Rafa skrifar undir samning! (uppfært)

9b32a2a0a991eb.jpg

Rafa Benitez hefur skrifað [undir 4 ára samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152506060602-1242.htm).

**FRÁBÆRAR FRÉTTIR!** Ég gæti ekki ímyndað mér nokkurn þjálfara á þessari plánetu, sem ég vildi frekar hafa en Rafa við stjórnina hjá Liverpool. Rafa er núna samningsbundinn til 2010.


**Uppfært (EÖE)**: Hérna í tilefni dagsins er [gott komment frá Rafa](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17167776%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2d%2dour%2dboys%2dcan%2dplay%2danywhere-name_page.html)

>”I now have a new holding midfielder signed for Liverpool with Jamie Carragher. **”I’m really surprised the best centre-back in the Premiership was playing in midfield for his country**, but I know Carra can play in many positions.

>”Carra has the right attitude and will always try his best. Wherever he plays, he’s always at a very high level. Steven Gerrard is the same, so maybe that’s why the Liverpool players are the ones who are used out of position instead of players from other clubs.”

Snilld!

7 Comments

  1. Frábært! Þetta er að mínu mati besta byrjunin á sumarinu sem við gátum beðið um … :biggrin:

    Þurfum þá allavega ekki að hafa áhyggjur af því að missa hann eða lykilleikmenn í sumar eins og sl. tvö ár. Getum einbeitt okkur að því að fá réttu mennina til liðsins.

    Svo er augljóst að Rafa er búinn í fríi, það er hrúga af fréttum af honum inná opinberu síðunni. Góðar fréttir. 🙂

  2. Frábærar fréttir. Svo verðum við bara að hann skrifi svo undir annan samning 2008 sem tryggir okkur hann til 2015 :biggrin2:

  3. ég held að það liverpool ætti nú að reyna að einbeita sér að þvi að láta einhverja leikmenn skrifa undir! það eru þeir sem spila leikinn…

  4. Það er bara svo miklu betra að einbeita sér að leik liðsins og leikmanna kaupum þegar að ekki er verið að væla og slúðra endalaust þjálfara liðsins Grétar 😉
    Það er jú þjálfarinn sem stýrir liðinu.

  5. Frábært, vart hægt að hugsa sér betri framkvæmdastjóra fyrir okkar ástsæla lið. 🙂

  6. Þetta er góð byrjun á góðu HM sumri. Þá ættu vangaveltur um að hann sé að fara til Real M. eða annars liðs á Spáni að lægja (alla vega tímabundið).

    Hins vegar væri gott að fara að klára eitthvað af leikmönnum…

Meira um Djibril (og Arsenal)

Flo ekki að fara neitt?