Jæja, Djibril Cisse sem hefur verið útí kuldanum hjá franska landsliðinu í smá tíma er aftur kominn inní [23 manna hópinn fyrir HM](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/world_cup_2006/teams/france/4769857.stm). Í hópnum er einnig Alou Diarra, sem Liverpool seldi til Lens síðasta sumar.
Franski hópurinn er svona:
**Markverðir**: Fabien Barthez (Olympique Marseille), Gregory Coupet (Olympique Lyon), Mickael Landreau (Nantes).
**Varnarmenn**: Eric Abidal (Olympique Lyon), Jean-Alain Boumsong (Newcastle United), Pascal Chimbonda (Wigan Athletic), William Gallas (Chelsea), Gael Givet (Monaco) Willy Sagnol (Bayern Munich), Mikael Silvestre (Manchester United), Lilian Thuram (Juventus).
**Miðjumenn**: Vikash Dhorasoo (Paris St Germain), Alou Diarra (Racing Lens), Claude Makelele (Chelsea), Florent Malouda (Olympique Lyon), Patrick Vieira (Juventus), Zinedine Zidane (Real Madrid).
**Framherjar**: **Djibril Cisse (Liverpool)**, Thierry Henry (Arsenal), Franck Ribery (Olympique Marseille), Louis Saha (Manchester United), David Trezeguet (Juventus), Sylvain Wiltord (Olympique Lyon).
Þarna verður að teljast líklegast að Henry og Trezeguet séu framherjapar númer 1. Svo er spurning hver er varamaður fyrir þá. Louis Saha hefur leikið vel fyrir Man U að undanförnu, en ég hallast samt að því að Cisse verði framherji númer 3 í liðinu. Það er allavegana vonandi að hann fái tækifæri til að sanna sig á HM.
Þetta er fyllilega verðskuldað að mínu mati. Ég hef í langan tíma verið orðinn hálf sáttur við þá niðurstöðu að Dijb fari frá liðinu í sumar, en nú er ég ekki viss um að ég vilji missa hann.
Hann hefur átt góða leiki bæði sem framherji og kantmaður, verið duglegur að leggja upp fyrir samherja sína og verið virkari í spilinu. Þá hefur hann verið að skora helling að undanförnu, bæði sem kantmaður og framherji. Þar að auki finnst mér hann vera að segja hluti sem benda til þess að hann sé að þroskast og læra að vinna undir stjórn Rafa.
Nú eiginlega vona ég að Djib verði áfram hjá okkur, en þó veltur það allt á því hvað Rafa vill og hver kemur í staðinn ef hann fer.
Hlakka til að sjá hann á HM.
Ég vona að Cisse eigi flotta keppni og verði seldur fyrir sem mestan pening… en eingöngu ef við fáum topp klassa striker í staðinn eins og Dirk Kuyt í staðinn.