hann mun minna þekktur, en núna hafa Englendingar séð hann skora fullt af mörkum í spænska boltanum, þar á meðal gegn Real Madrid, svo hann hlýtur að koma til okkar í sumar.
Það verður ekki slæmur vinstri kantur með þá Harry Kewell og Mark Gonzales að berjast um stöðuna!!!
ekki gleyma Zenden…… 😉
Mér finnst þetta eiginlega of góður vinstri kantur… Mundi vilja sjá þá alla í byrjunarliði en það er líklega ekki inn í myndinni.
Smá utandagskrárumræða:
Það er talað um það í spænsku blöðunum í dag að heitasta efni Argentínu, Sergio Agüero, sé farinn til Atlético Madrid fyrir 16M punda. Mér finnst þetta frekar leiðinlegt þar sem hann var búinn að segjast þrá að fara til Liverpool.
Heimild: Marca:
http://www.marca.es/edicion/marca/futbol/1a_division/atletico/es/desarrollo/643149.html
Þetta er slæmt ef rétt reynist með Aguero. En þetta er ekki ennþá staðfest.
16 milljónir punda fyrir 18 ára strák er náttúrulega hreinasta geðveiki.
Marca hafa nú spunnið upp fréttir eins og að drekka vatn…
Jammm, textinn í fréttinni er afar óskýr. Eitthvað á þá leið að Aguero hafi sagt í viðtali að hann ætlaði að spila annað ár með Independent, en svo hafi honum snúist hugur seinna þann dag. Hann sjálfur nefnir bara að Atletico hafi sýnt honum áhuga, en að hann láti umboðsmann sjá um þetta.
Semsagt, alls ekki líta á þetta sem staðfesta frétt, heldur bara slúður. Við höfum milljón sinnum rekið okkur á vitleyus í Marca. Þurfum ekki að líta lengra en til fyrirliða okkar.