Jæja, það eru merkileg tíðindi að gerast hjá Arsenal. Thierry Henry [ætlar að verða áfram hjá liðinu og skrifa undir nýjan samning](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/arsenal/4996270.stm). Væntanlega eru allir Arsenal aðdáendur í skýjunum.
Fyrir okkur þýðir þetta að Arsenal liðið verður enn sterkara á næsta tímabili. Það er alveg ljóst að þeir verða ekki jafnlélegir og þeir hafa verið á þessu tímabili. Því verður keppnin um titilinn enn erfiðari. Og nauðsyn okkar á að fá nýjan framherja er enn greinilegri. Við getum ekki ætlast til að vinna deildina ef að hin 3 liðin, sem eru að keppa við okkur eru með Henry, Rooney og Shevchenko (ef maður trúir slúðrinu) sem aðalframherja á meðan við erum með (hinn annars ágæta) Peter Crouch.
Þið eruð nú meiri aularnir að hugsa um Arsenal
ykkur væri nær að hugsa um ykkar skítaklúbb, þetta er svo ömurlegur klúbbur að það hálfa væri nóg.
Svo við tölum nú ekki um stuðningsmenn liverpool, hér heima og úti, þetta eru allt aumingjar upp til hópa komnir beint úr “slömminu” í Liverpool með hor og slef. Liverpool er skítlegasta borg sem ég hef farið í í Englandi. Liverpool verður í fallsæti á næsta tímabili.
hafið það AUMINGJAR
áfram LEEDS 🙂 🙂 🙂
ekki gleyma að Spurs voru að kaupa Berbatov… spennandi að sjá hvort hann smelli inn í ensku deildina…
hann verður ekki auðsóttur titillinn á næsta tímabili…
Já við þurfum virklega að kaupa “rétta” leikmenn í sumar til að stíga næsta skref.
Jamm, það verður fróðlegt að sjá hvernigi Berbatov stendur sig, sérstaklega þar sem við vorum svo lengi orðaðir við hann.
Ég hélt alltaf að Henry myndi fara og fylla upp skarð Larsson (og þar af leiðandi slá úr L.Messi)…… Kannski hefði það gerst, hefðu þeir unnið dolluna (sem við unnum 5 sinnum og til eignar…) !