Peter Crouch fór á kostum í leik Englendinga og Ungverja í gær og skoraði frábært mark, sem að hann og Joe Cole bjuggu til. Í tilefni þess, nokkur myndbönd (í boði YNWA)
Markið hans og fagnið:
Hérna er [myndasería](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/photo_galleries/5032866.stm) með fagninu.
Og svo Crouchy að dansa í partíi hjá David Beckham, sem er upphafið að fagninu.
Djöfulsins snillingur! Crouchy mun skora meira en Owen á HM. Ég skal veðja 2000 kalli við einhvern.
Þó ég telji að Crouch sé góður leikmaður verð ég að segja að þetta var asnalegasta fagn sem ég man eftir. Vona að Crouch geri þetta ekki aftur, hann leit út eins og slæm útgáfa af C-3PO.
Þetta er fínn náungi. Annars fannst mér þetta enska lið bara lofa góðu. Poolararnir frábærir og Beckham magnaður og Terry er betri en enginn í föstum leikatriðum. Þeir gætu farið langt.
>asnalegasta fagn sem ég man eftir.
Þetta er besta fagn í heimi. Vona að hann geri þetta eftir hvert mark, sem hann skorar. 🙂
Mikið er ég sammála þér Einar. Crouch er greinilega mikill snillingur og kann að gera gott grín.
Ég spái því að taki þetta fagn 10 sinnum á HM.
Ef hann er snillingur, þá kemur hann með eitthvað enn betra fagn þegar hann “skorar í næsta leik”.
Asnalegasta fagn er skóflan hans Eiðs þar sem að það var upphaflega ætlað að vera útfærsla á það að hann gæti mokað inn mörkum (…….eitthvað sem hann er nú ekki þekktur fyrir í seinni tíð, ef hann hefur þá einhvern tíma verið þekktur fyrir slíkt) !
Flott fagn (fyndið að sjá svona stóran mann taka svona hreyfingar :laugh:)…. eitthvað betra en að kasta sér alltaf, líkt og Súperman, í jörðina með hausinn á undan…. kominn tími til að menn fagni á sinn eigin “uniqe” hátt !
Snilld… hann kann greinilega að gera grín af sjálfum sér og er léttur…
og Einar ég tek ekki veðmálinu… þar sem Owen mun meiðast í fyrsta leik…
Vel tekið mark og Crouch kom vel út úr þessum leik. Gerrard var öflugur en ég set ? við að hafa Carragher sem “holding midfielder”. Er ekki betra að hafa Carrick þar, Rio út og Carra með Terry?
Rólegir með að spá honum 10 mörkum á HM. :laugh:
Ég gæti ímyndað mér að hann skori eitt, kannski tvö, en vonast þó til að sjá hann skora 3-4 stykki. Ef hann tæki tvennu gegn Brasilíu eða Argentínu væri mjöööög erfitt fyrir andstæðinga Liverpool að ætla að gera grín að honum næsta vetur. Það væri það besta sem gæti gerst! 🙂