Liverpool vinnur og Everton í Meistaradeild!

Varð að deila þessu með ykkur.

Blaðamennirnir í Englandi, þeir mega eiga það að þeir eru metnaðarfullir. Len Capeling hjá Liverpool-blaðinu Daily Post hefur sennilega leiðst eitthvað undanfarna daga, því hann tók að sér að reikna allt tímabilið eins og það leggur sig, fram í tímann, áður en einni einustu tuðru hefur verið sparkað.

Samkvæmt hans hávísindalegu útreikningum, sem voru mjög ruglandi í svona fyrstu tvö skiptin sem ég las þessa grein, þá mun tímabilið enda þannig að Liverpool og Chelsea verða jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina, á meðan Everton þurfa að sigra og treysta á að Charlton tapi stigum til að komast í Meistaradeildina. Og hér kemur krókurinn: Chelsea mæta Everton á Stamford Bridge í síðustu umferðinni, á meðan Charlton heimsækja Liverpool.

Sem sagt: Everton hjálpa Liverpool að vinna titilinn og Liverpool endurgjalda greiðann með því að hjálpa Everton inn í Meistaradeildina. Þetta virðist allt svo einfalt, getum við ekki bara sleppt því að spila þessar þrjátíu og átta umferðir af knattspyrnu og farið beint í að fagna titlinum.

Til hamingju Púllarar, við erum víst Englandsmeistarar árið 2007! 😉

2 Comments

  1. Já takk takk….sömuleiðis bara….er að spá í að nota helgina til að fagna þessum glæsta árangri. :laugh:

  2. Yeeeeeeeeaaaaaaaaa haaaaa!!!!!

    Loksins þessi bið er á enda. Við erum bestir Utd gátu ekkert á þessu tímabili, the Arse er djók, endalaus peninga-straumur Chelsea og þeir taka ekki höfn hjá titlinum. Þvílík gleði, þvílík ánægja. Rafa Benitez er svo sannarlega sá besti í bransanum.

    Til hamingju púllarar… Lets get drunk for a week now.

Engillinn Thierry Henry

Real Madrid er samansafn af hálfvitum (annar hluti)!