Jæja, í dag voru 4 leikir á HM. Snemma í dag unnu Portúgalar Mexíkó á meðan að Angóla og Íran gerðu jafntefli. Þar með komust Mexíkóar og Portúgalar áfram úr D riðli.
Í kvöld gerðu Argentína og Holland jafntefli á meðan að Fílabeinsströndin vann Serbíu. Einsog vitað var fyrir leikinn þá komast Holland og Argentína áfram, en Argentína vann riðilinn. Enginn Liverpool maður var að spila í dag (Kromkamp var á bekknum allan tímann), en Dirk Kuyt sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool lék allan leikinn fyrir Holland auk þess sem Gabriel Milito lék allan leikinn fyirr Argentínu í vörninni.
Aaaaaallavegana, mér þykir vænt um 3 af þessum liðum sem spiluðu í dag. Mínir menn Mexíkóar töpuðu fyrir Portúgal og voru að mínu mati nokkuð óheppnir að gera það. Brenndu m.a. af vítaspyrnu í leiknum. Enn finnst mér Mexíkó ekki hafa náð að smella saman og ef þeir spila ekki betur í næsta leik, þá eiga Argentínumenn eftir að klára þá auðveldlega.
Leikur Argentínu og Hollands var frekar daufur. Argentínumenn voru þó heldur sterkari. Dirk Kuyt lék allan leikinn fyrir Holland, fyrst vinstra megin frammi og síðan sem fremsti maður. Mér þótti hann spila sæmilegaog var einna skásturí annars frekar slöppu liði Hollendinga. Argentínumenn virtust taka þessu létt og ég hef á tilfinningunni að ef þeir hefðu verið undir pressu þá hefðu þeir einfaldlega klárað leikinn.
En núna mætast semsagt Argentína – Mexíkó – og held ég að Argentína klári þann leik. Í hinum leiknum mætast Holland og Portúgal í leik, sem verður einn af stórleikjum 16 liða úrslitanna. Það verður verulega spennandi leikur þar sem Hollendingar ná vonandi að senda Portúgala heim til sín. Núna fer þetta að verða spennandi.
Ég sá nú bara reyndar seinni hálfleikinn í Hol – Arg og ég gæti ekki verið meiri ósammála þér Einar með að hafa fundist Kuyt vera einn af sprækustu mönnum liðsins. Var að sjá hann spila í fyrsta skipti og ekki fannst mér hann spennandi. Bróðir minn var búinn að segja mér að “hann væri ótrúlega óspennandi leikmaður og væri alls ekki gaman að horfa á hann spila”, vissi aldrei hvað hann meinti með því en núna veit ég það nákvæmnlega.
Vissulega eru þetta bara 45 mínútur og ætla ég ekki að alhæfa eitt né neitt hvort að þessi leikmaður sé nógu góður fyrir okkur eða ekki, en miðað við fyrsta áhorf er hann ekki leikmaður sem ég vil sjá í Liverpool. Miklu frekar þennan Ryan Babel, sá er þrælskemmtilegur og sprækur.
Þetta er einungis mitt mat og þarf engan veginn að endurspegla mat þjóðarinnar.
Ég sá allan leikinn og mér fannst ekkert varið í Kuyt, allavega gerði hann ekkert til að heilla mig eða sannfæra mig um það að hann eigi heima í Liverpool. En ég segi bara eins og Davíð hér að ofan, þetta er nú bara mitt mat.
Sko, það mætti halda að ég hefði verið að dásama Kuyt. Ég sagði einfaldlega:
>Mér þótti hann spila sæmilega og var einna skástur í annars frekar slöppu liði Hollendinga.
Hann spilaði **sæmilega** og var **einna skástur** í frekar slöppu liði. Hvaða leikmenn léku svona mikið betur í hollenska liðinu (utan þá varnarinnar, sem var ágæt)?
Ég vona að Portúgalir vinni Hollendinga, sem eru ekki að gera spennandi hluti á þessu móti.
Ég var ekki að vitna í pistilinn þinn sérstaklega Einar, bara fylgdist meira með honum en öðrum í þessum leik, sökum skrifana um hann hér að undanförnu.
Ég er á leiðinni til Nürnberg þann 25. júní og sé leik Portúgals og Hollands. Spennandi leikur og vonandi mikið fjör.
Verð nú að segja að mér fannst miðverðirnir, Boulahrouz og Ooijer ásamt Edwin Van Der Sar alveg áberandi sterkustu menn hollenska liðsins. Bakverðirnir voru líka nokkuð sprækir, einkum Jaliens í hægri bakverðinum. Fram á við voru þeir alveg steingeldir. Kuyt fannst mér alveg einstaklega óspennandi í þessum leik. Það er þó ekki hægt að dæma hann almennilega af þessum leik þar sem að hann spilaði mest megnis á kantinum.