Bestu Kaupin: MOMO SISSOKO
Í lok síðasta sumars voru langflestir Liverpool aðdáendur gríðarlega vonsviknir. Við höfðum vonast eftir að styrkja stöðu miðvarðar og kaupa hægri kantmann. Það gekk ekki eftir. Síðasta sumar var býsna skrýtið. Allt framá [síðasta daginn](http://www.kop.is/gamalt/2005/09/01/10.30.43/) voru fjöldinn allur af hægri kantmönnum orðaðir við liðið.
Varðandi miðverðina þá kom sem betur fer mjög sjaldan til þess að við þyrftum á auka miðverði að halda. Það gerðist þó í tveimur afdrifaríkum leikjum að við hefðum getað notað hæfa varaskeifu. Á móti Chelsea á Anfield þegar að Hyypia spilaði meiddur og lét Drogba éta sig. Og gegn Benfica þegar Hyypia var meiddur og Djimi Traore þurfti að leysa hann af með býsna misjöfnum árangri.
Það að kaupin á Simao hafi ekki gengið eftir var meira áfall og innst inni vonast ég ennþá til að Simao gæti komið núna í sumar því ég held að hann yrði verulega góður kostur fyrir okkar lið. Það fór á endanum svo að hann sendi okkur útúr Meistaradeildinni með frábæru marki á Anfield. En skorturinn á kantmönnum hafði líka annað í för með sér. Steven Gerrard færði sig á kantinn og það skapaði aukapláss á miðjunni, sem var fyllt af þeim manni, sem við viljum meina að sé bestu kaup Liverpool á tímabilinu: **MOMO SISSOKO**.
Síðasta sumar eyddi Liverpool “aðeins” net um rúmlega 8 milljónum punda í leikmannakaup. Burtu fór Milan Baros fyrir 6,5 milljónir punda, Alou Diarra fyrir 2 milljónir, Antonio Nunez fyrir 2 milljónir og svo voru nokkrir samningslausir einsog Biscan, Smicer. Svo voru Diao og Kirkland lánaðir, auk þess sem að Diouf sem var í láni var keyptur til Bolton.
Semsagt, 10, 5 milljónir inní kassann.
Inn komu Pepe Reina fyrir 6 milljónir punda, Momo Sissoko fyrir 5,6 milljónir, Peter Crouch fyrir 7 milljónir punda og Boudewijn Zenden ókeypis. Auk þeirra komu inn nokkrir unglingar
Það þýðir 18,6 milljónir út
Við þetta bættist við um áramótin (takk [LFCHistory](http://www.lfchistory.net/)) Daniel Agger fyrir 5,8 milljónir punda. Þannig að net þá eyddi Rafa um 13,8 milljónum punda í Reina, Zenden, Fowler, Agger, Sissoko og Crouch. Það verður að teljast nokkuð gott því allt eru þetta menn sem hafa á sinn hátt (nema Agger) bætt byrjunarliðið okkar (Zenden var byrjaður að leika mikið og vel þegar hann meiddist).
En þetta eru svosem ekki neinar brjálæðislegar tölur miðað við hin liðin í deildinni: 13,8 milljónir punda á tímabili þar sem gríðarleg umskipti voru á hópnum. Eftir sigur í Meistaradeildinni vorum við alltaf að bíða eftir stóra nafninu, sem kom aldrei. En það er bara eitt betra en að kaupa stór nöfn og það er að kaupa menn, sem verða stór nöfn með þínu liði. Það hefur að vissu leyti gerst. Það má í raun segja að þrátt fyrir að við höfum “bara” keypt 6 leikmenn á þessu tímabili umbreytinga, þá hafa kaupin reynst góð.
Pepe Reina er búinn að vera frábær og halda markinu hreinu sirka milljón sinnum í vetur. Hann er að mínu mati klárlega betri markvörður en Jerzy Dudek auk þess að vera mörgum árum yngri en hann. Reina gæti vel orðið aðalmarkvörður hjá Liverpool í mörg, mörg ár.
Peter Crouch var umdeildasti af mönnunum, sem keypir voru.
>Ef Rafael Benítez kaupir Peter Crouch heimta ég að hann verði rekinn. Já, ég þori að segja þessi orð! Ég vill ekki sjá hann hjá Liverpool? leiðinlegasti, asnalegasti og gagnslausasti leikmaður Englands í dag! Oj bara!
*Kristján Atli [31.maí 2005](http://www.kop.is/gamalt/2005/05/31/0.27.54/)*
Það er ekki nóg að Kristján hafi haft mikið á móti Crouch heldur hafði hann rangt fyrir sér varðandi ALLA þá leikmenn, sem komu til Liverpool nema Pepe Reina, sem var þá öruggur. Kristján spáði að þessir myndu koma: José Reina, Gabriel Milito, Patrice Evra, Luciano Galletti, Luis Figo, Gary O?Neil, Andy Johnson. Ég efast um að þessir leikmenn myndu hafa staðið sig jafnvel hjá Liverpool og þeir, sem voru keyptir.
Allavegana, Crouchy hefur þaggað niður í ansi mörgum gagnrýnendum sínum. Hann hefur leikið frábærlega á köflum, en hann er sennilega ekki nógu góður til að vera okkar *aðal*sóknarmaður. Hann getur ekki haldið uppi sóknarleiknum hjá okkur í hverri viku líkt og Henry eða Rooney gera hjá sínum liðum.
Zenden var að spila ágætlega þangað til að hann meiddist og Fowler átti auðvitað verulega góða innkomu. Agger hefur lítið fengið að spila vegna meiðsla. Virkaði ágætlega á mig þegar ég sá hann spila.
En semsagt, bestu kaupin eru án efa Momo Sissoko. Aðdáendur annarra liða eru kannski ekki alveg búnir að átta sig á mikilvægi Momo, en það mun koma. Við Liverpool aðdáendur höfum hins vegar tekið honum opnum örmum. Hann hefur verið ótrúlega góður í því hlutverk að vinna bolta af andstæðingunum og brjóta sóknir þeirra á bak aftur.
Hann náði svo að koma aftur jafnvel enn sterkari eftir að menn óttuðustu um að hann myndi [missa sjónina](http://www.kop.is/gamalt/2006/02/23/8.11.41/) eftir leikinn gegn Benfica. En sem betur fer kom hann sterkari tilbaka.
Momo hefur vissulega sína galla. Enn hefur hann til dæmis ekki skorað fyrir Liverpool, sem er vonbrigði – sérstaklega þar sem hann lék áður sem framherji. Einnig átti hann það til að brjóta klaufalega af sér fyrr í vetur og fá mörg gul spjöld. Þetta hefur hins vegar lagast gríðarlega. Í síðustu leikjum sá maður hann til dæmis oft koma hlaupandi einsog mannýgt naut að leikmönnum og hóta tæklingu, en draga sig svo út á síðustu stundu. Þá var takmarkinu oft náð, því menn voru orðnir hræddir við hann og misstu stjórn á boltanum.
Þegar að Rafa var að furða sig á þeirri afskaplega sérstöku niðurstöðu að Momo skyldi ekki vera valinn einn af efnilegustu leikmönnum Liverpool þá kom hann með þá kenningu að fólk gerði sér hreinlega ekki grein fyrir því hversu ungur Momo væri og því hefðu menn ekki kosið hann. Það er allavegana alveg ljóst að ef að Momo heldur áfram að bæta sig, þá verður hann gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool á næstu árin. Rafa Benitez hefur núna keypt tvo miðjumenn til Liverpool. Xabi Alonso og Momo Sissoko. Það er ekki slæmur árangur.
**STIGIN FÉLLU SVO:**
1. Mohammed Sissoko – 12 stig (aftur fullt hús)!
2. José Manuel Reina – 7 stig?
3. Robbie Fowler – 3 stig
**EINSTAKLINGSLISTAR:**
**Einar Örn:**
1. Momo
2. Pepe
3. Crouchy
**Kristján Atli:**
1. Momo
2. Pepe
3. Crouchy
**Hjalti:**
1. Momo
2. Pepe
3. Fowler
**Aggi:**
1. Momo
2. Fowler
3. Reina
“Þannig að net þá eyddi Rafa um 13,8 milljónum punda í Reina, Zenden, Fowler, Agger, Sissoko og Crouch.”
Vantar ekki Kromkamp á þennan lista? Ekki að hann hafi aukið kostnaðinn mikið en skemmtilegra að hafa hann með 🙂
Má ég sem sagt túlka þessa grein sem illa dulda árás á mig, Einar? 😯
Neinei, það er fínt að leyfa þessum ársgömlu ummælum mínum að standa. Ég skrifaði þau á sínum tíma viku eftir að Rafa vann Evrópukeppnina með Liverpool og vildi því alls ekki að karlinn yrði rekinn, en skorti orðin til að lýsa því hversu ótrúlega mikið ég var á móti því að fá Crouch til liðsins.
Og trúið mér, ég var sko ótrúlega mikið á móti honum.
En það er jú víst góð ástæða fyrir því að Rafael Benítez er knattspyrnustjóri Liverpool, og ekki ég. Ég hef fyrir löngu síðan étið þessi orð mín með bestu lyst og er í dag feginn að Rafa hafi haft karakter til að ganga frá þessum kaupum þrátt fyrir mótmæli og/eða hlátur stuðningsmannanna. Við höfum allir rangt fyrir okkur!
Og já, mikilvægi og styrkur Momo er kannski ekki öllum andstæðingum okkar ljós ennþá … en hann mun verða það. Ég get ekki beðið eftir næsta leik við Chelsea, þegar Ballack fær boltann í góðri stöðu, býr sig undir að skjóta og … grípur í tómt, því að Momo er búinn að strauja hann með 100% löglegri tæklingu og send’ann á Gerrard sem er kominn í skyndisókn hinum megin. And then they’ll know … 🙂
>Má ég sem sagt túlka þessa grein sem illa dulda árás á mig, Einar? 🙂
Persónulega fannst mér hún mjög vel dulin. 🙂
Momo Sissoko hefur spilað afburðar vel á sínu fyrsta tímabili og ef heldur áfram sem horfir þá verður hann einn besti miðjumaðurinn í ensku deildinni.
Reyndar var ég sammála Kristjáni varðandi kaupin á Crouch og er það ennþá… hhmmmm
Sammála Kristjáni Atla um Couchy (já Couchy)….. 😉 á sínum tíma….. þrátt fyrir Ágætis tilburði er ég enn vonlítill að hann (Couchy ekki Kristján) eigi eftir að gera svakalega lukku á Anfield – verður næsti Heskey :confused:
Hins vegar á Sissoko eftir að verða snillingur… ef hann heldur áfram á sinni braut er ekki ósennilegt að honum verði líkt við Makalele – enda óhuggnalega mikill snillingur á ferð……
Veit að þetta er brjálæði en……….. gætum við verið að sjá næsta John Barnes………… :confused: :confused: :confused:
Sjáum til ……!
>gætum við verið að sjá næsta John Barnes
Ha? Af hverju er Momo hinn næsti John Barnes? Útaf því að þeir eru báðir svartir, eða?