LIVERPOOL BIKARMEISTARAR!!!
JA HÉRNA! Liverpool urðu í dag enskir bikarmeistarar í sjöunda skipti eftir hreint stórkostlegan úrslitaleik gegn West Ham.
Leikurinn var ótrúlega opinn og skemmtilegur og Liverpool tókst oftar en einu sinni að jafna forskot West Ham. West Ham liðið var jákvætt og spilaði hraðan og skemmtilegan bolta og því var leikurinn frábær skemmtun fyrir alla. Og í dag nutum við þess sko sannarlega að vera með í liðinu **BESTA MIÐJUMANN Í HEIMI**.
En allavegana, byrjum á byrjuninni. Kristján Atli hafði nokkuð rétt fyrir sér í liðsvalinu. Eini vafinn var í rauninni hver yrði með Crouchy frammi en á endanum var það Djibril Cisse. Þannig að liðið var svona í byrjun:
Finnan – Carragher – Hyypia – Riise
Gerrard – Sissoko – Alonso – Kewell
Cisse – Crouch
Menn skiptu svo nokkrum sinnum um stöðu, Cisse dró sig oft útá vinstri kantinn á meðan að Kewell fór fram. Svo var Gerrard náttúrulega í nokkuð frjálsu hlutverki.
Fyrstu 20 mínúturnar voru hálf daufar. West Ham var ögn líflegra, en Liverpool liðið var slappt – menn virtust vera þreyttir. Xabi Alonso var greinilega ekki búinn að ná sér af meiðslum enda var hann mjög slappur, sem og Harry Kewell sem sást varla. Það reyndist síðan svo að báðir fóru þeir meiddir af velli. Xabi fyrir Kromkamp um miðjan seinni hálfleik, en Kewell fyrir Morientes stuttu eftir leikhlé.
Allavegana, eftir um 20 mínútur gaf Xabi afleita sendingu beint á West Ham menn, sem splundruðu svo Liverpool vörninni. Hinn argentíski Scaloni (sem var virkilega góður í leiknum) komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir. Þar virtist **Carra** hætta við að hreinsa, en boltinn hrökk í aftari löppina hans og framhjá Reina. Sjálfsmark hjá Carra og hræðileg byrjun.
Ekki batnaði það fimm mínútum seinna. Þá fékk Etherington boltann fyrir utan teig og skaut að marki. Reina hefði átt að halda boltanum, en í stað þess missti hann boltann til **Dean Ashton** sem skoraði. Sjaldgæf mistök hjá Reina, en afskaplega slæm engu að síður. Staðan orðin 2-0 fyrir West Ham eftir um 25 mínútna leik.
Eftir þetta vöknuðu Liverpool menn heldur betur. Stuttu eftir markið fékk Peter Crouch háa sendingu inn fyrir vörnina og hann afgreiddi hann frábærlega í markið framhjá Shaka Hislop. Eeeen, markið var dæmt af ranglega vegna rangstöðu. Endurtekningar í sjónvarpinu sýndu að um rangstöðu var ekki að ræða.
Örstuttu síðar náði Liverpool svo að skora. Gerrard gaf háa sendingu inn fyrir vörn West Ham, þar sem að **Djibril Cisse** teygði sig fram og afgreiddi boltann örugglega framhjá Hislop. Flott mark og staðan orðin 2-1.
Eftir þetta hélt Liverpool áfram að sækja á West Ham og sjálfstraustið jókst greinilega. Í byrjun seinni hálfleiks minnkaði þessi pressa hinsvegar og Reina þurfti að verja tvisvar sinnum í sömu sókninni til að halda Liverpool inní leiknum. En eftir um 10 mínútur gaf Xabi sendingu inná Crouch, sem skallaði hann niður fyrir **CAPTAIN FANTASTIC** sem þrumaði boltanum í skeytin, algjörlega óverjandi fyrir Hislop og staðan orðin 2-2.
Þá hélt ég nú að þetta væri komið og Liverpool myndi klára þetta. En um 10 mínútum síðar komst **Konchesky** upp kantinn, þar sem hann reynir fyrirgjöf. Hún heppnaðist hins vegar svo vel að boltinn endaði efst í horninu hjá Reina. Það var kannski erfitt að kenna Reina um markið, en þetta var hins vegar afskaplega klaufalegt. West Ham komið aftur yfir, 3-2.
Við þetta virtist allur kraftur vera úr Liverpool. Gerrard byrjaði að haltra og eini maðurinn, sem ógnaði West Ham var Jan Kromkamp, sem kom sterkur inná hægri kantinn. Ég hélt í vonina um enn eitt kraftaverkið, en það virtist ekki ætla að koma…
…þangað til á 90. mínútu. Cisse var meiddur nálægt marki West Ham og þeir sparka boltanum strax útaf, þrátt fyrir að Cisse hafi ekki legið niðri. Hamann ákveður að kasta boltanum aftur til West Ham manna, sem hreinsa hann asnalega. Allavegana, boltinn endar hjá **STEVEN GERRARD**, sem DÚNDRAÐI boltanum af 40 metra færi í vinstra hornið hjá Hislop. Hreint stórkostlegt mark! Ég man ekki eftir að hafa séð þau mörg betri. Staðan 3-3 og venjulegur leiktími búinn.
Framlengin var býsna dauf – ekki ósvipuð framlengingunni í Istanbúl (reyndar skuggalega lík henni). Menn voru gjörsamlega búnir á því og á tímabili lágu 3 Liverpool menn í vellinum með krampa. En á síðustu mínútu framlenginu fengu West Ham menn aukaspyrnu þegar Didi braut af sér. Boltinn kom inní teiginn, þar sem hún fór á hnakkann á einhverjum West Ham manni og stefndi í hornið. En Pepe Reina varði á ótrúlegan hátt boltann í stöng, Hyypi mistókst að hreinsa, en Harewood mistókst á ótrúlegan hátt að skora (en hann var reyndar illa meiddur á þessum tímapunkti). 3-3 og vítaspyrnukeppni.
Í þeirri keppni var það **PEPE REINA** sem varð hetjan. Hamann skoraði úr fyrstu spyrnunni, Reina varði næstu spyrnu. Hyypia klúðraði þeirri næstu og Sherningham skoraði. Staðan 1-1 í vítum.
Þá skoraði Gerrard, en Reina varði frá Konchesky. Riise skoraði þá og staðan orðin 3-1. Upp að boltanum gekk litli Ferdinand bróðirinn og ég var fullviss um að hann myndi klúðra. Spyrnan hans var góð, en PEPE REINA er einfaldlega frábær í að verja vítaspyrnur og hann tók spyrnuna örugglega. Semsagt, Reina varði 3 af 4 vítaspyrnum West Ham og **LIVERPOOL ERU BIKARMEISTARAR!!!**
**Maður leiksins**: Sko, þetta er ekki erfitt. Liverpool liðið var oft á tíðum ekki að spila nægilega vel og margir slappir. Finnan og Riise létu kantmenn West Ham fara illa með sig og hinir meiddu Kewell og Alonso voru slappir. Crouch gerði líka lítið nema leggja markið upp fyrir Gerrard.
Hins vegar var Momo Sissoko verulega sterkur á miðjunni og Didi og Kromkamp áttu verulega góðar innkomur. Cisse skoraði ágætt mark og Reina varði einu sinni stórkostlega og svo náttúrulega 3 vítaspyrnur.
En það var ekki nokkur einasta spurning um hver væri maður leiksins: **STEVEN GERRARD**! Þvílíkur og annar eins leikmaður! Hann var allt í öllu í spili Liverpool og skoraði tvö ótrúleg mörk og lagði upp þriðja markið okkar fyrir Cisse. Ég nenni ekki einu sinni að bera hann saman við aðra miðjumenn. Hann er einfaldlega besti miðjumaður í heimi. Það er enginn leikmaður í heimi, sem ég vildi frekar sjá leiða þetta Liverpool lið. Enn einu sinni á hann toppleik þegar allt liggur við og alveg einsog í Istanbúl dró hann þetta lið áfram. Við gleymum því oft hversu ótrúlegur Gerrard er, þar sem við erum orðin eilítið vön því að hafa hann þarna. En það er á dögum einsog þessum, sem það rifjast upp fyrir manni hversu yndislegt það er að hafa svona stórkostlegan leikmann sem **fyrirliða Liverpool**.
Tímabilið er semsagt búið og það endar stórkostlega. 11 sigurleikir í röð og enskur bikarmeistaratitill. Við unnum tvo bikara á tímabilinu, Super Cup og nú FA Cup og lentum í þriðja sætinu. Ég sagði það fyrir tímabilið að ég yrði sáttur ef við myndum bæta okkur verulega í deildinni og ná 2-3. sætinu þar og ef við myndum vinna einhvern bikar.
Jæja, við bættum okkur um **24 stig í deildinni** sem er frábær árangur og endum árið með öðrum bikarnum, hinum sögufræga FA Cup. Frábær endir á ótrúlega löngu en umfram allt meiriháttar skemmtilegu tímabili.
Ég talaði við Kristján Atla í síma eftir leikinn. Nýbúinn að verða vitni að enn einum stórkostlegum úrslitaleik með Liverpool og sagði við hann: **Það er ekkert lið í þessum heimi, sem er skemmtilegra að styðja en Liverpool.** Eftir svona leiki, þá efast ég um að margir Liverpool stuðningsmenn séu ósammála mér.
**TIL HAMINGJU PÚLARAR!** Njótið dagsins 🙂
SNILLD ALGER SNILLD, ÉG VAR Á PLAYERS OG ER RADDLAUS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!11
Hvernig var þetta hægt? Gerrard er besti knattspyrnumaður sem Englendingar hafa átt…
West Ham eiga samt hrós skilið!!
Heheh ég var nú bara heima og mamma er enþá brjáluð 🙂
og ég rétt að ná að róa mig… þvílíkt mark á 90 mínútu 🙂
og draman í lok framlengingu þegar reina náði einhvernveginn að bæta fyrir mystökin og blaka boltanum í stöngina 🙂
þetta var æði.. best að fara að taka til 🙂
Maður er bara orðlaus og ekkert annað. Hvernig er hægt að halda með öðru liði en LIVERPOOL,
maður spyr sig!
Einar í þetta skipti er ég bara sammála öllu sem þú skrifaðir …
og enn og aftur Til Hamingju Púllarar..
Djöfull var þetta æðislegt :biggrin2: :biggrin2: 🙂
Já, bikarinn er okkar! Þessi leikur var samt við sóttum og hinir vörðust því lengra sem leið á leikinn. Það hefði verið stuldur ef við hefðum ekki jafnað á 90.mínútu.
Rosalega getur maður orðið æstur á svona skömmum tíma……. :blush:
Ég vil útnefna Pepe REINA sem mann leiksins…. Maðurinn gat ekkert gert við mörkum 1 og 3 (mark 3 var fyrirgjöf sem varð óvart að marki…!) en missti boltann rétt fram fyrir sig í marki 2 (smá klúður). Hins vegar varði REINA 3 spyrnur í vítaspyrnukeppninni og gerir aðrir betur…… :biggrin: :biggrin: :biggrin: Maðurinn á meira hrós skilið þó svo að hann hafi gert mistök í 2 markinu…..
Ég er farinn að velta því fyrir mér hvort að þetta sé það sem koma skal…. þ.e. að ef að Liverpool komast í úrslitaleiki þá er það ávísun á 3-3 jafntefli í þvílíkum dramaleik og svo vinnum við í vítaspyrnukeppni….
Ég er svo ánægður fyrir hönd okkar Púllara að því fá engin orð lýst…………………………….. :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2:
Hvað getur maður sagt……….
Sko hvernig er hægt að halda með öðru liði en Liverpool fc?
Ég er búsettur í Danmörku og við horfðum saman á leikinn saman slatti í af Íslendingum, þ.á.m. Aggi sem skrifar pistla á þessu bloggi. Ég veit hreinlega ekki hvað á að segja, Liverpool býr til bestu úrslitaleiki ever. Þeir geta ekki átt rólegan úrslitaleik, á móti Arsenal ’01 í FA ótrúlegt, sama ár á móti Birmingham í Carlington cup, vítaspurnukeppni!! Á móti Alaves, 5-4….en partíið er ekki búið, super cup 3-1 í framlengingu og svo þegar maður var viss um að ekki væri hægt að toppa Istanbul þá kemur þetta….hvað er hægt að segja……
Það er einhver andi yfir þessu liði sem ekki er hægt að lýsa.
Að lokum, talandi um Kaptein Fantastic, maðurinn er orðin legend 25 ára gamall. Eftir enn eitt bakslagið í þessum leik þegar what’s his name skorar úr fyrirgjöf, kemur kaptein Fantastic og gerir hið ótrúlega. Ég meina það var öll orka farinn úr liðinu, það er ekki hægt að neita því.
En hvað get ég sagt….ég er orðlaus….eins og við segjum á íslensku; ég er djúpt snortinn:)
Liverpool lengi lifi, húrra húrra húrra
Til hamingju Púllarar. 3:3 jafntefli í úrslitaleik og markmaðurinn hetja í vítaspyrnukeppni … sounds familiar, we know this!! Steven Gerrard: pottþéttasti miðjumaður og fyrirliði í heiminum í dag!
Vinur minn Stefnir var á leiknum og eðlilega hef ég ekkert heyrt enn í honum, en þetta hlýtur að hafa verið magnað!
Ég ætla að horfa á endursýningu á Sýn í fyrramálið – ekki spurning.
út með riise
Mér finnst Momo Sissoko eiga sérstakt hrós skilið fyrir að berjast, hlaupa og djöflast út um allan völl þegar allir aðrir útileikmenn á vellinum voru næstum hnignir niður vegna þreytu eða meiðsla. Í mínum augum var hann besti maður liðsins í dag.
Magnaður leikur!!!!
ég fór á Players á fyrsta skipti og mér leið eins og ég væri á Anfield. Ótrulega gaman.
Annars er allt liðið ótrúlega gott og Gerard er fáranlega góður leikmaður.
Fjandinn hafi það… getur Liverpool ekki spilað úrslitaleik án þess að vera alltaf með svona drama. Bara einu sinni langar mig til að vinna þetta rólegt og öruggt.
En ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!!!
Ussss þvííkur leikmaður sem Stebbi er, vá! Ég vil að Gerrard eigi börnin mín. 🙂
VBH……viltu að Gerrard eigi börnin þín??? Eigum við ekki aðeins að róa okkur í æsingnum!
MEIRIHÁTTAR !!!!! :biggrin2:
Ég vil hrósa öllu liðinu fyrir frábæran anda og karakter.
Að mínu mati var það einstakt afrek að ná að vinna þennan leik eftir öll áföllin sem dundu á okkur í leiknum. Sjálfsmark, óheppni okkar, heppni þeirra, meiðsli o. fl. er eitthvað sem á að þýða tap á venjulegum degi. En þetta var ekkert venjulegur dagur og Gerrard er ekkert venjulegur leikmaður.
HVÍLÍKUR LEIKMAÐUR SEM STEVEN GERRARD ER.
Svakalega er Reina líka góður leikmaður. Þessar markvörslur hans voru rugl. Það er ekki nóg með að hann verji maður á móti manni heldur eru hann sprottinn á fætur til að verja annað skot. Og markvarslan á lokamínútunni þegar hann varði í stöngina. Ótrúleg. En tókuð þið eftir að hann var kominn strax á hina stöngina til að verja skotið frá Harewood. Og markvörslurnar í vítakeppninni voru geðveikar.
Mikið svakalega þykir mér svo vænt um Hamann. Þvílík snilLd að geta sett manninn inn á með alla sína reynslu og getu.
Allir aðrir leikmenn eiga hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp jafnvel þó þeir hafi verið meiddir, óheppnir eða átt slakan eða góðan dag.
Frábært lið með mikinn karakter. Glæsilegur sigur á annars frábæru liði West Ham.
Áfram Liverpool!
Þvílíkur leikur! Ég sit hérna, degi seinna, loksins við nettengingu og er enn orðlaus yfir þessu marki hjá Gerrard.
Og svo í vító fengum við loksins að sjá með eigin augum af hverju Reina var kallaður nautabaninn á Spáni. Þvílíkur vítabani!
Frábær dagur, til hamingju Púllarar nær og fjær! :biggrin2:
Þetta var magnaður leikur, alla vega endir. Mér fannst LFC ekki spila vel í þessum leik. Vörnin var óörugg og Reina gerði nokkur mistök m.a. þegar Ashton skoraði annað markið.
Xabi var klárlega ekki í leikformi og var slakur í fyrri hálfleik. Hann átti góða spretti í þeim síðari og keyrði sig alveg út. Sissoko er duglegur (workaholic) en ekki jafn beittur frammá við.
En úff… við fengum á okkur 3 kúkamörk og skoruðu massív mörk… jöfnunarmarkið er náttúruluega langt frá því að vera eðlilegt… ussss
Ég vil samt taka það skýrt fram að West Ham var betri aðilinn í þessum leik og börðust ótrúlega vel. Þeir áttu í raun sigurinn frekar skilinn en það sem LFC á er karakter og að gefa ekki upp (alla vega Gerrard). Þetta var ÓTRÚLEGT.
Gerrard skoraði 2 massív mörk og lagði eitt upp fyrir Cissé.
Reina stendur síðan upp vítaspyrnukeppninni og ver 3 af 4 spyrnum eftir að hafa átt slakan leik… ótrúlegur drengur.
Til hamingju Liverpool stuðningsmenn og núna er bara að fylgjast með Silly Season og HM byrjar eftir tæpan mánuð.
Var að lenda frá Cardiff, og þvílík stemning á vellinum. Geggjað!!!
Steven Gerrard er besti miðjumaður í heimi, það er staðreynd.