Van Basten

Ég veit ekki með ykkur, en fréttaþurrðin er alveg að gera útaf við mig. Það er víst eins gott bara að maður hefur HM-fréttirnar til að ylja sér á þessum löngu dögum, annars veit ég ekki hvað ég myndi gera. Tökum sem dæmi þessa grein á SoccerNet. Þarna er landsliðsþjálfari Hollendinga, goðsögnin Marco van Basten að tala um starf sitt og sambandið við leikmennina.

Van Basten hefur verið vel liðinn sem þjálfari Hollendinga; hann náði frábærum árangri í undankeppninni og hefur bylt þessu liði umtalsvert. Menn gera sér miklar vonir. En á móti kemur að hann hefur tekið nokkrar djarfar ákvarðanir, t.d. það að skilja menn á borð við Kluivert, Davids og Seedorf eftir heima, ákvarðanir sem gætu hefnt sín á honum ef Hollendingar valda vonbrigðum í sumar.

Það besta við greinina er samt þessi punktur hér:

>”We’ve abandoned the petty fines for coming late or leaving mobiles on, as this is not the kind of money that will hurt any modern player. As a punishment he now has to tell a joke in front of the group. That works very well. No one has sinned so far.”

MVB: “Hey, þú, Arjen … komdu hérna aðeins. Já, þú. (pssst ppsstt pssst) …”

Robben: “Æji, þjálfari, nei ekki ….”

MBV: “Strákar, safnist saman hérna sem snöggvast. Arjen gerðist svo grófur að svara SMS-skilaboðum á töflufundi inní klefa áðan. Fyrir vikið ætlar hann nú að segja ykkur brandara. Áfram, Arjen.”

Robben: “Ööö … eee … hvað kallar maður tvo Belga á úlfalda?”


Mér finnst þetta snilldartilhugsun. Peningar skipta þessa gæja engu máli, þannig að hann niðurlægir þá bara í staðinn. Alvöru þjálfari!

Hér að lokum er svo yfirlýsing frá Einari Erni varðandi Holland. 😉

4 Comments

  1. haha og hvað kallar maður svo tvo Belga á úlfalda? 🙂 annars snilldar hugmynd :biggrin:

  2. Það er verið að tala um Steed Malbranque á 4 mills, eða eins og sagt er á teamtalk, “Rafa feels the need for Steed”.
    Persónulega líst mér vel á það, með fína reynslu úr Premíunni, lykilmaður Fulham í 2-3 ár, 26 ára, getur spilað hvar sem er á miðjunni og fyrir aftan framherjana. Ég vona að úr þessu verði.

    Hvað segið þið lesendur góðir um þetta? Yrðuð þið ánægðir með þessi kaup ef að þeim yrði?

  3. Ég hef ekki hugmynd um hvað maður kallar þá. Fannst þetta bara hljóma ágætlega, ágætis fyrri partur af brandara sem væri týpískt að Hollendingur myndi segja. 🙂

CROUCHY!

Mörkin hans Crouch