Aurelio til Liverpool (staðfest)!

Chris Bascombe í Liverpool Echo staðfestir í dag að Fabio Aurelio, hinn 27 ára gamli vinstri bakvörður frá Valencia, mun ganga til liðs við Liverpool á fjögurra ára samningi um helgina og hefja æfingar með þeim leikmönnum liðsins sem ekki spiluðu á HM í knattspyrnu í næstu viku.

Þessi brasilíski bakvörður mun verða einn þriggja nýrra leikmanna sem hefja æfingar, ásamt Gabriel Paletta og Craig Bellamy, en Bascombe segir þó að Rafa Benítez vonist til að a.m.k. einn leikmaður til viðbótar verði kominn í okkar raðir þegar æfingar hefjast. Yfirmenn Liverpool og Sevilla eru ennþá að þrátta um verðið á Daniel Alves, en ef ekkert verður af þeim kaupum segir Bascombe að Rafa muni skella sér beint í Plan B, sem felur víst í sér að leggja allt kapp á að kaupa Dirk Kuyt í stað Alves.

Úr þessari grein má lesa að Rafa er bara með pening til að kaupa einn leikmann á einhverju verði til viðbótar. Þannig að ef Alves kemur þá kemur Kuyt ekki, og öfugt. Þannig að ef við t.d. kaupum Alves held ég að við getum búist við því að sjá Rafa reyna að fá til sín ódýran framherja, einhverja skammtímalausn eins og t.d. Mark Viduka sem myndi ekki kosta nema eina milljón. Og ef Kuyt kemur verður spurning hvort Rafa lætur verða af því að versla Jermaine Pennant eða hvort hann velur einhvern enn ódýrari kost á kantinn.

Næstu vikur verða áhugaverðar. Sumarkaup Rafa eru að taka á sig skýrari mynd.

10 Comments

  1. Mér finnst alltaf jafn skrítið að sjá hvað Liverpool á litla peninga til leikmannakaupa. Þannig er að lið eins og Newcastle og Tottenham eru að kaupa fleiri og dýrari leikmenn en við, hvernig stendur á því?

    Við erum að kaupa Bellamy á 6 kúlur, Brassann í vinstri bak á ég veit ekki hvað og svo kannski einn í viðbót. Ég skil vel að við getum ekki eytt eins og Chelsea en þetta er undarlegt.

    Svo þegar maður skoðar tölur yfir ríkustu lið í heimi þá erum við alveg þar uppi. Hvar eru þessir peningar?

    Ég væri alveg til í að kaupa Simao, Defoe og alla hina sem eru komnir í sumar en þetta virðist bara ekki vera séns.

  2. Fabio Aurelio kemur til okkar á frjálsri sölu, þar sem samningur hans við Valencia rennur út á föstudaginn.

    En já, þetta er skrýtið/pirrandi. Það er enginn að segja að við eigum að eyða jafn miklu og Chelsea gera, augljóslega, en það er samt pirrandi að sjá það, ár eftir ár, að Rafa þarf að “sætta sig við” einhvern annan en sinn fyrsta valkost á leikmannamarkaðnum af því að við eigum ekki nokkrar milljónir í viðbót.

    Ef það reynist raunin með Alves og/eða Kuyt í ár, þá verð ég ekki sáttur. Ef það er einhver þjálfari í Úrvalsdeildinni sem er búinn að vinna sér inn þann lúxus að geta fengið þá leikmenn sem hann vill helst fá til sín, þá er það Rafael Benítez. En hann er enn ekki að fá þann fjárhagslega stuðning sem hann á skilinn frá stjórninni, þannig að ef við þurfum að horfa upp á enn eitt tímabilið þar sem við erum með svona ‘næstum því’-hóp, þá verða pirringsraddirnar í Liverpoolborg margar í vetur.

  3. Frábært að fá Aurelio til okkar og að sjálfsögðu þegar Mark Gonzalez kemur loksins. Pauletta er að sjálfsögðu meira spurningamerki og vonandi reynist okkur vel eftir 1-2 ár. Agger þarf að taka meira til sín í vetur en hann gerði í fyrra (reyndar meiddur).

    Hvað varð Kuyt og Alves þá yrði mjög pirrandi ef þeir kæmu ekki því það vantar 5-8 millj. punda í viðbót fyrir Rafa.

    Ef við ætlum að stefna á toppinn og þetta eru þeir leikmenn sem Rafa telur að komi til með að fleyta okkur þangað þá verður LFC að taka áhættu og lán fyrir þessum leikmönnum og hananú!

  4. Er ekki líka málið þau laun sem við erum að borga leikmönnum sem eru ekkert að spila..

    eigum svolítið stóran hóp þegar mar spáir í því.
    einn leikmaður er með 2-3m.p. á ári í laun.

    tímabilið 04-05 voru 31 leikmaður í aðalhóp Liverpool..
    og segjum að meðallaun séu 3 m.p.

    semsagt 91 m.p. á áru í laun…

    bara pæling.. svo þegar kaupa á stjörnu dýrt 10-15m.p. verður að taka launakostnað líka inní. þurfum örugglega að losna við fleiri af launskrá.
    Cisse,Hamann eru vonandi að fara.. þeir eru á svaka launum. kannski að við fáum þá einhver nýjan óvænt í staðinn

  5. Liverpool borgar ekkert hærri laun en klúbbarnir í kringum okkur, þótt síður sé, en þetta er alveg óþolandi þetta peningaleysi hjá Liverpool, eða getuleysi hjá eigendum… Held að það sé alveg kominn tími til að losa sig við þá og fá inn nýja.
    Annað hvort það eða missa Benitez, hann á örugglega ekkert eftir að nenn að lenda í svona ár eftir ár, ekki þegar allir stærstu klúbbar heims vildu fá hann til sín.

  6. Ég er ekki alveg að ná þessu dæmi? Erum við ekki búnir að tryggja að við sjáum 4 ný andlit þegar liðið kemur saman í byrjun júlí? Paletta, Aurelio, Bellamy og Gonzalez.

    Er ekki líka verið á fullu í því að kaupa fleiri menn og búist er við að 2-3 til viðbótar komi? Það eru ennþá 2 mánuðir eftir af leikmannaglugganum og menn að fara á taugum? Hvað eru Man.Utd búnir að kaupa marga menn? En Arsenal? Held að við ættum að slaka aðeins á áður en við förum að kalla eftir að þessi og hinn haus fari að fjúka.

  7. Þú fyrirgefur SSteinn, en ég sé engan hér kalla eftir því að hausar fjúki og ekki greini ég mikinn taugatitring. Ég held að það sem menn séu að ræða hér sé einmitt þetta með að Liverpool virðist ekki ná að vera með í baráttunni um stærstu nöfnin. Ég vil taka það fram að ég er alls ekki fylgjandi einhverju galactico systemi hjá Liverpool en finnst stundum eins og einhverjir fimmhundruðkallar verði oft til þess að kaup nái ekki alla leið þó svo að um sé að ræða leikmann sem Benitez hefur óskað eftir.
    Nú spyr sá sem ekki veit, er hugsanlegt að þeir Moores og Parry haldi fastar um budduna en ástæða er til?

  8. Sælir, það er greinilegt að þetta fer í taugarnar á fleirum en mér og það er gott. Manni langar að sjá stór nöfn koma til Liverpool. Ekki misskilja mig, mér finnst Aurelio fínn leikmaður og ég hef líka trú á Bellamy en þetta eru samt ekki stóru nöfnin sem manni langar að fá til liðs við okkur. Eins og Simao, þetta er klárlega leikmaður sem Rafa vill fá en það gengur ekki vegna skorts á peningum. Eins er með fleiri leikmenn. Það vantar til dæmis einn senter í viðbót og það verður fróðlegt að sjá hver það verður. Ég væri alveg til í að fá Slatan frá Juve en manni finnst það alveg borin von og þá spyr ég af hverju? Hin liðin virðast geta keypt þessa dýru leikmenn en ekki við. Alla vega áfram Liverpool og fyndið hvað maður hefur ekkert að gera í þessu hléi á HM.

  9. Er klárlega sammála því að það er frekar þreytandi að hafa svona rosalega takmarkaða sjóði til að versla alvöru leikmenn. Tel að Rafa hafi gert kraftaverk með það sem hann hefur haft hingað til. Tel að ef við klárum Alves og Kuyt og Gonzales kemur værum við í nokkuð góðum málum. Hef trú á að Bellamy eigi eftir að nýtast okkur mjög vel og sú kaup eigi eftir að reynast góð. Hins vegar myndi ég aldrei vilja spandera einhverjum risaupphæðum í leikmann eins og Zlatan. Finnst hann ekki peningana virði og HM sannaði það enn frekar fyrir mér.

Cisse vill fara til Marseille.

Engillinn Thierry Henry