Evrópumeistarar!

Jæja, þá getum við bara kallað okkur Evrópumeistara í nokkra klukkutíma í viðbót. Ég ætla að reyna að koma því að *Liverpool eru EVRÓPUMEISTARAR* inní sem flestar setningar í dag. 🙂

Við þurfum þó auðvitað ekki að skila bikarnum, þar sem hann verður á Anfield til frambúðar, þar sem við höfum einmitt unnið þennan titil **fimm sinnum**.

Vladimir Smicer, sem skoraði annað markið okkar í fyrra og sigurmarkið í vítaspyrnukeppni [skrifar pistil í The Guardian um úrslitaleikinn](http://football.guardian.co.uk/championsleague200506/story/0,,1776606,00.html). Ég þreytist sjaldan á að lesa eða horfa á hluti tengda þeim leik.

Svo er líka í Guardian mjög góð grein, sem skýrir muninn á [Barca](http://football.guardian.co.uk/championsleague200506/story/0,,1776487,00.html) og flestum hinum stóru liðinum í Evrópuboltanum. Það hvernig Barca er stjórnað er einmitt eitt af mörgu, sem heillar mig við það lið.

7 Comments

  1. já Barca er svo sannarlega til fyrirmyndar á fleirri sviðum en fótboltavellinum… 🙂

  2. Ég bara verð að segja þetta áður tíminn rennur út eftir nokkra klukkutíma.

    LIVERPOOL ER EVRÓPUMEISTARI!!!

    VIÐ ERUM EVRÓPUMEISTARAR 2005!!!

    Aaahhh, mér finnst alltaf jafn gaman að segja þetta.

  3. Verst að úrslitaleikurinn er viku fyrr í ár svo það er búið að stytta þann tíma sem höfum til að segja:

    Liverpool er Evrópumeistari !!!

    En ég ætla að halda með Arsenal þar sem þeim er almennt spáð tapi, líkt og okkur í fyrra. Að auki gerir það Ensku deildina meira eftirsóknarverða ef þeir vinna og það kemur Liverpool til góða við að laða til sín topp leikmenn.

    Mín spá er reyndar að þetta fari í framlengingu eftir að leikurinn endar 0-0. Eftir það ræðst þetta af heppni og svo auðvitað hugsanlega vítuspyrnukeppni

  4. Djöfulli er þetta búið að vera gott ár, sá leikinn í Istanbul og þetta er búið að vera geggjað ár hjá okkur.
    Þetta árið kynnti ég mig sem Siggi Reynis Evrópumeistari og nú er það Siggi Reynis bikarmeistari :laugh:
    En í sambandi við leikinn í kvöld þá mætast tvö frábær félög og ég get ekki gert á upp á milli þeirra.

    Kv
    Sjúrður Reynis (Bikarmeistari)
    http://www.lfcwallpapers.com
    :biggrin:

  5. Það er sorglegt til þess að vita að Liverpool skuli ætla að láta Morientes fara, en halda Crouch, sem náttúrulega getur nánast ekki neitt . Morientes er ekki nema 30 ára og er með gríðarlega reynslu. Vissuega hefur tímabilið verið upp og niður hjá honum, en hann verðskuldar að vera áfram. Mikið meira spil í kringum hann og Fowler en aðra sentera hjá Liverpool. Eigum við ekki að segja að aðlögunartímabilið hjá honum sé að enda og við sjáum rétta andlit hans næstu árin.

Fer Morientes í sumar?

Barcelona: Evrópumeistarar 2006!