Guðjohnsen?

Að öllum líkindum er Eiður Smári Guðjohnsen á leiðinni frá Chelsea. Framtíð hans ræðst á fundi á þriðjudaginn (forsíða Fréttablaðsins í dag) en hann hefur ekki verið í leikmannahópi Chelsea í háa herrans tíð. Það er eiginlega óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvert Eiður Smári fer þar sem hann er jú íslendingur og besti knattspyrnumaður landsins. Hann er hálfgerð þjóðareign og klárlega stolt íslendinga í knattspyrnuheiminum.

Michael Ballack kemur til Chelsea í sumar en hann spilar einmitt sömu stöðu og Eiður hefur verið að gera. Eiður er því að öllum líkindum að förum en ég held að hann vilji helst af öllu vera áfram í London, hvað ég hef fyrir mér í því skiptir ekki máli. En ef Liverpool myndu bjóða í hann? Gæti hann sagt nei? og það sem öllu máli skiptir lesendur góðir, viljið þið fá hann til Liverpool?

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Alonso – Sissoko
Gerrard – Eiður Smári – Kewell
Nýr framherji

Byrjunarliðið gæti litið svona út með menn á borð við Mark Gonzales, Luis Garcia, Morientes og Fowler á bekknum. Eiður getur líka vel spilað í fremstu víglínu.

Eiður hefur sýnt það að hann er frábær leikmaður sem er vel þess megnugur að spila í fremstu röð. Hann heldur bolta ótrúlega vel og skilar honum vel frá sér, það eru hans helstu styrkleikar. Hann hefur einnig sýnt að hann hefur gott auga fyrir markinu en auga fyrir hlaupum annarra leikmanna eru líklega það sem hann þrífst á. Hann hefur mikla reynslu, úr úrvaldeilinni og evrópukeppnum, og ég tel að hann yrði happafengur fyrir hvaða lið sem er.

Eru þið á sama máli?

36 Comments

  1. Mér myndi lítast mjög vel á þetta en ég efast um að Mourinho vilji selja okkur hann frekar en nokkurn annan.

  2. Það væri ágætt að hafa hann á bekknum sem miðjumann. Fyrir mér er hann ekki nægilega markheppinn til að spila sem framherji hjá bestu liðunum.

  3. Ég efast ekki eina sekúndu um hæfileika Eiðs sem knattspyrnamanns….en ég held að við séum mjög vel mannaðir á miðjunni. Hammann er að komast á aldur en fyrir utan það þá erum við í góðum málum. Ég vil fá súper hægri kantmann fyrst og fremst svo hægt sé að koma Gerrard þar sem hann á heima ….fyrir framan Alonso og Sissoko í frjálsu sóknarhlutverki.

    Ef við dettum niður á klassa framherja …gott mál. En ég vil minna liverpool félaga mína á ….við erum nú þegar með 20 marka mann í liðinu. Voðalega margir gleyma því í öllu tali um að okkar vanti framherja. Með Gerrard frammi ásamt Robbi eða Crouch eða Cisse eða Morientes…..Við erum með framlínu sem svínvirkar!!!!!!!!!!!!

    Og já…eitt enn. Þrátt fyrir að við séum komnir með Agger í okkar raðir þá vil ég fá einn enn heimsklassa miðvörð í okkar raðir. Carragher og Hyppia eru búnir að vera hreint út sagt stórkostlegir þessa leiktíð..en það verður ekki horft framhjá því að Hyppia er að komast á aldur og við þurfum að hafa góða breidd í vörninni eins og í öðrum stöðum.

    Að þessu sögðu …ef svo vill til að Rafa keypti Eið..þá myndi ég að sjálfsögðu bjóða hann hjartanlega velkominn. Rafa veit miklu betur en ég…… :rolleyes:

  4. Ég vil bara benda á það að Eiður hefur sjálfur látið hafa eftir sér að Liverpool er eina liðið sem hann myndi aldrei spila fyrir, þar sem hann hélt með Man Utd í æsku og auðvitað hefur keppt of oft gegn Liverpool.
    ….En hann myndi vissulega koma með nýja vídd inn í liðið.

  5. Nei takk!

    Ótengt öllum sögum um það hvaða liði hann hélt með sem strákur, þá held ég að Eiður ætti mest erindi hjá Tottenham. Ef við ætlum að kaupa einhverja varamenn hjá Chelsea fyrir næsta tímabil, þá ætti það að vera Shaun-Wright Phillips.

    Annars, efast ég um að Mourinho vilji selja okkur leikmenn.

  6. Andvarp :rolleyes:

    Í fyrsta lagi: Eiður Smári er frábær leikmaður sem er óheppinn með að festast í þessari Chelsea-hringiðu. Hann væri byrjunarmaður hjá öllum öðrum klúbbum í Englandi, fyrir utan hin þrjú stóru. Ég hef farið á ótal landsleiki og hvatt Eið áfram, fagnað mörgum mörkum með honum og glaðst örlítið í hvert sinn sem hann skorar fyrir Chelsea. Hann er frábær leikmaður.

    Hann kæmist hins vegar ekki í liðið hjá okkur, ekki sem lykilmaður á miðju eða frammi, og sem slíkt finnst mér fásinna að ætla að eyða **8-12 milljónum punda** í hann. Hann er að verða 28 ára og er hvorki þessi snöggi framherji sem við þörfnumst, né vængmaðurinn.

    Og Hjalti, eins og þú teiknar liðið okkar upp er tvennt mjög mikið að: við erum að leita að *hægri kantmanni* og Gerrard á að vera á miðjunni. Hann er bara að hjálpa til þarna hægra megin þangað til alvöru klassamaður kemur þar inn.

    Hitt atriðið er: **hvar er Peter Crouch?** Taktískt séð þá vita menn fullvel að ef Rafa stillir upp með aðeins einn framherja þá verður sá framherji langoftast Crouch. Einfaldlega af því að hann hefur hluti sem hinir hafa ekki; hann heldur boltanum ofurvel, spilar miðjumennina uppi betur en flestir aðrir í deildinni (og þótt víðar væri leitað) og vinnur *alla* skallabolta. Jafnvel þótt við keyptum Adriano eða Schevchenko væru þeir ekki jafn hentugir til að spila einir frammi í taktík Rafa og Crouch er. **SÆTTIÐ YKKUR VIÐ ÞAÐ!**

    Þannig að, nei takk. Eiður á eftir að sóma sér vel sem stór fiskur í lítilli tjörn hjá Tottenham, Newcastle eða álíka liði. En hjá okkur yrði hann varla seiði í Michigan-vatni, og það væri fásinna að borga átta milljónir fyrir seiði … :confused:

  7. “Þannig að, nei takk. Eiður á eftir að sóma sér vel sem stór fiskur í lítilli tjörn hjá Tottenham, Newcastle eða álíka liði. En hjá okkur yrði hann varla seiði í Michigan-vatni, og það væri fásinna að borga átta milljónir fyrir seiði … :-)”

    …lol….þetta er ein af ástæðunum að ég er fastagestur á Liverpool blogginu…..Kristján þú er magnaður penni.

    …svo er annað mál hvort ég sé 100% sammála þér..látum það liggja milli hluta í þetta sinn… 🙂

  8. Kristján, ég stillti þessu nú bara svona upp í gamni mínu þar sem ég tel að Eiður Smári væri góður í þessari stöðu, og EF við myndum spila þetta leikkerfi er þetta ekki slæmt byrjunarlið… 🙂 og ég gleymdi ekkert Crouch, ég bara nennti ekki að stilla upp fjórum mismunandi byrjunarliðum :tongue:

  9. Já takk. Eiður er playmaker, gerir menn í kringum sig betri. Svo er aftur á móti spurning hversu mikið á að borga fyrir hann?

  10. Nei veistu, neit takk, held hann passi bara ekki í þetta liverpool lið.

  11. Fyrir 1-2 milljónir punda væri það fínt en það gerist ekki þannig að nei takk!

  12. já takk…

    klassa leikmaður með mikla hæfileika og myndi sóma sér vel í vel spilandi liði okkar.

    En fyrst vil ég fá framherja og hægri kantmann og svo Eið.

  13. eiður smári hentar liverpool ekki eg sé hann ekki fyrir mer i liverpool

  14. Þessi Íslendinga dýrkun á Eið er hlægileg! Hann er ekki einn af stóru fiskunum hjá Chelsea og hann væri heldur ekki einn af stóru fiskunum hjá Tottenham heldur væri hann á meðal jafningja hjá Bolton, Wigan, Fulham osf.

  15. Aron.

    Það má vera að þessi íslendinga dýrkun sé hlægileg en mér hefur alltaf fundist fólkið sem vill ekki viðurkenna að Eiður sé góður fótboltamaður hlægilegra. Og þó hann hafi verið lítið með í ár hefur hann engu að síður verið einn af stóru fiskunum hjá Chelsea í gegnum árin (þó ekki jafn mikilvægur og Lampard og þessir dúddar). Vialli, Ranieri, Ferguson, Mourinho og nú síðast Ronaldinho hafa allir talað um hversu góðan leikmann hann hefur að geyma….og þessir menn hljóta að vita eitthvað.

  16. Maggigunn: Hver hefur verið að tala um að hann sé ekki góður fótboltamaður? Það sem menn eru að segja að það sé allt of mikið gert úr honum á Íslandi.

  17. Get ekki staðist það að setja inn þennan gullmola frá mannvitsbrekkunni Joe Cole:

    It’s been harder this year, Liverpool have got better, Man U have got better, Arsenal have got better, and Tottenham have joined the quartet of five teams.

  18. Auðvitað myndum við vilja fá Eið Smára. Heimsklassa leikmaður sem hefur haldið, Crespo, Mutu, Philips o.fl. frábærum leikmönnum út úr liðinu. Svo er hann bara 28 átta ára sem þýðir að hann á öll bestu árin sín eftir.

    Það að hann þurfi að víkja fyrir Ballack er bara v.þ. að Ballack er einn að 5 bestu leikmönnum í heiminum í dag.

    Kristján Atli. Ég ætla leyfa mér að vera öllu sem þú sagðir í ummælum þínum hér fyrir ofan. Af þessum ummælum að dæma má ætla að þú hafir lítið sem ekkert vit á fótbolta. Sorrý kallinn – ummælin dæma sig bara sjálf.

  19. Orðið “ÓSAMMÁLA” vantaði í ummælin hér að ofan. Þið finnið út úr þessu.

  20. Nei, ummælin hans Kristjáns dæma sig EKKI sjálf.

    Ef þú ætlar að halda því fram að hann hafi ekki vit á fótbolta, þá verðurðu að rökstyðja það betur en svo.

    >Heimsklassa leikmaður sem hefur haldið, Crespo, Mutu, Philips o.fl. frábærum leikmönnum út úr liðinu.

    Hvernig hefur Eiður Smári haldið hægri kantmanninum Phillips útúr liðinu? Og framherjanum Crespo? Hefur hann ekki líka haldið Cudicini útúr liðinu? Eiður spilar á miðjunni fyrir Chelsea og hefur gert það síðan Mourinho byrjaði.

    >Það að hann þurfi að víkja fyrir Ballack er bara v.þ. að Ballack er einn að 5 bestu leikmönnum í heiminum í dag.

    Nei, hann þarf að víkja fyrir Ballack, Lampard, Essien og Maniche ef hann þarf að fara. Það er ekki einsog Ballack muni einn og sér sjá um að halda Eiði útúr liðinu.

  21. Einar – þú fyrirgefur hvað ég er seinn til svars.

    Varðandi gagnrýnina á Kristján Atla þá var ég að dæma ummælin í heild sinni en ekki bara það sem hann sagði um Eið.

    Eiður hefur spilað bæði sem senter og miðjumaður hjá Chelsea. Hann var valinn fram yfir Crespo, Mutu og Kezman sem allir fóru frá félaginu í kjölfarið. Eiður er á undan Philips í goggunarröðinni og ég myndi segja að hann væri að keppa við hann um sæti í liðinu jafnvel þó færa megi rök fyrir því að þeir spili ekki sömu stöðu. Báðir hafa spilað í holunni fyrir aftan einn senter.

    Eiður ER aðallega að víkja fyrir Ballack þó menn eins og Lampard spili svipaði stöðu og Eiður spilar stundum. Ég var bara að benda á þá staðreynd að það þurfi mann eins og Ballack til að ýta Eiði út úr liðinu. Það má líka færa rök fyrir því að Eiður sé að víkja fyrir Essien en ég tel að Essien eigi að leysa Makalele af hólmi og komi ekki í framtíðinni að spila sem framliggjandi miðjumaður.

    Lampard verður í liðinu af því að hann er Englendingur og Manich spilar allt aðra stöðu en Eiður. Ég hef reyndar enga trú á að Maniche eigi framtíð fyrir sér hjá Chelsea. Eiður er miklu betri leikmaður en hann.

    Með þessu vil ég gagnrýna alla þá sem ekki vilja Eið Smára til Liverpool. Það er fullt af mönnum hér sem eru uppfullir af svokölluðu “loser talk” og þá meina ég þegar menn vilja fá einhverja nobodys sem eiga einhvern tímann seinna, kannski eftir að verða góðir. Eiður er góður leikmaður, hann hefur sannað sig á hæsta leveli og þannig menn vil ég fá til Liverpool.

    Varðandi annað sem kom fram í ummælum Kristjáns Atla þá minntist hann á Crouch og hina gríðarlegu hæfileika hans sem knattspyrnumanns.

    >Hitt atriðið er: hvar er Peter Crouch? Taktískt séð þá vita menn fullvel að ef Rafa stillir upp með aðeins einn framherja þá verður sá framherji langoftast Crouch. Einfaldlega af því að hann hefur hluti sem hinir hafa ekki; hann heldur boltanum ofurvel, spilar miðjumennina uppi betur en flestir aðrir í deildinni (og þótt víðar væri leitað) og vinnur alla skallabolta. Jafnvel þótt við keyptum Adriano eða Schevchenko væru þeir ekki jafn hentugir til að spila einir frammi í taktík Rafa og Crouch er. SÆTTIÐ YKKUR VIÐ ÞAÐ!

    Ég er hjartanlega ósammála öllu sem kemur hér fram. Ég reyndar efast um að Kristján hafi séð síðust leiki Liverpool þar sem ég leyfi mér að fullyrði að Crouch hafi verið algerlega gagnslaus. Hann vinnur ekki alla skallabolta. Ekkert fleiri en aðrir sentarar. Hann heldur boltanum mjög illa nema þegar búið er að hrekja hann aftur fyrir miðju. Hann skorar lítið sem ekkert og leggur afar sjaldan upp mörk. Ég veit svosem ekki hvert viðmiðið hjá Kristjáni er en mitt viðmið eru senterar í liðum sem eru í kringum okkur á stigatöflunni og nánast allir þeirra eru betri en Crouch. Jafnvel varamennirnir.

    Svo er þetta með Adriano og Schevshenco eitthvað það mesta bull sem ég hef nokkurn tímann séð á prenti.

    Svo er ég líka ósammála þessum ummælum.

    >Og Hjalti, eins og þú teiknar liðið okkar upp er tvennt mjög mikið að: við erum að leita að hægri kantmanni og Gerrard á að vera á miðjunni. Hann er bara að hjálpa til þarna hægra megin þangað til alvöru klassamaður kemur þar inn.

    Liðið spilar lang best með Gerrard úti á hægri kanti. Hann er vissulega frábær miðjumaður en mér finnst hann betri á kantinum. Ég held að uppstyllingin á móti Chelsea þar sem Rafa stillti að mínu mati upp sterkasta liði vetrarins tali sínu máli. Þá vil ég líka benda á Gerrard hefur sjálfur sagt að hans besta staða sé úti á kanti. Gerrard er líka okkar besti hægri bakvörður en ég tel samt að það sé ekki hans besta staða.

    S.s. ég er ósammála ÖLLU sem Kristján Atli hélt fram í ummælum sínum nr. 10 hér að ofan og leyfi mér að efast um skilning hans á fótbolta í kjölfarið.

  22. Talandi um þetta margfræga glerhús og kastið út úr því. Sakar Kristján um að hafa engan skilning á fótbolta og veður síðan upp með alls konar vitleysu er kemur að Eið og hlutverki hans með Chelsea.

    1. Kristján sagði hárrétt frá því að Eiður væri búinn að spila sem miðjumaður síðan Mourinho kom, og það er bara hárrétt. Hann hefur því ekki ýtt Mutu, Crespo, Kezman eða hvað þeir nú heita út úr liðinu. Hann hefur heldur ekkert spilað á hægri kantinum, sem er staðan sem Phillips leikur og hefur alltaf leikið. Phillips hefur ekkert verið að leika í neinni holu með Chelsea.

    2. Ballack er heldur ekkert að ýta honum út úr liðinu. Hann er ekki kominn til Chelsea ennþá, en samt hefur Eið verið ýtt út úr liðinu og það sem meira er, hópnum. Hann fékk tækifæri í gær og töluðu fjölmiðlar þá um “varaliðið”. Það eru menn eins og Lampard, Essien og Cole sem hafa endanlega séð um að hann er hættur að komast í hópinn. Eiður hefur einfaldlega verið slakur í vetur, og til að mynda hefur hann verið tekinn 3 eða 4 sinnum útaf í hálfleik (reyndar í byrjun móts).

    3. Þú talar um loser talk þegar um er að ræða menn sem hafa sannað sig á hæsta leveli. Menn fá ekkert kredit fyrir að hafa verið einhvern tíman góðir. Nando er nú aldeilis búinn að sanna sig á hæsta leveli, og ekki eru menn nú ánægðir með hann. Sama gilti um Baros og marga fleiri.

    4. Varðandi Crouch. Þá hef ég nú oft verið pirraður á honum. Þú ert samt ekki að ná punktinum hjá Kristjáni. Tökum leikinn gegn Chelsea sem dæmi sem spilaður var í bikarnum um daginn. Crouch var slakur í leiknum, engin spurning. Maður tók samt heldur betur eftir því í leiknum þegar hann var tekinn útaf. Þá bara gekk akkúrat ekki neitt að halda boltanum uppi á vellinum. Það er bara þvaður að halda því fram að hann sé ekki góður að halda boltanum, því það er einmitt hans helsti styrkleiki. Ég efast orðið um það útfrá þessum ummælum að þú hafir lítið séð af honum í vetur. Það má gagnrýna hann um margt og mikið, en ekki þetta atriði að mínum dómi.

    5. Saknaði þess að það var ekkert diss á Finnan þarna. Gleymdist það bara 😉 Segir samt að uppstillingin gegn Chelsea hafi verið sú sterkasta.

  23. Vá. Ég hef verið utan við mig fótboltalega séð síðustu tvo daga og missti því alveg af þessari umræðu, en mér sýnist Einar Örn og SSteinn vera búinir að svara ágætlega fyrir mig.

    Hössi, mig langar bara að varpa tvennu fram hér:

    1. Ég get vel skilið að þú sért ósammála mér. Þú ert ekki hrifinn af Crouch, þér finnst Eiður eiga fullt erindi í lið Liverpool, og svo framvegis. Þú ert ósammála mér. En af hverju þarf það endilega að þýða skítkast? Af hverju þarftu að segja hluti eins og það að ég hafi ekkert horft á Liverpool í vetur, eða að ég hafi ekkert vit á fótbolta, bara af því að þú ert ekki á sömu skoðun og ég?

    Þessi vefsíða er notuð til þess að viðra skoðanir, bæði okkar sem skrifum greinarnar og ykkar sem tjáið ykkur um þær. En höldum því á fáguðu nótunum, endilega. Það hefði verið nóg hjá þér að fara í saumana á því hvernig og hverju þú varst ósammála mér – allt tal um vitsmuni mína er óþarfi. Þú gerir sjálfum þér mestan óleikinn með slíku tali.

    2. Ertu ósammála **öllu** því sem ég sagði í ummælum mínum? (#10) Hössi? ÖLLU? Líka því þegar ég sagði að Eiður Smári væri frábær leikmaður? Lestu ummælin mín aftur yfir …

    Ég tók það vísvitandi fram að mér þætti Eiður frábær leikmaður, því ég vildi ekki að ummæli mín væru túlkuð sem einhver gagnrýni á hann sjálfan. Ég sagði einfaldlega að hann væri ekki rétti maðurinn fyrir Liverpool, af því að:

    — Hann myndi ekki ná að slá Gerrard, Momo, Xabi og Didi út af miðjunni hjá okkur.

    — Hann myndi aldrei fara ofar í goggunarröðina hjá okkur en Crouch sem eini framherjinn í 4-4-1-1 eða 4-5-1 kerfi.

    — Hann er ekki jafn snöggur og Cissé, ekki jafn góður í að leika félaga sína uppi og Morientes og ekki jafn góður klárari og Fowler. Reyndar myndi ég ganga svo langt að segja að Fowler sé Eiði Smára fremri í nær öllu sem við kemur því að spila sem framherji. Og Robbie Fowler er hjá okkur nú þegar.

    Eiður myndi kosta 8-12 milljónir punda. Chelsea myndu aldrei selja leikmann af hans kalíberi til erkifjenda sinna á ódýru verði, ekki nema þeir geti fengið eitthvað í staðinn. Sá eini hjá okkur sem þeir myndu vilja væri Gerrard, og hann fá þeir aldrei.

    Þess vegna ályktaði ég eftirfarandi: **Liverpool er ekki að fara að eyða 8-12 milljónum punda í varaskeifu**, hvorki á miðjuna né í framlínuna.

    Og ég stend ennþá við ummæli mín varðandi Crouch, Adriano og Schevchenko. Af þeim ástæðum sem Rafa velur Crouch í liðið er hann sterkari kostur en þeir hinir tveir báðir – hann heldur bolta betur, hann vinnur fleiri skallabolta, og hann spilar samherja sína betur inn í leikinn.

    Jú, þeir eru fljótari. Jú, þeir eru betri skotmenn og skora meira. Jú, þeir eru miklu betri framherjar á heildina litið. En hvorugur þeirra, eins góðir og þeir eru, myndi geta sinnt þeim störfum sem Benítez krefst af Crouch betur en Crouch getur. Það sama myndi gilda um Henry, Eto’o, Van Nistelrooy og jafnvel Rooney (sem er þeirra bestur í að halda bolta og spila samherja sína uppi, en hefur ekki hæð Crouch).

    Mér er full alvara með þessum ummælum og tel mig hafa rökstutt þau vel. Þér er frjálst að vera ósammála þessu, þér er frjálst að finnast hvað sem þér sýnist um ummæli mín. En slepptu skítkastinu.

  24. Kristján Atli – ég sagði að af ummælum þínum að dæma mætti ætla að þú hefðir lítið sem ekkert vit á fótbolta. Í þessum ummælum mínum er ekkert persónulegt skítkast á þig eða vit þitt almennt á knattspyrnu. Ef þú hefur tekið því sem slíku þá biðst ég afsökunar á því.

    Þegar ég segi að ég sé ósammála öllu sem kemur fram í ummælum þínum þá á ég við innihaldi hverrar málsgreinar fyrir sig. Ég er vissulega ekki ósammála einstökum fullyrðingum eins og að Eiður sé frábær leikmaður eða að hann sé 28 ára.

    Til að útskýra mína hlið á málunum þá vil ég taka fyrir hverja málsgrein fyrir sig í ummælum þínum nr. 10. Ég kann ekki að setja ramma utan um ummælin en fæ einhvern til að kenna mér það fyrir næsta tímabil. Vonandi skilst þetta þó þið þurfið að skrolla pínulítið á músinni.

    1 mgr. Eiður yrði byrjunarliðsmaður í hvaða liði sem er í heiminum þegar hann er ómeiddur. Ég fullyrði að hann yrði byrjunarliðsmaður hjá Liverpool, manu og Arsenal hvenær sem er.

    Ég sagði að tilkoma Ballack gæti orðið þess valdandi að Eiður þyrfti að yfirgefa Chelsea. Það þarf samt ekki að þýða það að Eiður sé lélegur leikmaður heldur bara það að hann þyrfti að víkja fyrir einum af bestu leikmönnum í heimi. Það má líkja þessu saman við ef Check kæmi til Liverpool. Reina væri samt sem áður frábær leikmaður sem kæmist í hvaða toppklúbb í heiminum þó hann yrði að víkja fyrir Check.

    Ég sagði að Eiður hefði slegið út menn eins og Crespo, Mutu, Kezman og Philips. Er það ekki rétt hjá mér? Ég er bara handviss um að svo sé. Eiður hefur líka sagt svo sjálfur. Vissulega hefur Philips fengið að spreyta sig en það hefur ekki verið á kostnað Eiðs.

    Eiður hefur ekki bara spilað á miðjunni eftir að Morinho tók við. Hann hefur líka spilað sem senter. Vissulega hefur hann spilað meira sem miðjumaður og þá stundum í holunni fyrir aftan einn senter (ég kalla það holu þegar einn eða tveir menn spila fyrir aftan senter en hafa ekki sérstöku varnarhlutverki að gegna). Ég tel að Eiður myndi slá alla senterana okkar út. Hann er miklu betri en þeir allir. Þetta tel ég mig geta fullyrt miðað við frammistöðu manna sl. 2 ár. Ég hélt að Morientes væri álíka góður og Eiður en það reyndist rangt hjá mér. Ég myndi ekki skipta á Fowler á Eið ef báðir væru í sínu besta formi en Fowler hefur því miður ekki verið í því um nokkurra ára skeið. Þetta er samt allt að koma hjá kallinum. Eiður hefur allt umfram Crouch og Cisse …. nema að Crouch er stór og Cisse er fljótur sem því miður er ekki nóg á hæsta leveli í fótbolta.

    2 mgr. – jú hann kæmist í liðið hjá okkur. Pottþétt. Við þurfum ekki á snöggum framherja að ræða heldur GÓÐUM. Það er til fullt af frábærum leikmönnum sem hafa meira til bruns að bera heldur en einn hæfileika og þeir eru allir í þeim liðum sem við (ég alla vegana) viljum bera okkur saman við eins og Chelsea, Arsenal, R. Madrid, Barcelona, Juve og Milanliðin.

    Mér finnst engin fásinna að borga 8 m. punda eða meira fyrir Eið. Hann er aðeins 28 ára og gæti verið lykilmaður hjá okkur næstu 5 árin.

    3 mgr. – Við erum ekki að leyta að hægri kantmanni. Sú staða er vel mönnuð með Gerrard og Garcia. Okkur vantar senter. Það að Gerrard sé líka að leysa af þangað til góður maður finnst er líka ekki rétt. Gerrard er sjálfur búinn að segja að þetta sé besta staðan hans. Ég var annars búinn að fjalla um þetta í öðrum ummælum hér að ofan.

    4 mgr. – ég er búinn að kommenta á þetta aðmérfinnstrugl um Crouch. Og ég trúi ekki ennþá að þér sé alvara að Adriano og Schevshenco myndu henta liðinu betur þegar Rafa spilar þessa taktík. Það var reyndar af þessum ummælum einum sem ég taldi þig hafa lítið vit á fótbolta. Þetta átti alls ekki að vera neitt skítkast í þinn garð. Síður en svo. Það er afar gaman að rökræða við þig og aðra spjallstjórnendur um fótbolta. Það er nú það sem gerir þessa síðu skemmtilega.

    5 mgr. – Tottenham er liðið sem er í næsta sæti fyrir aftan okkur á töflunni. Það hann verði stór fiskur þar en lítilill hjá okkur tel ég ekki ganga upp. Jafnvel þó ég telji að Liverpool sé með miklu betra lið.

    S.s. ég er ósammála öllu sem kemur fram í ummælum þínum nr. 10.

    Einar Örn – takk fyrir málefnanlegt svar. Ég vísa bara í svar mitt til baka.

    Sigursteinn – mig langar að byrja á þessu með Finnan. Ég hélt því fram á sínum tíma að mér þætti hann slakasti maðurinn í byrjunarliði Liverpool. Mér finnst það ennþá. Á hæla hans kemur svo Crouch. Riise var í þessu sæti einu sinni en mér finnst hann hafa staðið sig afar vel sem vinstri bakvörður. Það að hann er hættulegur sóknarlega vinnur honum inn marga punkta hjá mér.

    Það að Finnan sé bakvörður í sterkasta liðinu er bara af þeirri ástæðu að ég tel að hann hafi aldrei haft alvöru samkeppni um stöðuna. Kromkamp er reyndar allur að koma til og gæti veitt honum samkeppni á næsta vetri.

    Sem svar við töluliðunum þínum 1-5.

    1. Jú Eiður hefur víst slegið alla þessa menn einhvern tímann út úr liðinum og hann hefur ekki bara spilað á miðjunni hjá Morinho. Reyndar fer í taugarnar á mér að þú skulir ekki lesa betur það sem ég skrifa. Ég fullyrti aldrei að Eiður hafi ekki spilað á miðjunni hjá Chelsea. Jú hann ýtti Mutu, Crespo og Kezman út úr liðinu. Hann hefur líka sagt það sjálfur að honum þætti það mikið afrek hjá sér að hafa verið tekinn fram yfir þessa heimsklassa leikmenn.

    2. Eiður hefur ekki verið slakur í vetur. Hann veiktist um daginn sem varð þess valdandi að hann átti erfitt með að vinna sig í liðið aftur. Morinho er líka gjarn á að halda sig við sigurlið og breyta ekki ef vel gengur. Þá hefur það ekkert með getu Eiðs að segja að hann hafi verið tekinn nokkrum sinnum út af í hálfleik. Cole hefur líka verið tekinn út af í hálfleik og sömuleiðis Drogba og Crespo. Það hefur samt ekkert með getu þeirra að gera.

    Ég vil líka benda á að Eiður var besti maður Chelsea í fyrri leiknum á móti Barcelona. Sú frammistaða sýndi að mínu mati af hverju maður eins og Ronaldinho vill hafa hann í úrvalsliði sínu.

    3. Ég vil menn sem hafa sannað sig á hæsta leveli. Ég var mjög spenntur fyrir Nando en svo virðist sem lítil spilamennska allt árið í fyrra hafi farið illa með hann. Hann hefur að mínu mati aldrei náð sér á strik eftir það og ekki komist í nægilegt spil form. Reyndar efast ég núna um knattspyrnuhæfileika hans almennt ef Crouch nær að slá hann út úr liðinu. Baros sannaði sig aldrei á hæsta leveli nema þá þegar hann var leikmaður Liverpool. Ég er í dag mjög óánægður með að hann skildi vera seldur frá Liverpool og tel að það hafi verið mikil mistök.

    Ég er væntanlega það gamall að ég man þá tíð þegar Liverpool var langbesta liðið í Englandi ef ekki allri Evrópu. Ég vil bera mig saman við lið eins og Real, Juve, Milan o.fl. Að sama skapi vill ég vera að keppa um þessi lið um leikmenn og titla. Öll ummæli þar sem menn sætta sig við minna er loser talk að mínu mati.

    4. Þegar Crouc var tekinn út af þá var liðið sest aftur á völlinn af því að það var yfir og Chelsea var að sækja í sig veðrið. Í þeirri stöðu er Crouch gagnslaus. Það að fljótur maður skyldi vera settur inn á í staðinn var mjög skynsamleg ákvörðun. Það er alrangt að bitið hafi farið úr sóknarleiknum þegar hann var tekinn út af.

    Crouch er ekki góður í að halda boltanum frammi. Gerrard er það. Garcia getur það og Kewell er frábær í því. Það má ekki rugla því saman að Crouch geti tekið einstaka þríhyrning við það að hann sé góður í að halda boltanum. Í því að halda boltanum fellst að þú þarft að sóla leikmenn. Crouch getur sólað menn þegar þeir eru að hlaupa í vörnina og Crouch er að rekja boltann í átt að vörninni OKKAR. Mér finnst reyndar öll umræðan um Crouch vera á svipuðum nótum og var um Heskey hérna um árið. Báðir fá credit fyrir að skalla boltann eitthvað út í loftið og ná einum og einum þríhyrningi. Meiri kröfur eru ekki gerðar til þeirra.

    5. Mér er illa við leikmenn sem spila boltanum alltaf til baka eða koma með fallhlífarsendingar frá miðju í stað þess að reyna að spila sig upp völlinn. Þ.v. er mér illa við Finnan. Hann á það sammerkt með Crouch og Heskey að allir fá credit fyrir það að vera inn án þess að skipta sárasjaldan sköpum.

    6. Bara svona fyrir þig Sigursteinn 😉 þá langar mig að minnast á getuleysi þeirra félaga Moores og Parry. Þessa menn þurfum við að losna við svo að Liverpool eigi aftur sén á titlinum.

    Þetta er mín skoðun á málunum. Vonandi verður hún ekki tekin sem skítkast eða leiðindi út í nokkurn mann.

    Áfram Liverpool!

  25. Uppsetningin breyttist þegar ég staðfesti ummælin.

    Það á ekkert að vera inndregið og málsgreinarnar eiga að vera á continue numbering. Vonandi skilst þetta.

    Endilega kippið þessu í liðinn fyrir mig. Takk.

  26. Búinn að laga uppsetninguna.

    >Einar Örn – takk fyrir málefnanlegt svar. Ég vísa bara í svar mitt til baka.

    Ha? Ég er ekkert búinn að svara þér. Ertu að svara sömu ummælunum frá mér í annað skipti, eða? Og er þetta kaldhæðni? Hún greinist ekki nægilega vel á netinu.

    Og Hössi: Ef ég segi við þig: “Þú hefur nákvæmlega ekkert vit á fótbolta” myndir þú taka því sem skítkasti?

    Til að vitna í málsgreinar, þá seturðu > merki á undan málsgreininni. “blockquote” virkar líka.

    >Ég sagði að tilkoma Ballack gæti orðið þess valdandi að Eiður þyrfti að yfirgefa Chelsea. Það þarf samt ekki að þýða það að Eiður sé lélegur leikmaður heldur bara það að hann þyrfti að víkja fyrir einum af bestu leikmönnum í heimi. Það má líkja þessu saman við ef Check kæmi til Liverpool. Reina væri samt sem áður frábær leikmaður sem kæmist í hvaða toppklúbb í heiminum þó hann yrði að víkja fyrir Check.

    Nei nei nei. Þetta er ekki sambærilegt. Það er bara einn markvörður inná og því væri Reina klárlega að víkja fyrir Chech. Eiður er hins vegar að víkja fyrir fleiri leikmönnum en Ballack, þar á meðal Lampard og Essien. Einsog SSTeinn benti á, þá er Eiður strax dottinn útúr hópnum hjá Chelsea og Ballack er ekki einu sinni kominn.

    >Ég sagði að Eiður hefði slegið út menn eins og Crespo, Mutu, Kezman og Philips. Er það ekki rétt hjá mér? Ég er bara handviss um að svo sé. Eiður hefur líka sagt svo sjálfur. Vissulega hefur Philips fengið að spreyta sig en það hefur ekki verið á kostnað Eiðs.

    Aftur, SWP leikur á hægri kantinum! Eiður ekki.

    >Eiður hefur ekki bara spilað á miðjunni eftir að Morinho tók við. Hann hefur líka spilað sem senter.

    Nefndu mér einn leik í vetur þar sem Eiður hefur spilað sem senter.

    >Við erum ekki að leyta að hægri kantmanni. Sú staða er vel mönnuð með Gerrard og Garcia.

    Er hægri kanturinn okkar vel mannaður með miðjumanni og framherja?

    Varðandi Steve Finnan, þá hefurðu að ég held ekki enn bent okkur á betri mann í hægri bakvarðarstöðuna. Ef þú værir Rafa Benitez, hvern myndirðu kaupa?

    >Þá hefur það ekkert með getu Eiðs að segja að hann hafi verið tekinn nokkrum sinnum út af í hálfleik.

    Nei, en það hefur væntanlega eitthvað með það að gera hvernig Eiður Smári var að leika í það skiptið. Semsagt ekki vel.

    >Þetta er mín skoðun á málunum. Vonandi verður hún ekki tekin sem skítkast eða leiðindi út í nokkurn mann.

    Jamm, þessi síðustu komment voru líka mun betri en þau fyrri. Við getum alveg verið ósammála, en það er óþarfi að gera lítið úr þekkingu okkar á fótbolta.

  27. Bara partý og mér ekki boðið! Maður verður nú bara móðgaður.

  28. Einar Örn – við gætum haldið lengi áfram. Ég skal vera stuttorður. Takk fyrir að redda uppsetningunni.

    >Ha? Ég er ekkert búinn að svara þér. Ertu að svara sömu ummælunum frá mér í annað skipti, eða? Og er þetta kaldhæðni? Hún greinist ekki nægilega vel á netinu.

    Engin kaldhæðni. Ég skrifa ummæli nr. 25 og 26 – þú svarar mér í ummælum nr. 27. Ég var að þakka fyrir það málefnanlega svar og svo svara ég þér aftir í ummælum nr. 28. Það var einfaldlega það sem ég var að vísa til.

    >Og Hössi: Ef ég segi við þig: “Þú hefur nákvæmlega ekkert vit á fótbolta” myndir þú taka því sem skítkasti?

    Ef ég segði að Crouch yrði tekinn fram yfir Adriano og Schevshenco þegar spilað er með einn senter frammi og þú myndir segja í kjölfarið að miðað við þessi ummæli vissi ég nákvæmlega ekkert um fótbolta myndi ég ekki taka því sem skítkasti.

    Ef einhver segði við mig að ég hefði almennt ekki vit á fótbolta myndi ég heldur ekki taka því sem skítkast heldur frekar sem gríni því ég veit betur. Ég hef bara svo helvíti oft rétt fyrir mér. 😉

    >Aftur, SWP leikur á hægri kantinum! Eiður ekki.

    Ég nenni ekki að fara nánar út í þetta. Við erum þá allavega sammála um að Eiður hefur haldið heimsklassa leikmönnum eins og Crespo og Mutu út úr liðinu. Svo er nú alltaf erfitt að segja nákvæmlega hvar menn spila í kerfinu 4-3-3 sem Chelsea spilar oftast.

    >Nefndu mér einn leik í vetur þar sem Eiður hefur spilað sem senter.

    Nei ég nenni ekki að fara út í svona tittlingatog. Eiður hefur bæði spilað sem einn af þremur á miðjunni og einn af þremur frammi. Hvort sem það kallast miðjumaður, senter, kantmaður eða bara framherji þá skiptir það engu máli. Eiður er sóknarmaður að mínu mati sem myndi henta Liverpool afar vel. Hann er bara svo fjölhæfur að hann getur leyst margar stöður á vellinum ekki ósvipað og Gerrard gerir. Ég er þess reyndar fullviss um að honum hafi verið stillt upp sem öðrum senter í kerfinu 4-4-2 í vetur.

    Er hægri kanturinn okkar vel mannaður með miðjumanni og framherja?

    Já það finnst mér. Þú getur ekki skilgreint Gerrard sem miðjumann. Hann getur vel verið framherji, kanntari, senter eða hvað sem er. Ég hef margoft á þessu spjalli bent á það að Alonso og Sissoko eru frábærir miðjumenn. Hvorugur þeirra er samt eins sókndjarfur og Gerrard. Mér hefur alltaf fundist að Gerrard eigi að hafa frjálsa rullu og geta sótt að vild án þess að hafa áhyggjur af varnarleiknum. Hann er náttúrutalent og það má ekki múlbinda hann inn á vellinum. Svipaða sögu er að segja með Garcia. Ég myndi alls ekki vilja að maður yrði fenginn á kantinn sem myndi verða þess valdandi að Alonso, Sissoko eða Garcia dyttu út úr liðinu. Fyrr myndi ég vilja sjá aðrar stöður betur mannaðar eins og framherja/sentera eða bakvarðarstöðurnar.

    >Varðandi Steve Finnan, þá hefurðu að ég held ekki enn bent okkur á betri mann í hægri bakvarðarstöðuna. Ef þú værir Rafa Benitez, hvern myndirðu kaupa?

    Úff núna er úr vöndu að ráða. Ég hef margoft sagt að öll liðin í kringum okkur séu betur mönnuð í þessari stöðu. Ég var hrifinn af Chichini sem fór til R. Madrid og nú er ég hrifinn af nýja bakverðinum hjá Arsenal. Báðir mjög sókndjarfir en einnig góðir varnarmenn. Ég myndi vilja kaupa Salgado þrátt fyrir aldur hans. Helst af öllu hefði ég þó viljað að Hullier hefði gefið Babbel sama séns og Rafa gaf Kewell á að ná sér aftur á strik.

    >Nei, en það hefur væntanlega eitthvað með það að gera hvernig Eiður Smári var að leika í það skiptið. Semsagt ekki vel.

    Rétt hjá þér eða að Morinho hefur viljað breyta leikskipulaginu. Ég benti á að Cole hefði líka lent í sama og Eiður en hann er þrátt fyrir það mjög góður leikmaður líkt og Eiður.

    >Jamm, þessi síðustu komment voru líka mun betri en þau fyrri. Við getum alveg verið ósammála, en það er óþarfi að gera lítið úr þekkingu okkar á fótbolta.

    Ég var ekki að gera lítiðu úr þekkingu þinni á fótbolta heldur Kristjáns Atla. Ég vil bara taka það fram að mér finnst þið óþarflega hörundssárir. Jú okkur greinir alla á um hvort Eiður hentar Liverpool eða hvort Crouch sé góður leikmaður. En að halda því fram að Adriano og Schevsenko yrðu á eftir Crouch í goggunarröðinni bara af því að þetta skipulag yrði valið finnst mér rugl. (Með orðinu rugl er ég samt ekki að segja að KA sé ruglaður 😉 )

    Ég vil svo benda á að ummælin …

    >Sorrý kallinn – ummælin dæma sig bara sjálf.

    … áttu að benda til þess að ég hafi verið að dæma Kristján Atla út frá ummælunum en ekki svona almennt. Ekkert skítkast í gangi og alls ekki beint gegn öðrum umsjónarmönnum síðunnar eða formanni Liverpool klúbbsins.

    Að lokum vil ég taka það fram að það sem gerir þessa síðu skemmtilega að mínu mati að í lang flestum tilfellum eru menn málefnalegir og sleppa öllu skítkasti.

    Ég skal reyna mitt besta í framtíðinni. 😉

    Áfram Liverpool!

  29. Best að fá nokkra hluti á hreint.

    Tímabilið 2003-2004 léku Crespo, Mutu, Jimmy Floyd og Eiður með Chelsea. Þeir léku allir í stöðu senters. Í lok tímabilsins hafði Eiður slegið bæði Mutu og Crespo útúr liðinu. Því er það hárrétt hjá Hössa að Eiður hafi slegið þessa menn útúr liðinu. Eftir þetta tímabil tók Mourinho við, sendi Crespo til Milan og hélt Eiði sem framherja. Hann sló líka Zola útúr liðinu 01-02 og Kezman í fyrra.

    Einar Örn segir: “Nefndu mér einn leik í vetur þar sem Eiður hefur spilað sem senter.”

    Betis á útivelli. Einnig allan síðari hálfleikinn gegn Everton í bikarnum og einnig hefur hann verið settur uppá topp í nokkrum leikjum, þar að segja í miðjum leik, eins og í síðari hálfleik gegn Aston Villa. Ekki margir leikir, en samt meira en enginn leikur. Einnig hefur Eiður spilað sem framherji þegar Jose hefur notað 4-4-2.

    Einnig hafa SSsteinn og Einar Örn verið að þræta fyrir að Eiður hafi slegið Crespo útúr liðinu og notað þá rökin “eiður hefur spilað á miðjunni frá því að Mourinho tók við”

    Alrangt. Hann spilaði sem fremsti maður í 4-3-3 kerfi Jose á seinasta tímabili. Þar var hann fyrsti kostur í stöðuna og Drogba annar kostur. Þar var svo í úrslitaleik Carling Cup gegn Liverpool að Jose notaði hann fyrst á miðjunni. Úrslitaleikurinn var í febrúar. Tímabilið byrjaði í ágúst.

    Einnig skil ég ágætlega af hverju Hössi blandar SWP inní umræðurnar. SWP hefur einmitt oft þurft að sitja uppí stúku á kostnað leikmanna eins og Robben og Eiðs Smára sem voru á bekknum. Svo hefur Eiður leikið úti á kantinum í nokkur skipti. Byrjar samt afar sjaldan þar. Þannig þetta var kannski óþarfi, Hössi.

    Og Kristján Atli. Trúir þú því virkilega að Morientes sé betri en Eiður að leika félaga sína uppi? Þetta er auðvitað bara smekksatriði en mér finnst stærsti hæfileiki Eiðs vera einmitt það að finna samherja. 19 stoðsendingar í fyrra. 11 stoðsendingar í ár. Plús þrjú mörk. Kalla það nú seint að hafa átt lélegt tímabil.

    Svo er það rétt að SWP hefur aldrei leikið í holunni (fyrir aftan strikerinn) hjá Chelsea. Það hefur fallið í hlut Eiðs, Robben og Joe Cole að gera það.

Liverpool 3 – Aston Villa 1

Jan Kromkamp á förum?