Jæja, í kvöld er komið að stórleik ársins í Evrópuboltanum, en þá mætast spænsku risarnir í **Barcelona** og enska stórliðið **Arsenal** í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París. Þetta verður vafalítið spennandi leikur og ég vona að liðin standi við gefin loforð og spili þann sóknarbolta sem þeim báðum er eðlislægt. Við Púllararnir sáum vel bæði í fyrra í úrslitum Meistaradeildarinnar og nú um nýliðna helgi hversu skemmtilegir úrslitaleikir geta orðið þegar bæði lið mæta með jákvætt hugarfar til leiks. Það er vonandi að það eigi við í kvöld.
**ARSENAL** hafa aldrei komist svona langt í Evrópukeppni Meistaraliða eða Meistaradeildinni áður, þetta er fyrsta skiptið sem þeir leika til úrslita. Þar við bætist að þeir eru aðeins þriðja enska liðið á rúmum tuttugu árum til að komast svona langt, en Liverpool unnu keppnina í fyrra og Man U gerðu það árið 1999. Þar áður fór ekkert enskt lið í úrslit í fimmtán ár, sem er löng fjarvera fyrir svo sterka deild.
Bara svo að menn átti sig á því hvað það er óvenjulegt að tvö mismunandi lið frá Englandi skuli komast í úrslitaleikinn með árs millibili. Í fyrra unnu okkar menn óvæntan sigur gegn sigurstranglegu liði AC Milan, og vitaskuld vonast Arsenal-menn eftir sömu niðurstöðu í kvöld, þar sem fæstir veðja á sigur þeirra.
Hinum megin á vellinum er stórlið **BARCELONA**, sem margir vilja meina að sé besta félagslið í heiminum í dag. Það má vel vera, en til að ætla að teljast til fremstu liða þarf að standa undir slíkum nafnbótum og vinna stærstu titlana. Barcelona-menn tryggðu sér nýverið sigur í spænsku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu, einni erfiðustu og bestu deild heims, annað árið í röð sem er vissulega vottur um styrk liðsins, en til að geta talist með bestu liðum Evrópu þurfa þeir að sigra í Meistaradeildinni líka. Juventus, Bayern München og Chelsea hafa sigrað nokkuð sannfærandi í sínum deildarkeppnum síðustu árin í sínum heimalöndum, en hafa ekki landað Evróputitlinum og því er hér tækifæri fyrir Barcelona-liðið til að setjast á toppinn, eitt liða í Evrópu sem bæði sigrar í sinni erfiðu deild og líka í Evrópu.
Þótt undarlegt megi virðast hafa Börsungar aðeins einu sinni orðið Evrópumeistarar, þrátt fyrir að hafa talsvert oftar en það skartað frábærum knattspyrnuliðum. Þeir hafa þó farið oftar í úrslitaleikinn og skemmst er að minnast 4-0 tapleiksins gegn AC Milan vorið 1993, þegar flestir töldu að hin frábæra sóknarlína Börsunga með nöfn á borð við Romario, Stoichkov, Bakero, Guardiola og Koeman innanborðs myndi rústa varnarsinnuðu liði AC Milan. Það varð þó ekki raunin og sá leikur mun örugglega halda Börsungum á tánum á morgun – þeir vita að *allt* getur gerst í svona stökum úrslitaleik.
Nú, það sem gerir þennan leik ennþá áhugaverðari er einn leikmaður. Eða öllu frekar, ein spurning: Fer Thierry Henry til Barcelona í sumar eða ekki? Mín skoðun á því máli er einföld; leikurinn í kvöld mun sennilega fara langt með að sannfæra hann á hvorn veginn sem er. En ljóst er að þetta verður allavega stórleikur, og vonandi fáum við frábæra skemmtun þar sem þarna takast á sumir af bestu knattspyrnumönnum veraldar í stærsta leik ársins.
**MÍN SPÁ:** Ég er að sjálfsögðu ekki hlutlaus, enda hafa Barcelona alltaf verið “hitt liðið” mitt á eftir Liverpool. En alveg hlutlaust þá hef ég einfaldlega meiri trú á mínum mönnum en Arsenal-liðinu. Þótt þetta geti vissulega brugðið til beggja vona þá held ég að Börsungarnir hafi sigur, einfaldlega af því að þeir hafa á að skipa fleiri stórkostlegum sóknarmönnum sem geta valdið skaða. Ef þú nærð að loka á Thierry Henry veikirðu Arsenal-sóknina verulega. Ef þú nærð að loka á Ronaldinho … þarftu samt sem áður að hafa áhyggjur af Larsson, Deco, Giuly, Messi (sem verður með í kvöld) og hinum stórkostlega Samuel Eto’o.
Ég segi að þetta verði jafn og spennandi leikur framan af en að endingu muni Barcelona sigla fram úr og vinna 2-0 sigur, með tveimur mörkum frá hetjum Katalóníubúa, Eto’o og Ronaldinho, á síðustu 20 mínútunum eða svo. Og svo spái ég því hér með að Henry fari til Barcelona í sumar. 🙂
Mér hefur alltaf fundist mikið til Kristjáns Atla koma eftir að ég sá að hann hélt með sömu liðum og ég (fyrst Liverpool, svo Barcelona…). Ég hef haldið með Juve í ítölsku deildinni, en er ósköp framlágur í þeim málum núna…
En leikurinn í kvöld verður að vinnast af Barcelona. Ég hef sagt það hér áður og allir þeir sem þekkja mig vita að það er ekkert lið í heimi íþróttanna sem ég hata meira en Arsenal. Og fólk má alveg kalla mig barnalegan, því ég er það … 🙂 … en ég gæti aldrei samglaðst Arsenal fyrir eitt eða neitt. Það yrði því alvarlegt áfall ef Barcelona vinnur ekki í kvöld. Ég spái 3:1 fyrir Barcelona sem Ronaldhino skorar í fyrri hálfleik, Thierre Henry jafnar í byrjun seinni hálfleiks og svo koma 2 mörk frá Etoo á síðustu 20 mínútunum eftir frábæran undirbúning Ronaldhino… Áfram Barca!
Arsenal vinna 4-2 í venjulegum leiktíma. Staðan verður 3-2 undir blálokin og Barcelona munu pressa mjög stíft en síðan gulltryggja Arsenal siggurinn 4-2 á síðustu mínútu með marki frá Henry.
Hey, ég held líka með Liverpool, Barca og Juve!
Ég vonast eftir frábærum leik í kvöld og megi betra liðið vinna.
Svo vil ég bara minna á að á þessari stundu erum við ennþá núverandi Evrópumeistarar 🙂
Ég held með Barcelona í þessum leik en Stevie Gerrard [heldur sjálfur með Arsenal.](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=387874&CPID=5&clid=3&lid=2&title=Gerrard+wants+Gunners+win)
Hmmm ….Kristján Atli ..ég hélt að þú værir svo rauður í gegn að ekkert annað lið en okkar heittelskaða Liverpool verðskuldi þann heiður að vera …”þínir menn”… 🙂
Ég held með Barselona í kvöld….af einfaldri ástæðu..þó ég vilji enskum bolta vel þá er silfrið alveg nóg fyrir Arsenal… :rolleyes:
Áfram Barselona………..
Að sjálfsögðu held ég með Barcelona. Fyrir utan það að vera með betra lið og betri leikmenn, þá er það skemmtilegra að ekkert annað enskt lið endurtaki það sem við gerðum í fyrra .. að VINNA C.L
Liverpool og svo Barcelona … fallegra en Liverpool – ARSanal
Auðvitað heldur maður með ákveðnum liðum í hverju landi fyrir sig…. slíkt er bara eðlilegt ! Þannig held ég með FH, Ajax, Real Madrid og AC Milan !!!!
og NEI, það voru ekki blendnar tilfinningar í Istanbúl í fyrra þar sem að ég mun ávallt halda fyrst og fremst með Liverpool.
Ég vona að Arsenal vinni því þá held ég að Henry fari yfir til Barcelona í sumar, þar sem hann verður búinn að vinna allt með stórskyttunum og velji því “a new challenge” einsog svo margir aðrir……
Ég held að kjúllarnir í Arsenal hafi ekki reynsluna fyrir svona stóran leik, sjáum bara Boro menn, komust í úrslitaleikinn en voru kaffærðir illilega 4-0. Ég spái samt Barcelona sigri 1-0, með marki frá Iniesta undir lok fyrri hálfleiks.
Ég held jafnframt að þessi leikur verði lítið fyrir augað þó að dramantík verði í endan þegar Henry klúðrar DAUÐAFÆRI og fer svo til Barca eftir það.
Ég held að þó að við Kristján Atli höldum með sömu liðunum, það er Barcelona og Liverpool – þá er Liverpool klárlega númer 1. Ekki nokkur spurning um það. Allavegana höfum við ekki enn stofnað Barcelona blogg.
Auðvitað finnst manni að Barca eigi að vinna þetta, enda eru þeir klárlega með sterkari mannskap. En það er eitthvað við þetta Arsenal lið í ár líkt og okkur í fyrra.
Í fyrra horfðu menn ábyggilega á byrjunarliðið og hugsðu með sér: Við erum að spila við lið með Biscan á miðjunni, Traore í bakverðinu og Riise á kantinum – við hljótum að klára það. Líkt og menn horfa á kjúklingana í Arsenal og hugsa að þeir hljóti að taka þetta.
En alveg einsog með okkur í fyrra, þá er Arsenal að klára leikina. Við vorum langbesta enska liðið í CL í fyrra og Arsenal er langbesta enska liðið í CL í ár. Það *þrátt* fyrir að Chelsea hafi verið besta liðið í enska boltanum. Enska deildin segir einfaldlega ekkert um form manna í CL.
Þannig að sem Barca aðdáandi er ég hræddur um að Arsenal hafi þetta hreinlega með sér líkt og með Liverpool í fyrra og að þeir klári þetta. En samt í kvöld þegar maður sér framan í Messi, Ronaldinho og Eto’o – þá á maður eftir að fyllast sjálfstrausti aftur.
**ÁFRAM BARCA!!!**