Ókei, tveir leikir í dag en ég ætla bara að fjalla um einn. Fyrst unnu Englendingar nauman 1-0 sigur á Ekvador í einum leiðinlegasta leik mótsins. Ef Beckham hefði ekki sett þessa aukaspyrnu inn hefðu Englendingar ekkert gert til að vinna þann leik, þannig að þeir verða að gera betur í næstu umferð ef ekki á að fara illa.
Í seinni leiknum mættust síðan Hollendingar og Portúgalir, og þótt aðeins hafi verið skorað eitt mark var þetta einn skemmtilegasti og dramatískasti leikur keppninnar hingað til. Portúgalir unnu á endanum 1-0 eftir að Maniche skoraði í fyrri hálfleik, en alls fengu fjórir leikmenn að líta rauða spjaldið, eða tveir úr hvorum liðum.
Ég ætla ekki að ræða spjöldin sem mér fannst öll vera réttlát. Ég ætla heldur ekki að ræða Portúgalina, sem eru með eitt leiðinlegasta liðið í keppninni og eru svo óheiðarlegir að það hálfa væri nóg. Þeir áttu engu að síður sigurinn í þessum leik skilinn, og það er það sem ég ætla að ræða. Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa tekið eftir berum við Einar Örn mjög sterkar taugar til hollenska liðsins, en fyrir utan leikmenn Liverpool í sínum landsliðum er lið Hollands jafnan það eina sem ég held með í stórmótum. Þetta tengist þjálfara liðsins, Marco Van Basten, allmikið því það var í blómatíma hans og hinna stjarnanna í gullliðinu sem ég féll fyrst fyrir Hollendingum. Þannig að í kvöld mætti segja að hafi orðið eilítið stjörnuhrap hjá mér, þar sem ég sá að þjálfarinn Van Basten kemst ekki með tærnar þar sem leikmaðurinn Van Basten hafði hælana.
Fyrst ætla ég að nefna það sem ég ætla ekki að skamma hann fyrir: liðsvalið. Ég var sammála því, þrátt fyrir gagnrýni annarra. Hann stillti upp sömu leikaðferð og í riðlakeppninni og sú aðferð hafði skilað ágætis árangri hingað til, þótt liðið hafi ekki beint sprungið út með látum eins og t.d. það spænska. Þá fannst mér ákvörðun hans að taka Ruud Van Nistelrooy út úr byrjunarliðinu réttlætanleg, því þótt hann hafi skorað eitt mark í keppninni (einu meira en Dirk Kuyt) þá var hann ekkert búinn að gera fyrir liðið í þremur leikjum en Kuyt átti góðan leik gegn Argentínu.
Síðan hófst þessi leikur og það kom fljótlega í ljós að Big Phil Scolari hafði undirbúið sína menn feykivel og Portúgalirnir áttu svör við öllu sem Hollendingarnir reyndu. Og það var þá, í hita leiksins, sem vankostir Van Bastens sem þjálfara sýndu sig í öllum regnbogans litum. Þetta fór úrskeiðis, meðal annars:
1. Arjen Robben og Robin Van Persie. Á meðan hinir hafa verið að syngja í grúppu í þessari keppni, og meira að segja Cristiano Ronaldo og Luis Figo sýndu samhug með liði Portúgala, héldu þessi tvö ungstirni áfram að syngja inná sitt hvora sólóplötuna á köntunum. Hversu margar fyrirgjafir framleiddu þeir fyrir Dirk Kuyt, og svo Jan Vennegor of Hesselink, í þessum leik? Ég taldi þær og þær sem voru ekki alveg út úr kú voru heilar tvær talsins! Robben þarf að þroskast, hann er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður í heiminum en honum er algjörlega fyrirmunað að spila fyrir liðið, hann ætlar að gera þetta allt sjálfur og sýna hvað hann er góður. Hinum megin er Van Persie ekki mikið skárri, en hann náði þó betri árangri gegn Nuno Valente í kvöld en Robben, en hinn frábæri Miguel tók hann og snýtti honum í kvöld. Vandinn var bara sá að þegar Van Persie komst framhjá Valente leitaði hann alltaf að skotinu, í stað þess að gefa boltann. Þetta kom Marco Van Basten mikið við, því þar sem þetta var augljóslega ekki að ganga hjá Van Persie og Robben bjóst ég við breytingu strax í hálfleik, einhverju nýju í vængspili Hollendinga. Sú breyting kom þó aldrei, augljóslega af því að Van Basten átti engin önnur spil uppí erminni.
2. Ruud Van Nistelrooy. Á bekknum í 96 mínútur. Mörk skoruð í kvöld? 0. Þegar þú ert einum leikmanni fleiri, í stórsókn en vantar mann inní teiginn til að klára færin, og hefur bara 10 mínútur til að jafna leikinn ellegar detta út í 16-liða úrslitum HM í knattspyrnu, ÞÁ SETURÐU RUUD VAN FOKKING NISTELROOY INNÁ HELVÍTIS VÖLLINN! Í alvöru. Þótt hann sé leikmaður Man U og þótt hann sé hálfviti sem hafi æst sig ofan í rassgat og rifist við Van Basten á æfingu í gær eftir að ljóst varð að hann myndi byrja á bekknum í kvöld. Jafnvel þá, þá brýturðu odd af oflæti þínu og setur manninn sem skorar fleiri mörk en næstum því hvaða annar framherji sem er í heiminum inná völlinn! Van Basten lét hér persónulegar deilur sínar við Van Nistelrooy eyðileggja heilt heimsmeistaramót fyrir Hollendingum. Sniðugt!
3. Jan Vennegor of Hesselink? Og svo bara dæla boltanum inná völlinn? Á tímabili bjóst ég við að hann myndi setja Robert Huth inná líka, þá hefði ég farið að leita að José Mourinho þarna á hliðarlínunni. Þú ert með TÓLF VARAMENN TIL AÐ VELJA ÚR, og þú setur slánann inn í teiginn og lætur menn svo bara dæla honum inní? Ekki sniðugt. Ég meina, Hollendingarnir voru þó að komast í færin þangað til Vennegor of Hesselink kom inná, eftir það fóru þeir bara í dælingar að fyrirskipan þjálfarans. Þeir hefðu sennilega jafnað á endanum ef hann hefði ekki skipt neinum fleirum inná, en Jan Vennegor of Hesselink? Piff!
Já. Ég er pirraður. Hollendingarnir eru vissulega með ungt lið og þessi keppni kom sennilega tveimur árum of snemma fyrir þá. Ég mun sennilega búast við meiru af þessum strákum á EM 2008. En kvöldið í kvöld var samt algjört klúður af hálfu Van Basten. Og svo er það spurning hvað verður um hann. Þetta var jú fyrsti tapleikur hans sem þjálfari Hollendinga, í rúmlega 20 leikjum á tveimur árum. Er ekki frekar hart að ætla að láta hann fara eftir sinn fyrsta tapleik? Það er spurning hvort hann verður áfram, eða hvort hann hreinlega getur það því hollenska pressan mun sennilega slátra honum á morgun. En það sýndi sig greinilega í dag hver munurinn er á óreyndum manni eins og Van Basten og hinum stórsnjalla Big Phil Scolari, sem sýndi enn og aftur hvers vegna hann er einn besti landsliðsþjálfari í heiminum. Eins leiðinlegir og Portúgalirnir eru þá eru þeir fjandi góðir, og miklu beittari og öflugri í sínum aðgerðum en Hollendingarnir í kvöld.
Þeir mæta Englendingum á föstudag og miðað við leik liðanna í dag sé ég lítið annað í spilunum en að Portúgal vinni þann leik. Jafnvel án Deco og Cristiano Ronaldo ættu þeir samt að hafa sigur gegn þeim ensku. Af hverju? Jú, enn og aftur er það Big Phil sem mun ríða baggamuninn. Því ef Marco Van Basten er gallaður þjálfari þá kemst hann ekki með tærnar þar sem Sven Göran Eriksson hefur hælana í þeim efnum. Við skulum orða það svo: ég var fúll eftir kvöldið en hafði þó geð í mér til að skrifa reiðipistil um Van Basten. Get ekki sagt það sama um Sven Göran Eriksson; því færri orð sem höfð eru um hann, því betra …
Já, ég er svo sammála þér í þessu !! Nistelrooy er sennilega sá Manjú maður sem ég þoli minnst af þeim öllum en samt öskraði ég hann inn á!! Þetta var svakalegt…Van Basten er sennilega þrjóskari en sjálfur Sir Alex.
Þó að ég haldi ekki með Hollendingum á þessu móti þá vildi ég samt að þeir tækju þetta en van Basten gerði í því að reyna að jafna Svenna í heimsku :laugh: En þetta var samt laaaaaaaang skemmtilegast leikur mótsins klárlega !! Hefði bara frekar mátt fara 5-4 eða eitthvað 🙂
En mikið voru Englendingarnir slakir. Þetta lið mun ekki smella fyrr en Svenni tekur annað hvort Lampard eða Stevie úr liðinu, og það er ekki spurning um hver það verður…eða er það ?!:rolleyes: Þarf allavega eitthvað mikið að gerast hjá þeim !!
Ég er sammála flestu sem kom fram í þessum pistli en vildi bara benda á að Robert Huth er Þjóðverji og því hefði hann aldrei komið inná í þessum leik og leiðinlegt fyrir okkur púllara að hafa ekkert séð til Kromkamp í þessari keppni eða var hann ekki annars örugglega í hópnum hjá Hollendingum?
Liverbird, hélstu virkilega að ég hefði verið að meina það bókstaflega, að ég héldi að Huth væri Hollendingur? :rolleyes:
Ég var að vísa í það hvað taktík Van Basten undir lokin var lík taktík Mourinho þegar hann lendir jafnan undir. Hann virtist bara ekkert svar eiga við varnarleik Portúgala í seinni hálfleik, og því fór sem fór.
Hélt ég þyrfti ekki að útskýra þetta fyrir neinum. :laugh:
Þessi úrslit komu mér ekkert á óvart. Scolari er refur og það er ekki að ástæðulausu að árangur hans með lið á HM er 11 sigrar – 0 jafntefli – 0 töp.
Kristján talar um hvað Portúgalirnar séu með leiðinlegt lið. Eina sem ég hef við þá að athuga að það vantar nokkuð upp á kraftinn á síðasta þriðjungi vallarins en þeir eru með marga flinka spilara í sínum röðum sem gaman er að sjá spila.
Hollendingar voru nákvæmlega ekkert skemmtilegir í þessu móti og ég er feginn að þeir séu farnir heim. Ég er sammála Kristjáni með að Basten hafi leyft van Persie og Robben að leika alltof lausum hala í þessu liði á meðan menn eins og van Bommel og Cocu voru bara nánast ekkert með í sóknarleik liðsins. Sáust reyndar aðeins meira í þessum leik en í riðlakeppninni.
England – Portúgal í fjórðungsúrslitum? Portúgal vinnur, ekki spurning! Scolari hefur haft betur gegn Erikson í tvígang og miðað við spilamennsku Englendinga á mótinu þá sé ég ekkert annað í spilunum en að staðan verði Scolari 3 Erikson 0. Þrátt fyrir fjarveru Deco og Costinha því Portúgalir eru með menn til að leysa þá af, annað en enskir.
Ég tek það fram að lokum að ég er enginn sérstakur aðdáandi Portúgala.
Þetta var skrýtinn dagur. Ég er farinn að halda það að Englendingar verði heimsmeistarar, því það er sama hversu illa þeir spila, þeir komast áfram! Segi svona…
Seinni leikurinn var náttúrlega algjört met, og ég er sammála flestu sem Kristján skrifar í greininni sinni hérna. Ég þoli ekki hversu oft Figo dettur niður og ég öskraði næstum því á sjónvarpið þegar hann átti sannarlega að fara út af fyrir skallann á Van Bommel … en í þessum leik fannst mér Portúgalarnir ekkert frekar óheiðarlegri en Hollendingarnir. Ég vil ekki fara í tittlingaskít yfir öll atvik í leiknum enda væri það sennilega eilífðarmál, en fair-play brást þegar Hollendingar gáfu ekki Portúgölunum boltann aftur eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður – atvikið sem kom rétt á undan fyrra gula spjaldi Decos (sem auðvitað var réttlætanlegt, jafnvel ansi appelsínugul lykt af því). Þetta hafði engin úrslitaáhrif á leikinn en svona dæmi fara rosalega í taugarnar á mér. Ég er Framari í fótboltanum og mér er enn minnisstætt atvik á KR-vellinum fyrir mörgum árum, þegar Fram sparkar boltanum út af vegna meiðsla leikmanns, KR-ingar taka svo innkastið og á meðan leikmenn Fram eru hálfstamir og hissa, þá skora KR-ingar upp úr þessu mark.
Það er af nógu að taka í þessum leik Portúgala og Hollendinga. Ég vona að Figo fái refsingu fyrir skallann (frá FIFA, er það ekki annars hægt eftir myndbandsupptöku?) en annars hlakka ég til næstu tveggja daga – mjög mikið.
Já góða kvöldi.
Að halda því fram að Portúgalir séu óheiðarlegir og spili leiðinlegan fótbolta finnst mér langsótt, sérstaklega þegar sá hinn sami er harður stuðnigsmaður Hollendinga. Það var til dæmsi rosalegt að sjá hvernig þínir menn lögðu upp með að taka Ronaldo úr leik og getur það varla talist sem falleg og heiðarleg leikaðferð. Hollendingar hafa ekki verið góðir í þessari keppni og síður en svo skemmtilegir.
Það er frekar skondið að lesa færslur hér á síðunni þegar maður heldur ekki með sama liði og höfundur. Maður er bara ekki vanur því og sýnir það greinilega að fótbolti og umræða honum tengd er oftar en ekki spurning um tilfinningar fremur en staðreyndir. (er þó alls ekki að halda því fram að rangt sé farið með staðreyndir í ofangreindum texta)
England vs. Ekvador -> LEIÐINLEGASTI LEIKUR MÓTSINS
Portúgal vs. Holland -> UMTALAÐIST LEIKUR MÓTSINS (alla vega hingað til).
Fyrri leikurinn var ömurlegur og ég ætla rétt að vona að bæði lið nái að tapa í næsta leik 😉 (ef einhver gagnrýni eða hefur komment á þetta þá er hinn sami ekki að fatta neitt……..).
Seinni leikurinn…….! Hvað fóru mörg gul spjöld á loft eiginlega….. (Það verður svakalega sekt sem sambönd þessara landsliða eiga eftir að fá)
Holland átti svo sannarlega skilið að jafna í þessum leik… tölfræðin segir það en því miður þá hafa úrslit leikjarins ekkert með tölfræði að gera…. Varðani Nistelroy, þá er það óskiljanlegt hvað framkvæmdarstjóri LANDSLIÐS getur verið heimskur að láta persónulegan ágreining sinn koma framfyrir ávinning HEILLAR ÞJÓÐAR….. Ef Beckenbauer vildi taka við landsliði Þýskalands eftir æfingaleik þess við Ítali hér um daginn þá hefði öll hollenska þjóðin átt að taka við landsliði þeirra og láta Nistelroy inn á í þessum leik (sama hvaða álit menn hafa á Kjut hér á síðunni þá átti scums maðurinn að byrja þennan leik)
FIGO….. Áttum okkur á einu áður en lengra verður haldið, ég er rosalegur aðdáandi þessa leikmanns (bölvaði RAFA fyrir því að setja ekki, þess vegna 3 milljónir punda í það að kaupa hann á sínum tíma)… EN EN hvað var dómarinn að pæla þegar hann skallaði Bommel…. Slíkt verðskuldar ekkert annað en rautt spjald enda á það ekkert við knattspyrnu að gera….
PORTÚGAL vann þennan leik með leiðinlegri knattspyrnu, leikaraskap og leiðindum 😡 😡
Enn og aftur þá vona ég svo sannarlega að þetta lið eigi eftir að tapa í næsta leik…….!!!!!!
Vá hvað þetta er mikið kjaftæði með að Portúgalir séu með eitt leiðinlegasta liðið í keppninni og að þeir séu rosalega óheiðarlegir. Þeir voru akkúrat ekkert óheiðarlegri en Hollendingar í þessum leik. Þetta var skemmtilegasti leikurinn sem ég hef séð á mótinu til þessa og Hollendingum er ekki einum að þakka fyrir það, hreinar línur.
Svo virðistu gleyma því algjörlega að Hollenska liðið hefur mesta leikara og dífingameistara mótsins, Arjen Robben og ekki eitt einasta atvik hjá Figo eða öðrum Portúgala í þessum leik toppar hans óheiðarleika á velli. Það var ótrúlega gott á Robben að vera stimplaður inni í teig og fá ekkert fyrir sinn snúð (þar sem búið var að dæma ranstöðuna). Hann átti það skilið fyrir öll sín “úlfur! úlfur!”
Já ég var hinsvegar að fara yfirum á leikaraskapnum hjá Hollendingum. Robben, Kyit, Bronchurst og fl. voru sífellt á hausnum, um leið og einhver snerti höndina á þeim , kypptust lappirnar undan þeim eins og skotnir væru..
En hinsvegar sjáum við allir leikin út frá því liði sem við höldum með.
Ég hef alltaf borið tilfinningar til Hollands, en mér þótti þeir bara ekki neitt skemmtilegir í þessari keppni. Og þar að auki hef ég það bara ekki í mér að halda með liði sem Robben spilar með…
svo bjó ég í Portugal og hélt því með þeim..
Ég bjó líka í nokkur ár í Englandi og er mikill poolari..
En mér er farið að reynast mjög erfitt að halda með Englandi í þessarri keppni.
Þeir spila svo leiðinlegan bolta. Og ég skrifa það mest á Sven Göran.
Hann er alveg steingeldur í hugmyndasmíðinni, og fáránlega varnarsinnaður.
Lampard er að gera mann gráhærðan, Lennon hefur komið með gríðarlegan kraft í liðið í þessum 2 leikjum sem hann hefur komið inn í.
Spurning um að hann fái betri séns í næsta leik..
Hvíla Lampard og Beckham Lennon inn
Fagmannlegt.
Svenni er heimskari, það er næsta víst. Basten hins vegar slagar hátt í hann, miðað við hegðun sína í kvöld.
Lampard skal víkja. Var í ruglinu í allan dag. Einnig væri athyglisvert að nota Lennon miklu mun meira. Hann er hrikalega góður.
Einnig legg ég til að Rafa splæsi hreinlega í hann. Vandamál Liverpool með hægri vængmann væri þar með úr sögunni.
Ég veit að Hollendingar voru með leikaraskap, rétt eins og Portúgalir. En Portúgalir eru einfaldlega verri í þessu, og þótt það séu öll lið með leikara innanborðs (já, líka Liverpool) þá er portúgalska liðið einfaldlega það langversta.
Ég tel mig ekkert hafa fjallað um leikinn hliðhollt Hollendingum. Ég talaði um að Portúgalir hefðu átt sigurinn skilinn, að þeir væru með betra liðið, og eyddi síðan um þúsund orðum í að drulla yfir liðið sem að ég hélt með í þessum leik. Hvernig getur það talist hlutlæg umfjöllun?
Tvi midur sa eg ekki tennan leik tar sem hann var kl half 5 ad nottu til i Astraliu… en gott ad geta lesid um hann her… I kvold verdur stor dagur i astraliu.. og vegna tess ad eg er staddur tar ta vona eg ad Harry vinur okkar eigi eftir ad skora sigurmarki aftur… hann er sko kalladur gulldrengurinn her i Astraliu.. stemningin her tegar hann jafnadi gegn krootum var rosaleg…
Hordi a leikl tjodverja og svija a spirtpobb her i adelaid og var ekkert sma hissa ad tad var risa mynd af fyrilidanum okkar Eidi Smara a vegnum tar… http://kristjanr.blog.is/admin/album/edit.html?img_id=31957
og audvita fekk eg mynd af mer med kappanum 🙂
Kvedja fra Astraliu… Kristjan R
sorry… hinn linkurinn virkadi ekki svo eg setti annan…http://kristjanr.blog.is/album/djamm1/image/31957/
Kvedja aftur fra Astraliu 🙂
sorry… hinn linkurinn virkadi ekki svo eg setti annan… http://kristjanr.blog.is/album/djamm1/image/31957/
Kvedja aftur fra Astraliu 🙂
Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa sjálfan mig öskrandi á sjónvarpið: “SETTU VAN NILSTEROY INNÁ”, en það gerðist í gær.
Þetta er algjörlega klassískt Holland. Hver einasta helvítis keppni hjá þessu liði fer útí eitthvað rugl vegna rifrilda á milli leikmanna og þjálfara. Ég hélt að þetta væri búið víst að Kluviert, Seedorf og Davids voru farnir ut, en það virðist ekkert hafa breyst.
Með fullri virðingu fyrir Kuyt, þá er einfaldlega enginn betri í heiminum í svona stöðu en van Nilsteroy. Ég get ekki fyrir mitt litla líf séð hvernig menn geta réttlætt það fyrir sjálfum sér að hafa hann á bekknum.
Ég nenni ekki einu sinni að tala um vitleysingana Robben og van Persie. Frammistaða þeirra dæmir sig sjálf. Og já, van Bommel hefur valdið mér einna mestum vonbrigðum af leikmönnum á þessu móti.
Djöfull er ég fúll yfir þessu. Bæði Mexíkó og Holland dottin út á einni helgi.
Súrt að finna mynd af Eið í landsliðsbúningnum íslenska, í Ástralíu af öllum löndum :biggrin:
Að Portúgal-Holland, þá var þetta bráðskemmtilegur leikur, hafði upp á allt að bjóða, nema hvað það hefðu mátt vera fleiri mörk og framlenging 🙂 Bæði liðin voru dörtí og komu þannig stemmd til leiks, spjaldagleðin var eðlileg því það fyrsta sem kom upp í huga Hollendinga var að stöðva Ronaldo með öllum ráðum og það varð að stoppa þá í þeim brotum, það kom reyndar of seint og litla manú-væluskjóðan fór af velli meiddur. En eftir þessa spjaldabyrjun þá var ekki aftur snúið hjá Ivanov dómara.
England er í ruglinu, en Gerrard og Rooney eiga stórleik næst og skjóta England áfram.
Kristján Atli. Það eru í raun tvær setningar hjá þér sem ég vil kommenta á. Sú fyrri var að öll spjöldin hefðu átt rétt á sér. Þar er ég algjörlega sammála þér. Mér fannst dómarinn ekki dæma leikinn illa. Hin setningin var að Portúgalir séu með leiðinlegt lið og óheiðarlegir en þar er ég hjartanlega ósammála þér. Bommel er einhver mesti leikari sem ég hef séð á vellinum. Þetta þegar Figo setti andlitið upp að hans var ekki til þess fallið að hann þyrfti að lippast niður eftir 30 sekúndur. Aumingjaskapur að mínu mati. Það var það líka aumingjaskapur að mínu mati þegar Heitinga gaf ekki boltann til baka á Portúgali. Djöfull skildi ég Deco þegar hann straujaði hann. Svo væri gaman að fá dæmi frá þeim sem segja að Portúgalir hafi verið óheiðarlegir.
Djö var Kyut góður í leiknum. Ég var að sjá hann í alvöru leik í fyrsta skiptið og nú vil ég fá hann til Liverpool. Hann átti sannarlega skilið að spila allan leikinn.
Gaman að heyra í spjöllurunum frá Ástralíu. Ástralía er mitt lið og Kewell er maðurinn. Ég vona innilega að þeir vinni Brassana.
Ég skellti mér á þrjá leiki á HM. Stemningin er rugl. Ég get aldrei lýst henni með orðum. Gleði, gleði, gleði, gleði og ekkert annað.
Fín breyting á uppsetningunni á síðunni.
Áfram Ástralía og Þýskaland 😉
Ég er sammála því að Portúgal er með eitt leiðinlegasta lið keppninnar þegar kemur að óheiðarleika og leikaraskap. Figo er bara vitleysingur sem ég þakka nú fyrir að hafi ekki komið til LFC.
En ef við snúum okkur að leiknum sjálfum finnst mér það vera hjákátlegt að heyra í manni eins og Sepp Blatter að væla yfir of mörgum spjöldum í leik. Ég meina, eru einhverjar reglur yfir það hversu mörg spjöld geta litið dagsins ljós í leikjum??? Er það dómaranum að kenna að leikmenn hagi sér eins og fífl? Ef þú stelur og ert tekinn fastur og dæmdur fyrir það, er það þá dómaranum eða löggunni að kenna?? Sama á við um brotin í leiknum og hegðun leikmanna beggja liða. Deco fær klárlega seinna spjaldið sitt fyrir að taka boltann og hindra að Hollendingar tækju snögga aukaspyrnu. Maður með 1 í greindarvísitölu hefði fattað það að svona þýddi annað gult spjald og þ.a.l. rautt í kjölfarið. Ég bara hreinlega skil ekki það fólk sem horfir alltaf á dómarann en lítur aldrei á hegðun leikmanna áður en þeir/þau kommentera á hlutina. Dómarar gera skyssur sem er eðlilegt en gróf brot og heimskupör leikmanna er ekki eitthvað sem dómarar eiga heiður á.
Fyrir svo utan þennan leik verður að viðurkennast (frá mínu sjónarhorni) að dómgæslan hefur verið hreint út sagt pirrandi léleg! Fyrir tæklingu í ennishæð sem einhver afríkunegrinn gerði á Figo í riðlakeppninni var ekki einu sinni gefið tiltal og hvað þá spjald. Svo geta dómarar verið að sleppa leikmönnum trekk í trekk í trekk fyrir að viljandi reyna að fiska menn útaf með stanslausum leikaraskap. Þetta er klárlega að mínu viti ein af þeim keppnum sem lélegasta dómgæslan hefur litið dagsins ljós. Pressan er mikil en með mikilli pressu þarf að mæta uppfæra dómgæsluna yfir höfuð og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Gult spjald fyrir leikaraskap í ÖLL þau skipti sem dómarinn telur menn vera að leika sér…ekki bara eitt og eitt skipti. Rautt spjald þegar rautt spjald á að gefa sama hvort maðurinn heitir Wayne Rooney, Peter Crouch eða Mboma Ding Dong. Þessir so-called yfirmenn fótboltamála í heiminum ættu að fara að hugsa sinn gang áður en HM breytist úr skemmtilegasta íþróttaviðburði heims og yfir í leiksýningu, leiðindi og fíflagang. SHIT hvað ég er orðinn pirraður! Veriði sæl! 😡