Samkvæmt umboðsmanni Daniel Alves, þá gæti hann orðið Liverpool [leikmaður strax í næstu viku](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=397330&CPID=8&clid=14&lid=&title=Liverpool+close+on+Alves):
>”The negotiations are very advanced but it is impossible to close the subject this week. ‘I expect the solution in a couple of days because the difference in money is very little.”
>It is expected that if, and when, Alves puts pen-to-paper on a deal then it will run until 2011.
Vonandi reynist þetta rétt.
Sælir –
hvað getið þið sagt mér um þennan Alves?
Ég veit lítið sem ekkert um þennan leikmann.
Hann er vinstri kantmaður sem einnig getur spilað í marki. Lætur vel í sér heyra í leikjum og er á Spáni kallaður “Los Hoyos” =Öskurapinn.
Hann er 29 ára og hefur mjög góðar staðsetningar ásamt miklum hraða. Einnig frábær skallamaður og mjög góður tæklari.
Sýnist af þessu og kaupunum á Dirk Kuijt sem eru frágengin að Benitez ætli sér að fara spila “Total Football” eftir hollenskri fyrirmynd.
Athugið! Þegar Daniel Alves spilaði með Colo Colo í kólumbísku deildinni þá skoraði hann eitt tímabilið 18 mörk úr aukaspyrnum, ein af ástæðum þess að ég er mjög ánægður með að fá þennan mann til Liverpool enda vantar okkur fleiri góða spyrnumenn. 10m punda er reyndar mikið fyrir enn einn vinstri kantmanninn en kostirnir eru fleiri en mínusarnir. T.d. er hann frábær varaskeifa fyrir Jose Reina í markinu.
Reyndar eru sögusagnir um að hann sé erfiður í umgengni og hafi gaman af því að skemmta sér líkt og siður er hjá Brasilíumönnum. Ég er þó viss um að Rafa Benitez hefur hann undir járnaga og við fáum það allra besta frá Alves.
það er hægt að lesa sig til um hann á netinu…
Daniel Alves
þetta eru bara fyrstu tvær niðurstöðurnar úr google… 😉
Hann er ’83 módel þannig að hann er 23, en ekki 29 ára…
Einng minnir mig að hann sé hægri bakvörður… en ekki vinstri kantmaður… :confused:
Hann er hægri kantmaður og hægri bakvörður… Væri líklega fullkominn í wing-back stöðuna hægra megin en annars má líklega sjá hann fyrir sér á kantinum, ekki erum við að fara að bola finnan í burtu!
Er Colo Colo ekki frá Chile frekar en Kolumbíu ?
>Hann er ’83 módel þannig að hann er 23, en ekki 29 ára…
Einhvern veginn held ég að Arnar hafi verið að grínast með þessum ummælum. 🙂
Ég, að grínast?! Nei látið ekki svona! 🙂