Í tilefni leiksins á eftir, þá býð ég uppá þetta:
(uppfært – ég setti inn vitlausa auglýsingu fyrst, en sú rétta er núna komin)
Í tilefni leiksins á eftir, þá býð ég uppá þetta:
(uppfært – ég setti inn vitlausa auglýsingu fyrst, en sú rétta er núna komin)
Flott auglýsing en sorglegur endir fyrir Argentínumenn, sem hefðu átt að nota Messi. Bíð spenntur eftir fregnunum af þessum átökum eftir leikinn þar sem mér sýndist Oliver Bierhoff vera að glotta utan í Heinze og svo sá ég ekki hvaða Argentínumaður flaug þarna í þvöguna og reyndi að slá einhvern … ljótur endir á taugaleik – en Þjóðverjar eru vel að þessu komnir, taugarnar alveg í 100% lagi hjá þeim í vítunum alltaf, enda vissi ég það um leið og flautað var til leiksloka í framlengingu – Þýskaland fer áfram…
Það gerðist svolítið undarlegt yfir leiknum áðan. Um miðbik seinni hálfleiksins stóð ég mig að því að vera farinn að halda með Þýskalandi, en ég hafði verið alveg hlutlaus fyrir leik.
Neikvæð taktík José Pekerman gerði útslagið, sem og seigla Þjóðverjanna. Að ætla að spila vörn í 45 mínútur + heila framlengingu og ætla svo að treysta á vítaspyrnukeppni með Jens Lehmann sem andstæðing var ekkert annað en sjálfsmorð.
Og að taka Riquelme og Crespo útaf um miðjan seinni hálfleikinn? Hvað var það?!?
Þjóðverjar áttu þetta skilið fyrir að sækja allan tímann og gefast ekki upp. Og fyrir að halda haus (heldur betur) í vító. Ég sé ekki í fljótu bragði hverjir geta stöðvað heimamenn í þessari keppni.
Sammála Kristjáni. Það var heldur betur röng taktík hjá Pekerman að taka Riquelme og Crespo af velli. Þjóðverjar áttu þetta skilið, voru svellkaldir í vítunum og gætu farið enn lengra.
Ég samhryggist Einari Erni sem getur væntanlega ekki haldið með neinu liði eftir brotthvarf Argentínumanna.
Þetta fann ég um slagsmálin á Soccernet:
German team manager Oliver Bierhoff appeared to be at the centre of the fracas and and incurred the wrath of the Argentina players in the seconds that followed their exit from the competition.
FIFA officials and referee Lubos Michel were all caught up in the melee and punches and kicks appeared to be thrown in chaotic scenes which went on for approximately 90 seconds in front of a 72,000 crowd.
The trouble seemed to start when midfielder Tim Borowski gestured towards the Argentina players to “keep quiet” having scored his penalty to make it 4-2 in Germany’s favour.
Several of the South American players walked towards him and when the final Argentina spot-kick was saved, the Argentina defender Fabricio Coloccini approached Germany’s Oliver Neuville.
Punches were thrown in a brief melee before it was broken up
Loksins þegar einhver er spjaldaður fyrir leikaraskap þá er það rangur dómur (Maxi Rodrigez undir lokinn, ég sá ekkert annað en víti útúr því). Leiðinlegt að missa Argentínumenn út, en þeir höfðu þetta í hendi sér og töpuðu svo þeir geta líklega sjálfum sér um kennt.
Maxi Rodrigez var kominn niður á hnén þegar snertingin verður svo að spjaldið var rétt hjá besta dómara keppninar til þessa, Lubos Michel.