Gonzalez er 21 árs gamall og var rekinn heim úr keppnisferð Chile í Evrópu fyrir HM nú fyrr í sumar. Ástæðan fyrir brottrekstrinum var að hann á að hafa verið ásamt liðfélaga sínum, Reinaldo Navia, inná hótelherbergi með 3 dömum sólahring eftir vinnáttulandsleik þeirra gegn Írlandi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og segist vera hneykslaður á framkomu þjálfarans og hafi þess vegna tekið þess ákvörðun.
“I am not going to continue. I am not going to wear the national shirt again and I don’t have to give any explanations to anyone. Now the only thing I am thinking of is to keep doing my work in England. All that has been said about me during the national team’s European tour has hurt me a lot.”
Þetta eru klárlega vondar fréttir fyrir Chile en hins vegar tel ég að þetta séu góðar fréttir fyrir Liverpool þ.e. minni hætta á meiðslum sem og hann getur 100% einbeitt sér að því að spila með LFC.
Godan daginn island…. her i astraliu er alt ad verda redy firir einn af staerstu leikjum 8 lida urslita… Argentina Tyskaland.. aetla ad verda a tysku, pobb ad horfa a hann i midborg Adelaid… to eg voni ad argentina vinni…
Var a djamminu her i gaer og rakst a tvifara Croutch…. eåa hvernig sem madur skrifar tad.. aetla ad skella inn mmynd af honum a morgun… hehe godar stundi og skemtun yfir leikjunum… yfir og ut.. Kristjan R i astraliu.. leikurinn her er kl 12:30 um nott.. svo tad verdu olfun.. hehe
Hvernig er það. Núna er Gonzalez ekki kominn með atvinnuleyfi. Var ekki eitt af skilyrðunum sem þurfti að uppfylla til þess að hann fengi slíkt, að Chile væri í einhverju x sæti á styrkleikalista FIFA? Ef það var tilfellið, er þá ekki líklegt að gerð verði e-r athugasemd við það að hann sé hættur að spila með landsliðinu?
Kristján R – ég bið að heilsa Eiði Smára á veggnum. :laugh:
Óli – ég hreinlega veit það ekki, en vona innilega ekki. Held þó að það ætti ekki að hafa nein áhrif á það hvort hann telst hæfur til að spila fyrir Liverpool eða ekki. En maður veit aldrei hvað þessi jakkaföt í London taka uppá.
Þið getið algerlega gleymt því að 21 árs leikmaður muni standa við svona yfirlýsingar, strax og annar þjálfari tekur við landsliðinu mun Speedy glaður skella sér í treyuna.
Sammála Hafliða, það þarf ekki annað en að skipta um stjóra þá er hann sáttur! Það var jú stjórinn sem rak hann heim og var með þessi læti!